Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1948, Blaðsíða 8

Freyr - 01.12.1948, Blaðsíða 8
346 FREYR BJARNI BJARNASON: Fræðsla og menning í sveitum Erincii, flutt á bœndaviJcunni 10. marz 1948. FYRRI HLUTI. Ég hefi færst talsvert í fang með því að taka að mér að flytja erindi um fræðslu og menningu í sveitum. Öllum má vera ljóst, að svo umfangs- mikið efni verður ekki krufið til mergjar í hálfrar stundar erindi. Ég gríp því í er- indi þessu einstaka þætti varðandi sveit- irnar eins og þeir koma mér fyrir sjónir nú á tímum. Þótt ég viti að erindi þessu sé mjög áfátt í mörgu, raskar það ekki þeirri ábyrgð, sem raunverulega hvílir á hverjum hugsandi manni, en hún er sú að gera sér nokkra grein fyrir þeim svip, sem er á þjóðlífinu á hverjum tíma. Ég skýt mér undan því að gera ályktanir, en mun nefna nokkrar staðreyndir, getur svo hver og einn lagt í orð mín þá merkingu, sem honum sýnist. Um fræðslu í sveitum veit ég nokkuð en minna um menninguna. Orðið menning er líka vandakind, og þótt reynt sé að skýra þetta orð, sem ég þó sleppi hér, mun samt vera æði per- sónulegt hvað hlýtur þann dóm að vera menning eða bera menningarblæ. Þetta mun einnig vera enn breytilegra eftir því, sem landið er strjálbýlla og þjóðin einangraðri. Sérkenni manna varðveitast betur við slík skilyrði, og af því leiðir meðal annars, að ekki eru alls staðar haldnir sömu siðir eða daglegir hættir, og fólkið í sama landi getur því orðið býsna ólíkt vegna misjafnra staðhátta og ólíkra lífs- kjara. Á sama hátt og frjálst líf er öllum eðli- legra og skemmtilegra er það líka á viss- an hátt vandasamara, menn lifa meira upp á eigin ábyrgð en þegar allt er steypt í sama form og líf manna hlýtur einskonar sameiginlegan mælikvarða, eins og vagn- hjól eða skrúfa. Sérkenni þau, sem mönnum eru með- fædd, eru máttvana menn að bjástra við að breyta í vélræna þjónustu við örfáa stundar drottnara. Nái múgsálaröflin að hremma fólkið í sveitum á landi hér, líð- ur ekki á löngu þar til engir íslendingar eru til. Fegurð og náttúrugæði landsins hafa mótað þjóðina, einnig harka lands- ins og blíða. Hver einstaklingur hefir not- að það vit, sem lífsbaráttan veitti honum, ásamt reynslu forfeðra hans, til að ná gæðunum, að vísu einatt torsóttum. Nátt- úrugæði íslands telja sumir menn fánýt og fábreytt. Þetta er þó mjög á annan veg. Fróðum mönnum hefir talizt svo til, að milljón menn gætu lifað á landbúnaði einum. Eitt er víst, að í hrynjandi fossum landsins býr afl. Verði því breytt í raf- magn getur það tendrað ljós, gefið hita og auðveldað margskonar heimilisstörf og iðju í sveitum eigi síður en í bæjum. Er sorglegt til þess að vita hve margir ganga með þá svikulu von, að hvarvetna sé betra að lifa en í sveit á íslandi. Valdamenn landsins hafa horft á það

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.