Freyr

Volume

Freyr - 15.09.1994, Page 7

Freyr - 15.09.1994, Page 7
______________FRfl RITSTJÓRN Stéttarsambandsfundur 1994 samþykkti sameiningu Aðalfundur Stéttarsambands bænda sem hald- inn var á Flúðum dagana 25.-28. ágúst sl. sam- þykkti með yfirgnæfandi meirihluta-atkvæða sameiningu Stéttarsambandsins og Búnaðarfé- iags Islands og fari sameiningin fram um næstu áramót. Aukabúnaðarþing sem haldið var sam- tímis í Félagsheimilinu í Amesi samþykkti einn- ig ályktun sama efnis. Miklar umræður urðu um sameiningarmálið á aðalfundi Stéttarsambandsins og var þar m.a. tekist á um hvert skuli verða hlutverk búgreina- félaganna innan hinna nýju heildarsamtaka. Aðalfundurinn samþykkti að vinnulag og verkaskipting í félagskerfi landbúnaðarins verði endurskoðað ofan í kjölinn og að samið verði sérstaklega um verkaskiptingu milli heildarsam- takanna annars vegar og einstakra búgreinafé- laga hins vegar. Undirbúningur að sameiningu er nú í fullum gangi og hafa stjómir SB og BÍ skipað þriggja manna kjörstjóm til að hafa umsjón með kosn- ingu fulltrúa á Búnaðarþing í mars. Þeirri kosn- ingu á að vera lokið 10. desember. Hvert búnaðarfélag og búgreinafélag átti fyrir 1. októ- ber að kjósa fulltrúa á fulltrúafund síns búnað- arsambands er síðan kýs fulltrúa á Búnaðarþing. Mjög ítarlegar reglur um þetta eru í samkomu- lagi stjórnar Stéttarsambandsins og Búnaðar- félagsins og nákvæm fundarsköp fyrir hið fyrsta, „nýja“ Búnaðarþing sem haldið verður í mars. A aðalfundi Stéttarsambandsins gagnrýndu margir samkomulagið um sameininguna, töldu undirbúningi þess ábótavant og einstök atriði óljós í svo mikilvægu máli. Að lyktum varð þó greinilegt að fulltrúar töldu að ekki yrði til baka snúið með tilliti til þess hve eindreginn vilji bænda hafði birst í skoðanakönnun um málið. Segja má að Guðmundur Þorsteinsson bóndi á Skálpastöðum hafi meitlað í eina setningu við- horf margra sem birtist í umræðum þegar hann komst svo að orði í ræðu að bændur væru komn- ir út í ána og of seint væri að snúa við þó að óvíst væri hvemig landtakan væri á bakkanum hinu megin. Því fer fjarri að endurskoðun á félagskerfi bænda sé lokið þó að samþykkt hafi verið að sameina Búnaðarfélag íslands og Stéttarsamband bænda. Mikið verk er fyrir höndum, einkum við að marka búgreinafélögum stað í nýju félags- kerfi: Stéttarsambandsfundurinn gerði sér þetta ljóst og samþykkti að stofnsetja fimm manna nefnd sem vinni að þessu máli í samvinnu við stjómir félaganna. Aðalfundurinn samþykkti stefnumarkandi ályktun um umhverfismál og vistvæna fram- leiðslu. Hið sama gerði aukabúnaðarþing. Benda má á að bændasamtökin hafi þegar beitt sér fyrir átaki á þessu sviði með ráðningu sérstaks starfs- manns og nokkrum ráðstefnum um þau mál. í ályktun aðalfundar Stéttarsambands bænda er lagt til að stofnaður verði þróunarsjóður til að styrkja vöruþróun og sölu á íslenskri búvöru undir merkjum vistvænnar framleiðslu á inn- lendum og erlendum markaði. Nokkrir ræðumenn töldu að umræðan um vistvænan landbúnað hefði vakið jákvæð viðhorf í þjóðfélaginu um greinina. Nýju samtökunum hefur ekki verið valið nafn en þing þeirra heitir Búnaðarþing. Fulltrúar á því verða 39, en fulltrúar á aðalfundi Stéttarsam- bandsins og hins eldra Búnaðarþins voru saman- lagt 87. Búnaðarsambönd kjósa áfram fulltrúa á Bún- aðarþing, en 11 búgreinafélög fá hvert einn full- trúa. Stjóm hinna nýju bændasamtaka verður skipuð 9 manns. Af þeim er skilyrt að 7 komi frá hverju kjördæmanna og tveir frá búgreinafé- lögunum. Með því að sameina samtökin tvenn og fækka þingfulltrúum eru bændur að gera heildarsamtök sín einfaldari og skilvirkari og að sýna í verki vilja til að spara, en bæði á Búnaðarþingi og aðalfundi SB kom fram krafa um að spamaður næðist jafnframt í yfirbyggingu landbúnaðarins. Freyr ámar hinu nýja einingarfélagi bænda allra heilla. J.J.D. 18'94-FREYR S99

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.