Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2000, Síða 27

Freyr - 01.07.2000, Síða 27
RÁÐUNAUTAFUNDUR 2000 Eftirlit með aðföngum í landbúnaði Aðföng í landbúnaði eru af margvíslegum toga, en þau mikilvægustu eru sáðvara, áburður og fóður. Með lögum nr. 22/1994 um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru og reglugerðum sem settar hafa verið við þau eru Aðfangaeftirlitinu m.a. lagðar á herðar þær skyldur að tryggja að þau séu hrein, fersk, ósvikin og fullnægi kröfum um heilbrigði og gæði og geti hvorki skaðað dýr, menn né umhverfi. Aðfangaeftirlit- ið gætir því hagsmuna dýra, um- hverfis, bænda og annarra ræktenda dýra og plantna og síðast en ekki síst neytenda landbúnaðarvara (7. mynd). Bændur og aðrir eiga því að geta treyst því að gæði þeirra að- fanga sem þeir kaupa séu í sam- ræmi við það sem seljandi vörunnar gefur upp á umbúðum eða afhendir við sölu. Aðfangaeftirlitið leitar til ýmissa aðila um aðstoð við eftirlitið og má þar nefna sérfræðinga Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins (RALA), ráðunauta Bændasamtaka íslands og búnaðarsambanda og embætti yfirdýralæknis. Einnig eru starfandi tvær ráðgefandi nefndir til aðstoðar eftirlitinu sem skipaðar eru af land- búnaðarráðherra: 1. Fóðumefnd. 2. Sáðvöru- og áburðamefnd. Með samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) 1992 tóku Islendingar nánast upp allar tilskip- anir ESB að því er varðar aðföng í landbúnaði. Örfá atriði em þó und- anskilin, s.s varðandi dýrasjúk- dóma, notkun sýklalyfja í fóður til vaxtarauka og hámarksgildi fyrir leyfilegt magn kadmíums (Cd) í áburði. Allar reglugerðir sem snerta eftir Olaf Guð- € mundsson ' SJ °g áJéJ Lilju Grétars- gt j M dóttur, Aðfanga- ■ - T eftir- litinu sáðvöm, áburð og fóður em því byggðar á tilskipunum ESB sem við emm skuldbundin að taka upp samkvæmt EES samningnum. Mik- ið verk er fyrir höndum í því að uppfæra reglugerðir okkar að regl- um ESB og má því búast við tals- verðum breytingum á reglu- gerðunum á næstu mánuðum. Framkvæmd Aðfangaeftirlitsins I aðalatriðum er fyrirkomulag eftirlitsins svipað hvort sem menn ætla að markaðssetja sáðvöru, áburð eða fóður hér á landi. Fyrsta skrefið er að láta skrá vöruna sem á að markaðssetja hjá Aðfangaeftir- litinu og er ferlið sýnt á 2. mynd. 1. mynd. Meginstarfssvið Aðfangaeftirlitsins. Eftirlitið sér um: 1. Faglegt mat á aðföngum, skráningu þeirra og útgáfu leyfa til mark- aðssetningar. 2. Gæðaeftirlit með aðföngum, sýnatöku og greiningu á sýnum. 3. Eftirlit með innra eftirliti fyrirtækja sem framleiða aðföngin. 4. Yfirumsjón með og samþykki á gæðastöðlum og útreikningi á gæðastöðlum. 5. Eftirlit og samþykki fyrir útflutningi á aðföngum öðrum en hráefn- um í fóður, s.s. fiskimjöli. 6. Nefndarstörf á vegum Evrópusambandsins (ESB) og Fríverslunar- samtaka Evrópu (EFTA) að því er varðar sáðvöru, áburð og fóður. 7. Ráðgjöf til landbúnaðarráðuneytisins varðandi aðföng og málefni þeim tengdum. FREYR 7/2000 - 27

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.