Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.09.1994, Qupperneq 52

Freyr - 15.09.1994, Qupperneq 52
andi ályktun samþykkt og send menntamálaráðherra: „Stjóm Stéttarsambands bænda beinir því til menntamálaráðherra að hann beiti sér fyrir því að auknum fjármunum verði varið á fjárlögum næsta árs til þess að jafna fjárhags- legan aðstöðumun nemenda í fram- haldsskólum í samræmi við lög nr. 23/1989. Tilgangur laganna er að jafna aðstöðumun nemenda að því leyti sem búseta veldur þeim misþungum fjárhagsbyrðum eða efnaleysi tor- veldar þeim nám. Með vaxandi atvinnuleysi og sam- drætti í landbúnaði á undanfömum árum hafa möguleikar foreldra til þess að styðja böm sín til náms fjarri heimili minnkað. Ef ekki verður brugðist við með auknum fjármunum til jöfnunar námskostnaðar telur stjóm Stéttar- sambands bænda verulega hættu á að fjöldi nemenda úr sveitum og minni þéttbýlisstöðum geti ekki hafið nám á framhaldsstigi eða þurfi að hverfa frá slíku námi. Stjóm Stéttarsambandsins beinir þeim eindregnu tilmælum til yðar, hæstvirtur menntamálaráðherra að þér beitið yður fyrir auknum fjár- munum til þessa verkefnis á fjár- lögum næsta árs“. Erindi sama efnis var sent til félagsmálaráðherra og fjárveitinga- nefndar Alþingis. 2.8. Breytingar á sölu dýralyfja. í maímánuði sl. voru samþykkt á Alþingi ný Lyfjalög sem reynast hafa í för með sér verulega þrengingu á heimild dýralækna til lyfjasölu. Frumvarp til nýrra lyfjalaga var sent Stéttarsambandinu til umsagnar í marsmánuði sl. og var lagt fram á stjórnarfundi 23. mars. í umsögn Stéttarsambandsins um 20. og 21. grein frumvarpsins segir: „í 20. gr. kemur fram að enginn megi stunda lyfsölu nema að hafa til þess leyfi ráðherra. Eitt af skilyrðum þeim sem sett eru til að fá lyfsölu- leyfi er að viðkomandi hafi starfað sem lyfjafræðingur í a.m.k. þrjú ár. Hliðstætt ákvæði kemur fram í 21. grein þar sem kveðið er á um að dýralæknar megi ekki vera eigendur, hluthafar eða starfsmenn lyfjabúða. Ef þessi ákvæði þýða að dýralæk- nar komi ekki lengur til með að hafa leyfi til að selja lyf beint til bænda, eins og verið hefur til þessa, þá vill Stéttarsamband bænda mótmæla þeirri skipan mála“. í viðtölum við þingmenn á meðan umfjöllun um málið fór fram á Alþingi var fullyrt að ekki stæði til að breyta gildandi fyrirkomulagi varðandi sölu dýralyfja. í byrjun júní, eftir að lögin höfðu verið samþykkt ræddi undirritaður við yfirdýralækni og kom þá enn fram sama túlkun og fyrr að um óbreytt ástand væri að ræða. í bréfi Heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytisins dags. 29. júní sl. þar sem svarað er fyrirspum Dýralækna- félags íslands um það hvernig túlka beri ákvæði hinna nýsamþykktu laga kemur hins vegar eftirfarandi fram: „Dýralæknar geta framvegis af- hent gegn gjaldi öll dýralyf skv. ofangreindum reglum. Með lyfja- afhendingu er átt við nauðsynlegt magn af lyfjum til að mæta með- ferðarþörf þar til tök eru á að útvega lyf í lyfjabúð". Þegar þessi túlkun lá fyrir ritaði Stéttarsambandið Heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis eftirfarandi bréf (dags. 30. júní): „Heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis, bt. Gunnlaugs Stefánssonar, for- manns Þórhamri 150 Reykjavík. Stéttarsamband bænda hefur fengið í hendur túlkun Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins á ákvæð- um 30. greinar nýsamþykktra lyfja- laga að því er varðar sölu dýralyfja. Samkvæmt túlkun ráðuneytisins geta dýralæknar framvegis einungis selt lyf til þess að mæta með- ferðarþörf þar til tök eru á að útvega lyf í lyfjabúð. Hér er um mjög mikla þrengingu að ræða þar sem dýralæknar hafa getað selt bændum lyf vegna fram- haldsmeðferðar að lokinni aðgerð og vegna fyrirbyggjandi aðgerða. Við meðferð málsins á Alþingi sl. vetur var fullyrt að hin nýju ákvæði þýddu óbreytt ástand hvað þetta varðar og kemur því túlkun ráðu- neytisins mjög á óvart. Stéttarsamband bænda telur þá breytingu sem túlkun Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins mun hafa í för með sér með öllu óviðunandi fyrir bændur. Mikið óhagræði fylgir því að þurfa að sækja öll lyf til framhalds- meðferðar og fyrirbyggjandi að- gerða í lyfjabúð og í nokkrum lands- hlutum er slík þjónusta ekki fyrir hendi. Stéttarsambandið telur að það fyrirkomulag sem gilt hefur í þess- um efnum hafi reynst vel og eigi þátt í því að lyfjanotkun í landbún- aði er minni hér en víða annars staðar. Veruleg hætta er á því að breytt fyrirkomulag valdi því að los komist á eftirlit með lyfjanotkun og notkun lyfja sem seld eru án lyfseðla aukist. Stéttarsambandið skorar á hæst- virta Heilbrigðis- og trygginganefnd að beita sér fyrir þeim breytingum á nefndum ákvæðum lyfjalaga að öll tvímæli séu tekin af um að dýralæk- nar geti áfram veitt bændum sömu þjónustu og verið hefur.“ A fundi stjómar Stéttarsambands bænda 20. júlí sl. var samþykkt að ræða málið við heilbrigðisráðherra og hafa samráð við Dýralæknafélag Islands um frekari aðgerðir. 2.9. Reglugerð um sauðfjárveikivarnir. Hinn 1. október 1993 tók gildi ný reglugerð um vamir gegn útbreiðslu riðuveiki og bætur vegna riðuniður- skurðar. Veruleg gagnrýni hefur komið frá bændum sem lent hafa í riðuniður- skurði á sum ákvæði hinnar nýju reglugerðar. Eftir umræður um málið í stjóm Stéttarsambandsins var Landbúnað- arráðuneytinu sent svofellt bréf 24. júní sl.: „Stjóm Stéttarsambands bænda hefur fjallað um ákvæði reglugerðar nr. 398 frá 1. október 1993 um varnir gegn útbreiðslu riðuveiki og bætur vegna niðurskurðar. Við framkvæmd reglugerðarinnar hafa komið í ljós nokkrir ágallar sem stjóm Stéttarsambandsins telur nauðsynlegt að lagfæra: 1. I 13. grein reglugerðarinnar er kveðið á um að afurðatjónsbætur fyrir hvert fjárleysisár skuli vera ákveðið hlutfall af heildarverð- mæti kjöts, gæra og sláturs, skv. 644 FREYR - 18'94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.