Freyr - 01.07.2000, Síða 10
þegar hún fer í gegnum girðingar
hjá bændum þá byrjar hún á að
troða snjáldrinu inn í möskvanna en
þegar rassinn er kominn í gegn get-
ur hvaða kind sem er labbað þar inn
á eftir.
„Það er nóg af þeim hér“, sögðu
bömin. „Já, ég veit það, eftir að ég
kom hingað“, sagði ég. Rauða,
stóra kengúran er í útrýmingar-
hættu, sögðu bömin þá, en við er-
um ekkert að veiða hana, hún er
friðuð. Já, en það er líka fullt af
hvölum hjá okkur, sem við emm að
veiða, við eram ekki að veiða hvali
sem eru í útrýmingarhættu.
Þegar ég gat sett málið upp úr frá
sjónarhomi þeirra þá gátum við
farið að ræða um hinar ýmsu hvala-
tegundir og hverjar væru í útrým-
ingarhættu, því að það er líka til
fjöldi tegunda af kengúmm.
Þetta vil ég segja að sé vandamál
okkar bænda í sambandi við land-
græðslu. Það koma menn með full-
yrðingar en þekking almennings á
uppgræðslu, landgræðslu, og land-
notum er það takmörkuð að þessir
menn hafa mikil áhrif, en þekking
og reynsla bænda heyrist næstum
ekki. Ég óttast það að þessir menn
ráði ferðinni um lokun afrétta við
útfærslu á gæðastýringu í sauðfjár-
samningnum.
Kjami málsins er sá að þar sem
náttúruleg skilyrði til uppgræðslu
em ekki fyrir hendi, þar verður ekk-
ert grætt upp. Gæðastýringarkafli
sauðfjársamningsins tekur gildi eft-
ir þrjú ár og innan þess tíma þarf að
setja nánari reglur þar um og taka út
býlin og sá sem fær ekki vottun um
að standast gæðastýringu hann lifir
ekki af sauðfjárrækt eftir það.
Þá verður líka búið að taka
stærsta peninginn út úr uppkaupun-
um, þessi kr. 22 þúsund á ærgildi
gilda bara fyrsta árið. Ef svo kemur
á daginn eftir þrjú ár að bóndi fær
ekki viðurkennt að hann standist
gæðastýringu þá er búið að gera
honum ókleift að búa við sauðfé.
Það átti að gera þennan gæðastýr-
ingarkafla í rólegheitum yfir næsta
samningstímabil, við áttum að fá að
Ásdís Hulda hjá ánni Kelu.
(Freysmynd).
hagræða sjálf núna, við vitum að
stéttin er að eldast og menn vilja fá
að stækka búin upp í þessa fjöl-
skylduvænu einingar og menn
hefðu hagrætt sjálfviljugir. Við
hefðum átt að vinna að því að þessi
vistvæna vottun, sem var í gangi,
gæfi hærri beingreiðslur og hvetja
menn þannig til að taka þátt í henni.
Síðan átti að fullmóta gæðastýring-
arþáttinn og leggja hann þannig
fram svo að menn vissu um hvað
þeir væm að semja.
Hvernig finnst þér haldið á spöð-
unum í markaðsmálum kindakjöts?
Meðan sláturhúsin græddu meira
á því að hafa kjötið inni á frysti
heldur en að selja það, þá var eng-
inn hvati hjá þeim í markaðsfærsl-
unni. Þessi vaxta- og geymslu-
kostnaður er enn að hrjá okkur og
verður áfram í næsta samningi.
Þegar sláturleyfishafi neitar að selja
öðmm sláturleyfishafa kjöt á eðli-
legu verði þegar hann vantar kjöt,
þá vantar einhvern aðila frá stjóm-
völdum og bændum til að skera úr
um hvað er eðlilegt verð og ef hinir
vilja ekki selja þá verður að taka
vaxta- og geymslugjaldið af þeim
sem vilja ekki selja. Þetta hefur
gerst þar sem Sláturfélag Suður-
lands hefur vantað kindakjöt en
hinir segja að SS vilji kaupa á 20%
lægra verði en kostnaðarverði
þeirra. A þessu stendur, fullyrðing
á móti fullyrðingu, en enginn hefur
vald til að högga á þennan hnút.
I nýja sauðfjársamningnum er
vaxta- og geymslugjald inni í
greiðslum til bænda þannig að mér
finnst að bændur verði að hafa tök á
því að dreifing kjötsins sé með eðli-
legum hætti.
Fyrir h’eimur árum var farið að
bjóða upp á okkar gömlu góðu kjöt-
súpu á viðkomustöðum ferða-
manna, það var framför.
Já, ég held að útlendingar ekki
síður en Islendingar kunni vel að
meta þetta og með vaxandi ferða-
mennsku tel ég það stóra landkynn-
ingu að fólk fái hér íslenskan mat.
Þegar við ferðumst til útlanda þá
viljum við ekki bara borða ham-
borgara og franskar hjá Mac Don-
alds.
Mér skilst að flutningabflstjórar
og aðrir sem stunda mikið akstur
séu afar fegnir að fá almennilegan
mat hér á Hvolsvelli, eins og þeir
orða það.
Við sauðfjárbændur eigum hins
vegar afar erfítt um vik í markaðs-
setningunni því að í raun og vem
seljum við sláturleyfishöfum kjötið
á haustin og höfum þar að leiðandi
ekkert vald yfir vörunni eftir það.
Á hinn bóginn eru bœndur mjög
víða í stjórnum þessara afurða-
stöðva eða kaupfélaga sem reka
þœr.
Mér finnst nú svo skrýtið með
marga bændur sem em í stjómum
að það er eins og þeir hætti að verða
bændur þegar þeir setja upp bindið.
Þá em þeir bara fyrir fyrirtækið en
ekki fyrir heildina.
Útflutningur á kindakjöti.
Já, þar er vandamálið að of marg-
ir aðilar em að vasast í þessu og
10 - FREYR 7/2000