Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.07.2000, Qupperneq 18

Freyr - 01.07.2000, Qupperneq 18
æskilegt að geta "litið upp". Anægður með samstarfið. Skipulagslegir þœttir: ... Bóndi gerir verkáætlanir í sam- ráði við verktökubændur, hefur samráð við þá um tíma sláttar og spildustærð sem tekin er fyrir. Tœknilegir þœttir: ...Bónda finnst verkin vera vel af hendi leyst, ekki betur þótt hann sæi um þau sjálfur. Fjárhagslegir þœttir: ...Lausleg áætlun sýnir að spam- aðurinn á þessu tiltekna búi gæti legið á bilinu 200-230 þús. kr. ár- lega hið minnsta. Umræða - Hvað athuga þarf? Beina þarf athygli að búvéla- kostnaðinum í enn ríkara mæli en gert hefur verið. Nýtingu flestra búvéla (heyvinnuvéla) má auka til muna frá því sem nú er - líklega tvöfalt-þrefalt að jafnaði. Vélasam- vinna og verktakastarf eru leiðir til þess, séu bú ekki þeim mun stærri. í þessari athugun er greint frá ár- legum spamaði búa, sem þessar leiðir nýttu, upp á a.m.k. 200-400 þús. kr. Hliðstæðar tölur hafa komið fram í norskum rannsóknum á þessu viðfangsefni (Ulvlund og Breen 1995). Eigi að ganga til samnýtingar véla og verktakastarfs þarf að vanda undirbúninginn vel. Ráðgjaf- arþjónusta bænda hefur hér arð- bæru hlutverki að gegna. Vakin er athygli á handhægu hjálpartæki sem bútæknisvið Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins hefur útbúið til mats á fjárfestingarkostnaði búvéla (sjá heimasíðu Rala www. rala. is/but). einnig mjög glöggum leiðbeiningum Ulvlund og Breen (1995) sem vel eiga við hérlendis. Sérstaklega þarf að gæta að eftir- farandi þáttum: 1. Forsenda vélasamvinnu og verk- töku er að báðir aðilar haft hag af henni. 2. Vel þarf að vanda áætlun um fjárhagslegan grundvöll véla- samvinnu og verktöku. 3. Ganga þarf tryggilega frá formi vélasamvinnu og verktöku þann- ig að öldungis sé ljóst hvar ábyrgð aðila liggur, t.d. gagnvart greiðslu kostnaðar, úrlausn deilna, slitum samstarfs, trygg- ingaábyrgð, og helst einnig gæðakröfum til verka sem unnin em innan samnings. 4. Stjórnendur vélanna þurfa að kunna vel til viðkomandi verka og vera sérlega góðir vélamenn. 5. Vélasamvinna og verktakastarf gera miklar gæðakröfur til véla sem nota skal. Líklegt er að bændum lítist mis- jafnlega á það að verða öðmm háðir með búverk sín. Það krefst breytts hugsunarháttar, sem örugglega má þó lifa með sé valið samstarfsform við hæfi. Sé efnaleg afkoma bænda höfð í huga þegar skoðaðar em tölur um eignar- og rekstrarkostnað bú- vélanna hvetur það til þess að kann- aðir séu mismunandi kostir við vél- væðingu búanna. Þá má bera saman við líklegan ávinning af véla- samvinnu. Hvort hann vegur á móti aukinni áhættu og minna sjálfstæði verður hver og einn að meta fyrir sig. Heimildir Baldur Helgi Benjamínsson 1999. Vélasamvinna í landbúnaði. Námsverk- efni við Búvísindadeild (2e.), 24 s. Björn Stefánsson 1970. Samvinna nágranna við búskap. I: Árbók land- búnaðarins 1970, 210-239. Daði Már Kristófersson & Bjami Guðmundsson 1998. Vinna og kostnað- ur við heyskap. I: Ráðunautafundur 1998, 20-29. Eiríkur Blöndal 1998. Kjörtímaáhrif á heyskap. I: Ráðunautafundur 1998, 30-34. Hagþjónusta landbúnaðarins. Niður- stöður búreikninga, árin 1996-1998. Pétur Jónsson 1993. Vélvæðing í ís- lenskum landbúnaði. Fjölrit Rala nr 162, 31 s. Ulvlund, K.A. & Breen, T. 1995. Maskinsamarbeid i jordbruket. Det Kgl. Selskap for Norges Vel., 86 s. Witney, B. 1988. Choosing and using farm machines. Longman Sci. & Technical, 412 s. Leiöréttinq í greininni „Tilraunir með end- urvinnslu túna og notkun sands í mýrarjörð“ í síðasta blaði Freys, bls. 34-37, er villa. Texti á bls. 35 hefur brenglast þannig að efst í fyrsta dálki em eftirfarandi átta lín- ur endurteknar frá næsta dálki á undan (á bls. 34): með mykjunni virðist takast vel í kalblettum þar sem frœplöntum- ar búa ekki við samkeppni, en of langt er á milli raða. “ Hér verður getið um tvœr tilraunir, sem gerðar voru á Hvanneyri með endurvinnslu túna. Tilraun nr. í þriðja dálki neðst hefur hins vegar fallið niður eftirfarandi klausa: Rétt er að vekja athygli á að til- raunin var gerð á köldu árunum 1966-1970. Það er Ijóst að það hef- ur orðið mikil gróðurfarsbreyting þó að ekki sé rétt að tala um kal á þessari spildu. Vallarsveifgras jók líklega hlutdeild sína en vallarfox-, háliðagras og túnvingull létu und- an, í staðinn kom ktijáliðagras og varpasveifgras (tafla 3). Það var dálítið kal i tilrauninni, sérstaklega í reitum sem plœgðir voru. Daginn sem slegið var 1969, þann 23. júlí, voru gefnar einkunn- irfyrir arfaþekju. Niðurstaðan var þessi: Blaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum. 18 - FREYR 7/2000

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.