Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.2000, Síða 35

Freyr - 01.07.2000, Síða 35
leit í hvaða heimi hann býr og hvemig hann stjómar lífí sínu í heimi þar sem hraðinn eykst og óvæntar breytingar gerast sífellt. Símenntun fólks þarfnast eigin „landabréfs“ til þess að hann eða hún geti stýrt sínu eigin námi. Mikilvœgar breytingar í þjóðfé- laginu. Þjóðfélagið hefur alltaf verið að breytast, en nú er talað um að hraði breytinganna hafi aukist, þær komi á óvart og séu ófyrirséðar. Þangað til annað kemur í ljós skortir okkur hugmyndafræði sem fellir í eitt kerfí hinar fjölbreyttu breytingar sem eiga sér stað. Eftir sem áður er mikilvægt að rannsaka megin breytingamar og þær túlkanir sem gerðar hafa verið á þeim. Þar má nefna áhrif af alþjóðavæðingunni sem og tölvu- og samskipta- tækninni. Samsvarandi dæmi em breytingar á uppbyggingu atvinnu- lífsins, svæðabundin þróun o.s.frv. Framtíðarfrœði, framtíðarspum- ingar. Við getum ekki á sama hátt og áður séð framtíðina fyrir og við getum heldur ekki skipulagt hana langt fram í tímann. Framtíðar- fræðin rannsaka vissulega þær for- sendur sem hafa áhrif á framtíðina. Menn nálgast jafnframt framtíðina út frá ýmsum ólíkum módelum um hugsanlega framtíð. Með því að rannsaka þetta getum við jafnframt undirbúið okkur undir óvæntar breytingar og þar með brugðist bet- ur við nýjum aðstæðum. Öfl sem hafa áhrif á okkar eigin stöðu. Mikilvægt er að rannsaka jafnt þær breytingar sem eiga sér stað í þjóðfélaginu, sem og módel af framtíðinni, til að fá mynd af þeim öflum sem hafa áhrif á líf okkar. A starf mitt sér framtíð? Hvemig breytist það? Hvemig sé ég fyrir mér framtíð staðarins þar sem ég bý? Með þessu móti verða breytingamar ekki lengur ógnvekj- andi og óskiljanleg örlög, heldur áframhaldandi þróun, sem menn geta búið sig undir og jafnvel haft áhrif á í störfum sínum. Því betri tök sem fólk fær á breyt- ingunum, því meira spennandi er það að lifa með þeim og því betur bjargar fólk sér í þeim breytingum sem lífið ber með sér. Þannig er einnig unnt að komast hjá þeirri hættu, þegar menn leita skýringa á breytingunum, að festast í „sann- leika“ sem gefur sýndaröryggi, en á sér í raun enga stoð í raunveruleik- anum. Slíkar einfaldar skýringar geta verið hættulegar ef þær t.d. leiða til haturs á framandi þjóðum eða þjóðemislegrar kúgunar. 4. Þjóðfélagsleg markmið (Policy studies) Þessi liður greinir sig ekki vem- lega frá hinum næst á undan. Ein- ungis markmiðsstefnan er önnur. Þar sem í undanfarandi kafla var nánast markmiðið að finna landa- bréf, sem unnt væri að hafa til leið- sagnar í breytingaferlinu, er hér aft- ur á móti spuming um að hafa áhrif sem leiða til virkra breytinga. Nafngiftin „Policy studies" er hér notuð þar sem norræn tungumál eiga ekki gott orð hliðstætt, „pol- icy“. Með orðinu er átt við pólitískt starf sem á þarf að halda til að rétta við einhverja þjóðfélagslega stefnumörkun eða vandamál. Policy getur þannig eða ber að vera grundvallað á gildismati. Policy gengur í gegnum þróun til að gera að veruleika baráttumál sem lagt hefur fram á einhveiju sviði lífsins. Hugsjónaleg stefnumið. Pólítísk- ar hugmyndir, einkum og sér í lagi, eiga ekki upp á pallborðið hjá fólki um þessar mundir og stefnuskrá stjórnmálaflokkanna veldur oft vonbrigðum. E.t.v. er það eitt af teiknunum um að umbrotatímar gagni nú eftir. Það á þó ekki að lama umræðuna um hin þjóðfélags- legu markmið. Sameiginleg hug- sjón er nauðsynleg, líka vegna þess að manneskjan á að geta litið á líf sitt og starf sem mikilvægt. Þáttur í góðu lífi er sú tilfinning að mín sé þörf - á sama hátt - og að ég þarfn- ast annarra. Þess vegna er mikil- vægt að halda uppi umræðu um markmiðið með starfi þjóðfélags- ins. Slíka umræðu þarf einnig inn- an stjómmálaflokkanna. Félagslegar nýjungar. Æ oftar finnur maður einnig þörf fyrir fé- lagslegar nýjungar, fyrir ný sameig- inleg lífsform. Þetta á jafnt við um lýðræðið í heild sinni sem og í hinu smáa samfélagi, svo sem not af t.d. tölvutækninni til að hafa áhrif á þjóðfélagið. Valkostir við leit að lausnum. Hin svokallaða þjóðfélagslega fræðslustarfsemi var upphaflega að hluta til eins konar meðalgöngu- starfsemi milli hinna pólitísku hug- myndakerfa og stjómmálaflokka, annars vegar, og þegna landsins hins vegar. Núorðið eigum við ekki lengur slík hugmyndakerfi, og langar heldur ekki til að eignast þau aftur. Samt sem áður er spumingin um að hafa áhrif á þjóðfélagið jafn brýn og áður, ef ekki enn brýnni. Umræða meðal almennings sem snertir lausn vandamálsins þarfnast einhverra forsendna eða viðmiðana sem taka verður afstöðu til. Fyrrver- andi forseti Finnlands, Martti Aht- isaari, hefúr bent á leið til að koma slíkri umræðu á fót. Hann sagði í ræðu í Ábo á námskeiði sem bar heitið: „Símenntun, fijáls fræðslu- starfsemi og þjóðfélagið“, að til að styðja við lýðræðislegt uppeldi þurfi bæði rannsóknir og eitthvað sem kalla mætti „kortlagningu á gildismati stjómmálamanna". Með því átti hann við það að kafa út frá mismunandi gildismati niður í ný og ógnvænleg vandamál og leitast við að fá fram tillögur um lausn á þeim. Að áliti Martti Ahtisaari em hug- myndavinnuhópar, sem leggja fram nýjungar, hluti af alþýðumenntun nú á dögum. Fræðslusamtökin ættu að vera eðlilegur evrópskur gmnn- ur fyrir þessa starfsemi og jafn- framt vel tengd þjóðfélaginu. (Þýð.: M.E.) FREYR 7/2000 - 35

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.