Freyr

Volume

Freyr - 15.03.1972, Page 7

Freyr - 15.03.1972, Page 7
EINAR HANNESSON: VE8ÐIMÁL I örum vexti Ánœgjulegt er hvað veiðimál hér á landi eru í góðu horfi. Lax- veiði hefur aukizt jafnt og þétt. MeðferS og nýting silungsveiði hefur batnað og verðmœti veiðinnar í heild aukizt. Er sýnt að veiðimálin hafa góðan byr þessi árin og er fyllsta ástœða til bjartsýni um framtíðina í þessum efnum. Einar Hannesson. Með grein þessari er ætlunin að gera þessi mál að umtalsefni. Er fyrst vikið al- mennt að veiðimálum og ástandi þeirra. Því næst er rætt sérstaklega um þau sem þátt ferðamála. Að lokum er veiðimálum í Vesturlandskjördæmi gerð sérstök skil. Svipaða úttekt og framkvæmd er á nefndu kjördæmi er unnt að gera við önnur kjör- dæmi landsins og verður líklega gert síðar. Auðvitað er hægt að heimfæra margt af því, sem fram kemur, á aðra landshluta, einstakt hérað, sýslu eða heilt kjördæmi. INNGANGUR Hið hagstæða ástand í veiðimálum ríkir hér á sama tíma sem aðrar laxveiðiþjóðir eiga við margvísleg vandamál að stríða, svo sem minnkandi laxveiði í heimaánum vegna aukinna úthafsveiði á laxi, rafvæð- ingar og mengunar í ám og vötnum. En mengunin hefur sums staðar eytt fiski með öllu úr mörgum veiðivötnum og stórspillt veiði annars staðar. Sem betur fer, eru afleiðingar slíkrar mengunar nær óþekktar hér á landi. Hins vegar ber að hafa hugfast að mengunarhættan vex með ári hverju. Okkur er því skylt að vera vel á verði í þessum efnum. Verður að ætla og vona að íslendingar muni ná því marki að sigla fram hjá þeim skerjum, sem aðrar þjóðir hafa svo mjög steytt á, sem fyrr segir. Þessi von styðzt við það m. a., að skiln- ingur almennings hérlendis á nauðsyn góðrar umhverfis- og náttúruverndar hefur á síðari árum orðið meiri en áður og fer vaxandi. Þá er aukins aðhalds að vænta frá hendi opinberra aðila, m. a. vegna nýrrar löggjafar um mengunarvarnir, sem nú eru í undirbúningi. Kemur slík löggjöf væntanlega til framkvæmda á næstu miss- erum. ísland í sérflokki. Staða íslands í lax- og silungsveiðimálum er því sterk í samanburði við önnur lax- veiðilönd, eins og fyrr segir, og er óhætt að fullyrða að ísland sé í algjörum sér- flokki. Aukning á laxveiði á fimmtán ára F R E Y R 95

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.