Freyr

Volume

Freyr - 01.07.2000, Page 19

Freyr - 01.07.2000, Page 19
RÁÐUNAUTAFUNDUR 2000 Ráðgjöf útfrá fóður- og jarðvegsefnagreiningum Inngangur Undanfama áratugi hafa héraðs- ráðunautar verið með ráðgjöf til bænda út frá jarðvegs- og heyefna- greiningum. Það er mismunandi eftir svæðum hve mikil áhersla er lögð á þetta starf hjá ráðunautun- um. Hér á eftir verður því starfi sem unnið er á þessu sviði hjá Búnaðar- sambandi Suðurlands lýst nokkuð. Einnig verður fjallað um það sem betur mætti þar fara og hvaða breytingar þyrfti að gera hjá stofn- unum sem sinna efnagreiningum og þjónustu við búnaðarsamböndin. Ráögjöf út frá heyefnagreiningum Skipulag ogfjöldi sýna Undanfarin ár hefur verið unnið skipulega að heysýnatöku meðal bænda. Bændur sjá um sýnatökuna en Búnaðarsambandið samræmir starfið með ráðgjöf um hvemig sýni em tekin og hvaða upplýsingar þurfa að fylgja hverju sýni. Bónd- inn sér um að koma sýnunum á Sel- foss en síðan taka starfsmenn Bún- aðarsambandsins við og koma hey- sýnunum í efnagreiningu að Hvanneyri og/eða RALA. Að mestu hefur verið horfið frá því að taka sýni úr verkuðu heyi en lögð áhersla á að taka hirðingarsýni af viðkomandi túni. Líklegt má telja að orkugildi fullverkaðs fóðurs sé ívið minna en hirðingarsýna miðað við athuganir sem gerðar hafa verið á mun á orkugildi hirðingarsýna og fullverkaðs fóðurs. Slíkt dregur eitthvað úr áreiðanleika sýnanna, en hins vegar vegur meira, að okkar mati, að fá niðurstöður sem fyrst, þannig að möguleiki sé á að vinna úr niðurstöðum helst í ágúst og fyrri hluta september. eftir Runólf Sigur- sveinsson °g Guðmund Jóhannesson, Búnaðar- sambandi Suðurlands Þátttaka bænda er allgóð, sýni oft á bilinu 750-900. Langflest sýn- anna á Suðurlandi em frá kúabúum. Sýnin em frá 130-140 kúabúum og lætur nærri að um helmingur af framleiðslurétti svæðisins í mjólk sé á þessum búum. Sýnafjöldinn er að meðaltali milli 5 og 6 sýni á bú. Erfitt hefur reynst að auka þátttök- una vemlega síðustu ár. Kemur þar m.a. til að hækkanir á verði efna- greininga síðustu ár em mun meiri en sem nemur almennum verðlags- hækkunum. Einnig hafa niðurstöð- ur á stundum komið seint til bænda, en það hefur þó gjörbreyst frá og með síðasta ári. Þá komu fyrstu niðurstöður til bænda á Suðurlandi viku af ágúst, úr sýnum sem vom tekin fyrri hluta sumars. Niðurstöður og framsetning niðurstaðna Niðurstöður síðustu ára af Suður- landi bera það með sér að bændur em sífellt að ná betri árangri í fóð- urverkun og munur í orkugildi er minni milli ára en áður var. Hins vegar eru sveiflur töluverðar í próteingildi og steinefnum. Með tilkomu „nýs“ fóðurmats á sínum tíma breyttist framsetning niðurstaðna frá því sem áður var. Sjálfsagt er að skoða hvort breyta eigi forminu á niðurstöðublaðinu, en að okkar mati verður að fara var- lega í breytingar, þar sem bændur þekkja núverandi form. Fóðurráðgjöf út frá heysýnaniðurstöðum Undanfarin ár hefur niðurstöðum verið komið á framfæri við bændur á Suðurlandi á þann hátt að þær em sendar með bréfi og athugasemdum um einstök mæligildi eftir því sem tilefni er til út frá niðurstöðunum. Einnig hefur nokkur hópur bænda fengið fóðuráætlun út frá upplýsingum um heygjöf og nið- urstöðum sýnanna. Fóðuráætlanir hafa verið unnar í danska forritinu „Bedriftsl0sning“ sem miðar m.a. við flokkafóðmn. Ljóst er að nyt- semi þessara áætlana byggir á þeim forsendum sem tiltækar em. Þar vega þyngst þættir eins og át kúa á fóðri, það hve ömggar heysýna- niðurstöðumar em, t.d. með tilliti til orku og reiknaðra gilda á AAT og PBV. Mikilvægt er að styrkja þessar undirstöður eins og kostur er. Þá er mikilvægt að framsetning áætlunar sé einföld og skilmerkileg. Á það hefur vemlega skort í því forriti sem unnið hefur verið með. Mikilvægt er einnig að hægt sé vinna fóðuráætlanir áður en inni- fóðmn kúnna hefst að hausti til að þetta verk skili þeim árangri sem bændur vonast eftir. Þá verða hey- sýnaniðurstöður að liggja fyrir sem fyrst eftir slátt. Aburðarráðgjöf útfrá heysýnaniðurstöðum Margir þeirra, sem taka heysýni, FREYR 7/2000 - 19

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.