Freyr

Volume

Freyr - 15.04.2001, Page 31

Freyr - 15.04.2001, Page 31
um kynbótamat nauta á öðrum stað í blaðinu. Við afkvæmadóm nautanna eru viðhafðar sömu aðferðir og áður. Þau eru flokkuð í þrjá dómsflokka. Þau bestu fá A dóm sem jafngildir því að þau naut skuli nota sem nautsfeður að nýjum árgangi nauta. Þau naut önnur, sem talin eru sýna það jákvæða niðurstöðu að mæla megi með frekari notkun þeirra, fá notkunardóm eða B dóm. Að síð- ustu eru þau naut sem talinu eru hafa reynst það slaklega að engin rök mæli með frekari notkun þeirra, þau fá C dóm og öllum sæð- isbirgðum úr þeim er strax hent. Eins og tafla 2 sýnir er kynbóta- mat nautanna í þessum árgangi miklu betra en dæmi eru um áður. Þær niðurstöður endurspeglast í flokkun nautanna. Fjögur naut úr hópnum eru valin til notkunar sem nautsfeður, 13 þeirra fá B dóm en fimm af þeim fengu C dóm. Ástæða er til að vekja athygli á því að nú koma í fyrsta skipti fram við afkvæmarannsóknir hér á landi naut sem nánast ná að sameina já- kvæðan dóm um nær alla þá fjöl- mörgu eiginleika sem verið er að dæma. Líkumar á að fínna slíka kynbótagripi eiga ekki að vera miklar og að fá þá nokkra úr einum og sama hópnum verður að teljast einstakt. Nautin sem valin eru sem nauts- feður eru Völsungur 94006, Kaðall 94017, Frískur 94026 og Punktur 94032. Þrír þeirra eru synir Þráðar 86013, þeir Völsungur, Kaðall og Punktur. Öllum þessum fjórum nautum er það sammerkt að þau sameina um nánast allt jákvæðan dóm um nær alla eiginleika og í mörgum þáttum feikilega jákvæðan dóm. Því er full ástæða til að ætla að öll þessi naut eigi eftir að skilja eftir sig greinileg spor í ræktun ís- lensku kúnna. Af þessum úrvals- gripum er það Kaðall 94017 sem fær hæstan dóm og betri dóm en nokkurt annað naut hér á landi hef- ur áður fengið. Nautin sem fá B dóm og verða í almennri notkun eru: Sokki 94003, Klaki 94005, Hamar 94009, Pinkill 94013, Vestri 94014, Sveipur 94016, Búri 94019, Drómi 94025, Galsi 94034 og Breiði 94037. Þar sem þessi naut sum sameina ef til vill nokkuð sterka og veika þætti skal gerð grein fyrir þeim í örfáum orðum. Sokki 94003 er að skila einhverj- um mjólkurlögnustu kúm sem dæmi eru um hér á landi. Þessar kýr hafa hins vegar of oft of síð júgur. Klaki 94005 og Vestri 94014 eiga það sammerkt að gefa kýr með mjög hátt próteinhlutfall í mjólk, en vart nema tæplega að meðallagi um mjólkurlagni. Þeim er einnig báðum sammerkt að gefa sterk- byggðar og fallegar kýr. Hamar 94009 gefur mjög jafnar og fallegar kýr í meðallagi mjólk- urlagnar. Pinkill 94013 gefur stórar af- kastamiklar mjólkurkýr með gott próteinhlutfall í mjólk. Mjaltir tals- vert breytilegar og ef til vill ekki nægjanleg júgurhreysti. Sveipur 94016 gefur kýr í tæpu meðaltali um mjólkuiTnagn en með mjög efnaríka mjólk. Góð júgur- og spenagerð og vísbendingar um júgurhreysti. Búri 94019 gefur góðar mjólkur- kýr, í tæpu meðallagi um prótein- hlutfall í mjólk. Gott skap og sterk- ar vísbendingar um júgurhreysti. Drómi 94025 gefur mjög mjólk- urlagnar og þægilegar kýr en eru fremur veigalitlar að skrokkbygg- ingu. Galsi 94034 virðist gefa mjög jafnar og kostamiklar mjólkurkýr. Rétt er hins vegar að það komi fram hér að hann, eins og sum hinna nautanna, eru hér dæmd á grunni upplýsinga um fremur fáar dætur. Þegar kynbótamat er unnið er eins og margir þekkja ætíð gerð önnur úrvinnsla þar sem afurðir kúa, sem komnar eru áleiðis í fram- leiðslu, eru framreiknaðar og þann- ig spáð um afurðir þeiiTa. Reynslan hefur kennt okkur að þessar spár ganga yfirleitt vel eftir. Þessi spá gefur tilefni til að ætla að sá dómur, sem komin er um nautin, muni ekki breytast verulega þegar upplýsing- ar um fleiri dætur koma nema hjá Galsa eru vísbendingar um að þær tölur sem fyrir liggja um afurðir geti verið nokkurt ofmat. Eftir sem áður er ekkert sem bendir til annars en að þetta naut muni verða með mjög góðan dóm áfram en ekki það öflugan að rétt sé að nota það sem nautsföður eins og tölumar í töflu 2 gefa ástæðu til að álykta um. Breiði 94037 gefur mjög mjólk- urlagnar dætur með próteinhlutfall eilítið undir meðaltali. Rétt er að vekja athygli á því að mjög slakt kynbótamat hans um frjósemi mót- ast verulega af föður hans, Andvara 87014, vegna þess hve takmarkað- ar upplýsingar eru enn um dætur hans sjálfs. Þær tölur, sem fyrir liggja um dætur hans, gefa ekki til- efni til að ætla að neinn umtals- verðan veikleika sé að finna hjá þessum kúm um þennan eiginleika. Nautin sem fengu notkunardóm en verða þó ekki í almennri notkun á árinu 2001 eru: Skyggnir 94010, Tvinni 94011 og Prúður 94030. Óski einhverjir bændur eftri að nota þessi naut er það mögulegt með sérpöntun á sæði. Nautin sem dæmd voru óhæf til frekari notkunar og hverfa þar með líklega úr ræktunarsögunni eru; Óðinn 94012, Fengur 94015, Glað- ur 94018, Spakur 94021 og Steinn 94027. Nýting úrvalsmöguleika Á undaförnum árum hefur verið gerð tilraun til að leggja mat á hvemig til hafi tekist um val á naut- um til áframhaldandi notkunar með því að reikna svonefna úrvalsnýt- ingu einstakra eiginleika. Fyrir þá sem þekkja ekki þetta skal það útskýrt í örstuttu máli. Fyrir hvem eiginleika er fundið hve meðaltal nautanna, sem valin eru til frekari nota, er umfram (eða undir) meðaltal allra nauta í árgangi. Þá er fundið hverjir yfirburðimir hefðu geta verið ef sami fjöldi nauta hefði pRGVR 4-5/2001 - 31

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.