Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.04.2001, Qupperneq 24

Freyr - 15.04.2001, Qupperneq 24
fengu notkunardóm og annað þeirra er nú í notkun sem nautsfaðir en það er Frískur 94026. Á sama tíma og í nálægum löndum hefur þróunin orðið á þann veg að 50- 80% nauta, sem tekin eru ný í notk- un, er fyrsti eða annar kálfur móður sinnar hefur ekkert miðað í þessum efnum hér á landi. I þessum efnum má gera umtalsvert átak til þess að bæta nautsmæðravalið og við höf- um fulla þörf fyrir að nýta þennan möguleika. Kýrin breytist að sjálf- sögðu ekkert að eðlisfari við að eldast. Þannig erum við aðeins að missa af möguleikum við að ná ekki strax í gripinn til nota í kyn- bótastarfinu. Það eina sem gerist er að í samanburði við meðaltal stofnsins rýrna yfirburðir kýrinnar um 1% við hvert árið sem hún eldist. Eins og fram kemur í greininni um kynbótamat nautanna þá hefur grunni í matinu nú verið breytt. Eft- ir sem áður er haldið óbreyttum mörkum um nautsmæður, þ.e. að þær skuli að lágmarki hafa 110 í einkunn í kynbótamati um afurðir. Tilfærsla á viðmiðun leiðir hins vegar til að kúm, sem uppfylla þessi mörk, snarfækkar. Hópurinn er samt miklu stærri en nokkur þörf er fyrir því að samtals 1390 kýr í landinu ná þessum mörkum. Þess vegna liggur í augum uppi að at- hyglin fer ekki verulega að beinast að þessum kúm fyrr en mat þeirra er orðið 115 eða hærra. Kýr á eink- unnabilinu 110-114, sem eru ein- stakir afburðagripir um aðra eigin- leika en afurðir, eru hins vegar ætíð áhugaverðar sem verðugar nauts- mæður. Tafla 3 gefur yfirlit um þær kýr sem eru með 122 eða meira í kyn- bótamatinu. Eins og vænta má þá eru mjög margar af kúnum þær sömu og gaf að líta í tilsvarandi töflu á síðasta ári. Viðbætur eru helst ungar kýr undan Búa 89017 og Óla 88002 og nokkrum af hin- um ungu nautum sem hafa verið að koma í dóm. I allra efstu sætum eru kýr sem þar var að finna á síðasta ári, en síðan koma tvær ungar borg- firskar kýr sem þarna skjótast upp á stjömuhimininn. Móna 157 í Leiru- lækjarseli er dóttir Daða 87003, en hún er af sterkum stofni í móður- ætt. Þessi kýr hafði mjög langt fyrsta mjólkurskeið og mjólkaði þá yfir tíuþúsund kg af mjólk. Ósk 79 í Nýjabæ er stórættuð ung kýr und- an Búa 89017 og Rauðhuppu 34, sem var dóttir Perlu 1 og síðan stendur að baki fjöldi landsþekktra nautsmæðra frá Nýjabæ. Þarna virðist fara enn ein feikilega efnileg kýr af þessum þekkta ættmeiði. Eins og ætíð þá eru í nauts- mæðraskrá nokkrir feikilega stórir systrahópar. Rétt er að fara nokkr- um orðum um nokkra þeirra. Stærsta dætrahópinn þama á nú Óli 88002 eða samtals 160 dætur. Meirihluti af þessum kúm em ung- ar kýr á öðru og þriðja mjólkur- skeiði. Þó að þessar kýr veki yfir- leitt ekki sérstaka athygli fyrir eigin glæsileika eru þær ákaflega jafn- góðar og mjög gallalitlir gripir, þannig að úr þessum hópi ætti að mega fá mikinn hóp af stórgóðum nautsmæðrum á næstu árum. Búi 89017 er þama nýr í hópi toppfeðranna, en nú eru dætur hans eftir aðalnotkunina að koma af full- um þunga inn í framleiðslu og þama eru í stómm hópum feikilega öflugar afurðakýr. Þessar kýr verða því tvímælalaust mjög áberandi í nautsmæðrahópi næstu árin. Margt af þessum kúm hafa oft aðeins mis- jafna bolbyggingu, sérstaklega er oft að sjá fremur grófa og þaklaga malabyggingu. Júgurgerð er hins vegar yfirleitt fremur sterkleg. Þetta virðast yfirleitt vinsælar kýr og góðar í mjöltum. Andvari 87014 á á listanum 136 kýr. Þær eru orðnar eldri að jafnaði en dætur þeirra Óla og Búa. Margar þeirra eru þegar orðnar nautsmæð- ur eða eiga í uppeldi syni á Uppeld- isstöðinni. Þetta eru urn margt feikilega öflugar kýr. Gallar þeirra eru hins vegar að margar hafa pró- teinhlutfall í lægra kantinum. Einn- ig hefur komið í ljós að surnar af þessum kúm virðast eiga við frjó- semisvandamál að etja eftir annan og þriðja kálf og því verður að gera kröfur til að þær af þessum kúm, sem notaðar verða sem nautsmæð- ur, hafi ekki sýnt slíka galla. Mjög langt stökk er síðan í næsta hóp en það eru dætur Daða 87003, en þær eru þama 64. Margar dætur hans eru þegar nautsmæður enda í hópi allra bestu kúa landsins í dag. Margar af þessum kostagripum verða nýttar þannig áfram á næstu árum. Dætur Holta 88017 eru litlu færri eða 59. í þennan hóp kúa er veru- leg ástæða til að leita mikið. Sumar af þessum kúm eru með glæsileg- ustu kúm, bæði að bolbyggingu og í júgur- og spenagerð. Auk þess hafa þessar kýr mjaltir eins og þær verða bestar, en hins vegar virðast þessar kýr ekki júgurhraustar (frumutala). Hálfbróðir Holta, Svelgur 88001, á einni dóttur færra á skránni eða 58. í þann hóp ntá vafalítið leita með góðum árangri og finna fjölda mikilla kostagripa. Þráður 86013 á þama 54 dætur og það eru kýr sem eru verulega áhugaverða vegna hinna alhliða kosta hjá þessum kúm. Ekki ætti frábær niðurstaða úr afkvæmarann- sókn hjá ýmsum hálfbræðmm þess- ara kúa núna að draga úr áhuga á þeim. Hér hefur verið vikið að þeim nautum sem eiga fleiri en 50 dætur á nautsmæðraskránni. Það sem núna vekur mikla athygli er hins vegar að nú eru að koma fram all- mörg feikilega góð ung naut. All- nokkur af þessum bestu nautum eiga á bilinu 20-40 dætur á skránni. Þessum kúm er ástæða til að veita umtalsverða athygli. Þær eiga að vísu ekki eins valinn hóp mæðra og dætur eldri nautanna sem hafa ver- ið í notkun sem nautsfeður og þannig orðið til hópur úrvalsdætra þeirra. Meðal þessara ungu kúa eru feikilega efnilegir kynbótagripir sem nauðsynlegt er að geta nýtt fljótt í ræktuninni. 24 - FReVR 4-5/2001

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.