Freyr

Volume

Freyr - 15.04.2001, Page 6

Freyr - 15.04.2001, Page 6
endur, t.d. varðandi kúariðu. Sér- fræðingar hafa verið fengnir til að meta þetta og þeir eru enn að störf- um. Nú var kúariðan stórt mál í vetur. Þurfa lslendingar að óttast að hún berist hingað til lands? Við eigum alla möguleika á því að vera lausir við kúariðu til fram- búðar. Aðstæður okkar eru einstak- ar að því leyti að innflutningur á lifandi dýrum og kjöt- og beina- mjöli er bannaður og lifandi dýr eða erfðaefni eru einungis flutt inn eftir umfjöllun okkar og þá ein- ungis í gegnum feril okkar. Þetta tvennt skiptir mestu máli í út- breiðslu kúariðunnar. Á næstunni hefst ítarleg skoðun á okkar eigin nautgripaafurðum þar sem tekin verða sýni úr heila og mænu á nautgripum til þess að ganga úr skugga um að engin kúa- riða sé fyrir hendi hér á landi. Síðar er stefnt að því að skoða allar kýr. sem verða sjálfdauðar, ef engin eðlileg skýring er á dauðdaga þeirra og einnig að taka sýni af ákveðnum fjölda kúa sem eru eldri en 30 mánaða. Þó að við séum viss um að kúariða finnst ekki hér telj- um við nauðsynlegt að hafa ákveðna skimun á þessu, ekki að- eins til að tryggja að kúariða sé ekki hér, heldur einnig til að sanna fyrir viðskiptalöndum okkar að sjúkdómurinn sé ekki hér. Vanda- málið er hins vegar að það er ekki hægt að taka sýni af lifandi gripum til að rannsaka hvort þeir séu með kúariðu, heldur getur prófunin ein- ungis farið fram á dauðum gripum. Ég vil taka skýrt fram að þekktar smitleiðir kúariðu eru fyrst og fremst með lifandi dýrum og kjöt- og beinamjöli og það er í höndum hvers lands að hafa eftirlit með framleiðslu á kjöt- og beinamjöli til að koma í veg fyrir hringrás smit- efnisins. Flutningar á fósturvísum og sæði eru ekki talinn áhættuþátt- ur í sambandi við kúariðu. Hún berst heldur ekki milli dýra og það er ekki talið að hún berist frá móð- ur til afkvæmis. Það eru hins vegar umfangsmiklar rannsóknir í gangi í Bretlandi og írlandi til að fá úr þessu skorið. Ég vil benda bændum á að ef þeir eru með einhverja grunsamlega gripi geta þeir kallað á héraðsdýra- lækni sinn sér að kostnaðarlausu. Þá gera bóndinn og dýralæknirinn þær ráðstafanir sem teljast réttar. Við viljum endilega komast í að rannsaka alla svona grunsamlega gripi, ekki aðeins út af kúariðunni, heldur almennt vegna sjúkdóms- vama hér á landi. Hvað um verksmiðjuna sem fram- leiðir kjöt- og beinamjöl he'r á landi? Fylgir engin áluetta þeirri framleiðslu? Jú, það fylgir því einhver áhætta þar sem riðuveiki hefur ekki verið útrýmt í sauðfé og við verðum að hafa gát á þessu. Eins og er fer þó einungis hráefni af riðulausum svæðum í þessa verksmiðju og hrá- efni úr sláturhúsunum, sem fer í verksmiðjuna, er einungis af dýrum sem eru talin hæf til manneldis. Kjötmjölsframleiðslan og önnur nýt- ing á afurðunum er hins vegar alltaf undir smásjá og verður það áfram. Víða erlendis eru svona verksmiðjur kallaðar eyðingarstöðvar þannig að það má vel vera að hlutverk hennar í framtíðinni verði fyrst og fremst að eyða sláturúrgangi og hræjum og síðan verði menn að taka ákvörðun um hvemig mjölið verður notað. Menn eru hins vegar almennt komn- ir á þá skoðun núna að það eigi ekki undir neinum kringumstæðum að ala búfé með fóðri úr sömu tegund og þau áföll, sem menn hafa orðið fyrir, verða til þess að menn taki fóðurmálin til endurskoðunar. Nú stendur yfir verkefiii um skvldu- merkingu búfjár? Hve mikilvœgt er það? Það hefur öllum verið ljóst í mörg ár að við höfum þurft að bæta sjúkdómaskráningu okkar og ein- staklingsmerkingu dýra. Það er nú verið að vinna í því og reglugerð um það á leiðinni. Það er mjög nauðsynlegt fyrir yfirdýralæknis- embætti, hvar sem er, að geta vitað um feril allra dýra með hjálp tölvu- tækninnar. Sjúkdómaskráningin er ekki síður mikilvæg því að það get- ur hjálpað mönnum í kynbótastarfi að sjá hvemig gripurinn hefur verið meðhöndlaður, þá sjúkdóma sem hann hefur fengið, hvaða lyf o.s.frv. Við teljum þetta því mjög nauðsynlegt verkefni, sérstaklega í nautgriparæktinni þar sem við munum byrja á þessu og færa okk- ur síðan í aðrar tegundir eftir því hvemig gengur í þessu. Nú geisar gin- og klaufaveikifar- aldur í Evrópu. Það hlýtur að skipta miklu máli að koma í veg fyrir að veikin berist liingað til lands. Það er gífurlega mikilvægt. Síð- an veikin kom upp í Bretlandi hefur allt opinbera dýralæknakerfið hér unnið að því á fullu að koma í veg fyrir að veikin berist til landsins. Sjúkdómurinn er mjög slæmur en aðalvandamálið er að hann er nokkuð augljós ef hann berst í kýr og svín en er mjög dulinn í sauðfé. Við höfum með fræðslu reynt að efla vitund manna um sjúkdóminn og m.a. dreift bæklingum til allra bænda. Við höfum beint því til manna að vera ekki að versla með gripi, reyna á næstu mánuðum að takmarka mjög heimsóknir sín á milli og takmarka aðgang að gripa- húsum sínum eins og kostur er. Við þurfum að halda áfram að bæta upplýsingagjöf og fyrirbyggjandi aðgerðir á þessu sviði. Þar er yfir- dýralæknisembættið í góðu sam- starfi við Bændasamtökin og bú- greinasamtökin í að koma upplýs- ingum á framfæri. Ég held að lærdómurinn sem menn geti dregið af þessum áföllum, sem landbúnaðurinn í Evrópu hefur orðið fyrir, sé að þrýstingurinn sem er á bændur um að framleiða ódýra vöru eigi sín takmörk. Við erum í raun að sjá afleiðingar af því að menn hafi farið yfir þessi mörk. Hl. 6 - FR6VR 4-5/2001

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.