Freyr

Årgang

Freyr - 15.04.2001, Side 30

Freyr - 15.04.2001, Side 30
100 80 60 40 20 0 Úrvalsnýting 1994 I7v~~l = -■- 'O E «o 1_ c i_ 03 Q. 03 C c c o 2 O) C 0 Q) '2 CL cn 'O 'CT' LL 0 '13 “3 0 Q_ OD ii co C Lu Úrvalsnýting meðal nauta úr árgangi fæddum 1994. slöku gengi dætra Pinkils 94013 við gæðaröðun. Ástæða er til að fara varlega í miklum ályktunun um naut, sem mögulega eru að gefa kýr með gott júgurheilbrigði, á grundvelli þess- ara niðurstaðna. Þegar júgurbólgu- hlutfall úr mjaltathugun og frumu- töluniðurstöður og förgunamiður- stöður eru skoðaðar í samhengi þá eru samt aðallega tvö naut sem þar sýna mjög jákvæða mynd í þessum efnum en það eru Búri 94019 og Sveipur 94016. Á það þarf samt að benda að sérstaklega dætur Búra eru að jafnaði talsvert yngri en meðaltalið í þessum dætrahópum og hefur því minna reynt á þennan þátt en hjá dætrum þeirra nauta sem eiga eldri dætur. Förgun og frjósemi hjá kúnum Ending kúnna er óumdeilanlega mikilvægur þáttur í samhengi við hagkvæmni mjólkurframleiðslunn- ar. Endanlegt mat á þessum eigin- leika fæst hins vegar ekki fyrr en gripirnir nýtast ekki lengur í rækt- unarstarfinu. Hins vegar hefur á allra síðustu árum verið unnin mik- ið við þróun aðferða til að leggja mat á erfðaþátt þessa eiginleika, sem óumdeilanlega er fyrir hendi. Vísa ég hér til greinar eftir Baldur H. Benjamínsson á öðrum stað í blaðinu. Til að fylgjast með þessum þætti eru förgunarupplýsingar kúnna úr einstökum dætrahópum skoðaðar. Hér koma að vísu til sömu vanda- mál við lestur á niðurstöðum vegna misgamalla kúa eins og rætt er að framan í sambandi við júgur- hreysti. Góðu heilli verða ekki greindir að þessu sinni neinir dætrahópar með jafn neikvæðar niðurstöður og sjá mátti um þetta við afkvæmarannsóknina á síðasta ári. Mikill munur verður samt greindur á milli einstakra dætra- hópa. Það kemur að vísu tæpast að óvart að sjá hlutfallslega mikla förgun í hópi dætra þeirra nauta sem eru að skila fremur slökum af- urðagripum, eins og Fengur 94015 og Spakur 94021. Einnig er talsvert mikil förgun á dætrum Tvinna 94011 mjög fljótt eftir að þær koma í framleiðslu, sem kann að vera vís- bending urn einhverja slæma galla hjá þessum kúm. Þá er umtalsverð förgun sem hefur átt sér stað hjá dætrum Sokka 94003. Þá verður að vísu að hafa hugfast að þessar kýr eru jafneldri en undan öðrum naut- um, en ekki er ólíklegt að þar gæti einnig eitthvað fremur ótraustrar júgurgerðar hjá mörgum af þessum kúm, þó að um leið sé minnt á að dætur þessa nauts fá mjög góðan dóm við gæðaröðun, sem hlýtur að vera vísbending um að hluti af þessum kúm séu umtalsverðir gæðagripir, þó að gallagripir séu of margir í bland. í mörgun dætrahópanna er góðu heilli í árslok 2000 komið fram að lítið er um förgun á meðal dætr- anna. Af nautum, sem þannig sýna jákvæða mynd skal bent á Glað 94018, Punkt 94032, Frísk 94026 og Breiða 94037. Öllum þessum nautum er það hins vegar um leið sammerkt að eiga enn fremur ungar dætur þannig að þær hafa ekki enn mætt sömu förgunaráhættu og dæt- ur þeirra nauta þar sem kýmar eru að jafnaði eldri. Frjósemi kúnna er mikilvægur undirstöðuþáttur í hagkvæmri mjólkurframleiðslu. Hægt er að nota fjölmarga mælikvarða til þess að reyna að leggja mat á frjósemi mjólkurkúa. Þeim er það sameigin- legt að vera flestir innbyrðis háðir. Þeir sem algengast er að nota em haldhlutfall, sem yfirleitt er miðað við 60 daga frá fyrstu sæðingu, fjöldi sæðinga á hverja kú eða dagafjölda á milli burða. Allir þess- ir mælikvarðar eru skoðaðir hjá einstökum dætrahópum. Það kemur hins vegar í ljós að ósamræmi á milli þessara meðaltalstalna er um- talsvert og því ástæða til að gæta mikillar varkárni við túlkun á nið- urstöðum. Slík niðurstaða er um leið skýr staðfesting þess að erfða- þáttur að baki þessum eignleikum er hlutfallslega lítill, þ.e. arfgengi þessara eiginleika er mjög lágt. Það er í samræmi við allar rannsóknir víða um heint á þessum eiginleik- um. Vísbendingar um lítil frjósem- isvandamál út frá meðaltalstölun- um má sjá t.d. hjá dætrum Dróma 94024, Steins 94027 og Völsungs 94006, en dætrahópamir sem hafa einna óhagstæðustu niðurstöðumar eru undan Sokka 94003 og Sveipi 94016. Á það skal minnt að við kynbótamat fyrir frjósemi eru ein- gögnu notaðar upplýsingar um bil á milli burða hjá kúnum. Afkvæmadómurinn. Kynbótamat nautanna í töflu 2 er sýnt kynbótamat naut- anna fyrir einstaka eiginleika og heildareinkunn þeirra. Um skýring- ar á einkunnum vísast til greinar 30 - pR€VR 4-5/2001

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.