Freyr - 15.04.2001, Síða 36
unnir brey tast þar af leiðandi minna
hjá honum en öðrum nautum. Nú
eru komnir fram á sjónarsviðið
nokkrir synir Þráðar í hópi 1994
nautanna sem líta út fyrir að standi
honum enn framar að kostum.
Andvari 87014 skipar sér síðan í
þriðja sætið með 114 í heildareink-
unn. Dætur hans eru með allra
mestu mjólkurkúm, einkunn hans
þar 126, en mjólkin fremur efna-
snauð. Alvarlegasti veikleiki hjá
þessum kúm er samt ófrjósemi hjá
þeim en fyrir frjósemi er kynbóta-
mat hjá honum aðeins 63 og hefur
lækkað nokkuð, en greinilegt er að
hjá fullorðnum dætrum hans ber
talsvert á ófrjósemi. Fjölmargar
dætra hans eru samt stólpagripir
sem móta sín spor í ræktuninni og á
næsta ári koma margir sona hans til
dóms og þær niðurstöður koma til
að ráða mestu um áhrif hans til í
ræktuninni í framtíðinni.
Óli 88002 er með 113 í heildar-
einkunn. Hjá honum hafa bæst við
feikilega miklar nýjar upplýsingar
um dætur vegna þess hve stóran
hóp ungra kúa hann á nú eftir síð-
ara notkunartímabil hans. Aðeins
hefur slakað á mati hans um mjólk-
urmagn, en þessar kýr standa vel
með próteinhlutfall í mjólk og hann
hefur mjög hátt mat um afurða-
semi. Fyrir frjósemi og frumutölu
er mat hans um meðaltal, mjaltir
góðar hjá dætrum hans en mat fyrir
skap þeirra hefur hins vegar fallið
nokkuð.
Þá koma þeir Daði 87003, Holti
88017, Sporður 88022, Almar
90019 og Smellur 92028 allir með
111 í heildareinkunn og Tjakkur
92022 stendur þar með 110. Allt
eru þetta því þrælöflugir kynbóta-
gripir og áhrif þeirra mikil í kúa-
stofni landsmanna í dag.
Elsta reynda nautið, sem boðið
verður fram í almennri notkun frá
Nautastöðinni árið 2001, er Forseti
90016. Þetta naut er að skila sterk-
byggðum kúm með góða júgur-
gerð og reynsla af dætrum hans,
sem nú eru að koma margar í fram-
leiðslu, mun skera úr um áfram-
haldandi notkun hans.
Úr árgangnum frá 1991 eru tvö
naut enn í notkun. Negri 91002
stendur með óbreyttan góðan dóm
um dætur og 107 í heildareinkunn.
Bætir 91034 eru með 104 í einkunn
en hin feikiháa einkunn hans um
frumutölu, 127, gerir hann áhuga-
verðan til frekari nota.
Sæði úr vinsælustu kynbótanaut-
unum frá 1992 er þegar uppurið en
úr þeim hópi eru Skuggi 92025 og
Tengill 92026 enn í notkun, báðir
með mjög góðan dóm, 109 og 106,
í heildareinkunn.
Nautin frá 1993
Dómur nautanna frá 1993 hefur
aukist umtalsvert að öryggi með
þeim hlutfallslega miklu upplýs-
ingum sem bæst hafa við á síðasta
ári um dætur þessar nauta, bæði
vegna aukins fjölda og viðbótar
árs hjá þeim sem áður voru
komnar með í dóm. Sú
heildarmynd sem fékkst um
þennan hóp við afkvæmadóminn á
síðasta ári, að hann væri slakur,
hefur því miður ekkert breyst.
Aðeins tvö naut úr þessum hópi
verða boðin áfram til almennra
nota á árinu 2001. Klerkur 93021
er með 104 í heildareinkunn.
Dætur hans eru um það að vera
meðalkýr til afurða. Þær hafa hins
vegar mjög góða júgurgerð og
einnig er kynbótamat hans fyrir
frumutölu í mjólk mjög gott eða
120, sem gefur vísbendingar um
góða júgurhreysti þeirra. Blakkur
93026 er í heildareinkunn í hópi
betri nauta með 108. Hjá dætrurn
hans fara hins vegar of mikið sam-
an miklir kostir og talsverðir
gallar. Þetta eru prýðilega afurða-
samar kýr, jákvæðar um frumutölu
og með góðar mjaltir. Neikvæðu
hliðamar eru hins vegar í frjósemi
og skapi kúnna, auk þess sem júg-
urgerð er ákaflega breytileg hjá
þessum kúm. Blakki verður samt
að telja til tekna að förgun er hlut-
fallslega minni hjá dætrum hans
en dætrum annarra nauta fæddra
1993 á árinu 2000.
Hin nautin, sem voru í almennri
notkun á síðasta ári, þykir ekki
ástæða til að bjóða áfram til slíkra
nota, en óski einhverjir bændur
eftir að nota þau er hægt að sér-
panta sæði úr þeim. Foss 93006
gefur fallegar kýr með afbragðs-
góðar mjaltir, nokkuð drjúgar af-
urðakýr, en próteinhlutfall í mjólk
hjá þeim er alltof lágt. Akkur
93012 skilar miklum mjólkur-
kúm, en þar þyrfti sérstaklega
spenagerð að vera betri. Dætur
Snarfara 93018 eru fallnar í dórni
um afurðasemi og aðeins undir
meðallag þó að þetta séu kosta-
gripir um ýmsa aðra eiginleika.
Svartur 93027 er að skila mjög
drjúgum kúm um afurðir, en
gallar í öðrum eiginleikum eru
það miklir að hann er tæpast
áhugaverður kostur til mikillar
meiri notkunar.
Motí
Landbúnaður
mikilvægur
í Danmörku
Þó að danskir bændur séu ekki
margir þá skapa þeir mikil verð-
mæti. Dönsk búvöruframleiðsla
og útflutningur búvara stendur
fyrir 20% af vöruútflutningi Dan-
merkur, en meðaltal landa ESB er
8,5% og OECD landa 7,6%. Þáer
matvælaiðnaður í Danmörku
28,2% af öllum iðnaði í landinu,
en í ESB í heild 12% og í OECD
10,8%. Nettó útflutningsverð-
mæti framleiðslu hvers bónda í
Danmörku er um 2,8 millj. króna
en í löndum ESB er þessi upphæð
að meðaltali mínus kr. 61 þúsund
og í OECD mínus kr. 20 þúsund.
(Bondebladet nr. 12/2001
eftir Landbrugsmagasinet).
36 - FR€VR 4-5/2001