Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 5

Freyr - 15.04.2001, Blaðsíða 5
okkur að því sem gerist best annars staðar, eins og til dæmis á Norður- löndunum. Mjólkurframleiðslan hefur þá sérstöðu að það er stutt frá fram- leiðslunni til neytenda og því er þörf á því að menn séu sérstaklega strangir hvað varðar hana. Þó að það sé mjög gott að grein- ing liggi fyrir á júgurbólgugerlun- um, þegar slík tilfelli koma upp, þá er það ekki það sama og ávísun á lyf. Dýralæknir þarf oft að meta hvort þörf sé á að gefa lyf og jafn- vel hvort það borgi sig að reyna að lækna gripinn. Það getur verið að þó að gripnum séu gefin lyf í stór- um stíl með miklum tilkostnaði gerði það ekki gagn. Sænskur dýra- læknir, sem hélt erindi á síðasta vorfundi Dýralæknafélags Islands, greindi frá því að athuganir þar í landi hefðu leitt í ljós að þó að lyfjagjöf hafi aukist töluvert hafi ekki orðið samsvarandi fækkun á júgurbólgutilfellum. Það gæti því á stundum borgað sig að annað hvort lóga gripnum eða, ef um er að ræða unga kú, að setja hana í geldstöðu- meðferð. Menn verða hreinlega að vera stöðugt á verði með hvort allt sé í lagi hjá þeim. En eru ekki mun fleiri bœndur hér en í nágrannalöndunum sem þurfa að sœkja dýralœknaþjónustu um langan veg? Það er a.m.k. raunin ef við berum okkur saman við Danmörku, en á ekki við gagnvart t.d. Noregi. Það breytti hins vegar miklu þegar gerður var samningur milli ríkisins, Bændasamtaka Islands og Dýra- læknafélags íslands um niður- greiðslu á akstri til þeirra bænda sem búa í meira en 30 km fjarlægð frá dýralækni. Þá fá þeir umfram- kílómetrana greidda úr sérstökum sjóði sem Bændasamtökin hafa yfirumsjón með. Þetta kom til framkvæmda á síðasta ári og mun- aði rniklu fyrir bændur sem þurfa lengst að sækja þessa þjónustu. Það má að sjálfsögðu alls ekki gerast að dýrin líði fyrir þessar fjarlægðir. Hver er staðan núna hvað varðar salmonelluna sem komu upp á Suð- urlandi á síðasta ári? Hafið þið komist fyrir þau vandamál? Já, með skipulögðum aðgerðum tókst það. Við fórum einnig í um- fangsmiklar rannsóknir í tengslum við það sem enn er verið að vinna úr. Það liggur þó fyrir að þetta er stöðug barátta vegna hringrásar gerlanna í lífríkinu. Frárennsli, bæði frá þéttbýli og bújörðum, er í sumum tilfellum ekki í lagi og okk- ur grunar að það sé í sumum tilvik- um orsakavaldur þar sem frárennsl- isvatn getur borist í drykkjarvatn dýranna og þaðan í menn. Þetta er ekki einungis vandamál á Suður- landi. Við dreifðum í fyrrasumar bæklingi til allra bænda þar sem þeir voru hvattir til að tryggja að frárennslismál væru í lagi hjá þeim og einnig að urða dýrahræ svo að vargfugl kæmist ekki í þau og breiddi út salmonellu, til að rjúfa hringrás sýkilsins. Bændur þurfa einnig að finna leiðir til að bæta vatnsöflun sína til að tryggja að dýrin fái gott drykkjarvatn. Hvert er hlutverk yfirdýralœknis- embœttisins í innflutningi á land- búnaðarvörum ? Lögin um varnir gegn dýrasjúk- dómum tiltaka nokkra vöruflokka sem bannað er að flytja til lands- ins. Meðal þeirra er hrátt kjöt. Landbúnaðarráðherra getur hins vegar veitt undanþágu frá þessu, að fenginni umsögn yfirdýralæknis, og það er hlutverk mitt að leggja faglegt mat á slíkar umsagnir, m.a. með tilliti til þeirra vottorða sem fylgja. Það sendum við svo til ráðu- neytisins sem þá ákveður hvort leyfi skuli veitt. Við þykjum ákaf- lega strangir í samanburði við önn- ur lönd hvað varðar kröfur um vott- orð, auk þess sem við leyfum ein- ungis innflutning á úrbeinuðu kjöti. I alþjóðlegum samningum um við- skipti með búvörur, sem við eigum aðild að, verður ísland hins vegar að veita markaðsaðgang í hlutfalli við innlenda framleiðslu. Þetta eru m.a. um 95-100 tonn af nautakjöti. Það fer hins vegar ekki allt til skoð- unar hjá okkur því að í kjölfar inn- göngu okkar í Alþjóðaviðskipta- stofnunina kom sú vinnuregla að unnar vörur, sem innihalda minna en 20% af kjöti, komu ekki til skoðunar. Þarna er um að ræða vör- ur á borð við kjötfyllt pasta, las- agna með kjöti, vorrúllur o.fl. Það er að fæðast sérstök reglugerð þar sem við munum krefjast þess að innflytjendur framvísi vottorðum um að þessar vörur séu a.m.k. hit- aðar það vel að tryggt sé að sjúk- dómar á borð við gin- og klaufa- veiki berist ekki með þeim. Við höfum áhyggjur af því að ekki sé notað nógu gott hráefni í þessar unnu vörur og að þarna geti hugs- anlega verið hætta á ferð fyrir neyt- pR€VR 4-5/2001 - 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.