Freyr

Volume

Freyr - 15.03.1972, Page 43

Freyr - 15.03.1972, Page 43
Skerið höm, lauk og kartöflur í teninga og brúnið lítilsháttar í smjörinu á pönnu. Látið tómatsneiðar yfir. Sláið saman eggjum, mjólk, salti, rifnum osti og graslauk og hellið yfir. Steikið áfram við vægan hita þar til kakan er hlaupin. Hrærið öðru hverju gætilega í með gaffli. Gætið þess þó að rispa ekki pönnuna. Berið eggjakökuna fram á pönnunni eða færið hana gætilega á fat. Borðið grænmetissalat með. Ostafondue. 2—3 dl hvítvín Ve tsk hvítlaukssalt 500 g hræddur ostur í Vo tsk múskat litlum teningum 1 tsk kirch eða koníak Vo tsk pipar Hitið saman hvítvín og ost við vægan hita, þar til osturinn er bráðnaður. Hrærið í á meðan. Kryddið með kirch, múskati, hvítlauks- salti og pipar. Verði bráðin of þykk má þynna hana með hvítvíni. Berið réttinn fram í pottin- um, haldið honum vel heitum og berið létt ristaða brauðteninga með og langa gaffla til að dýfa þeim í ostabráðina. F R E Y R 131

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.