Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.04.2001, Qupperneq 40

Freyr - 15.04.2001, Qupperneq 40
Rannsókná kálfadauða í íslenska kúastofninum Inngangur Vanhöld kálfa eru talsverð hér á landi, athuganir sem gerðar hafa verið á undanfömum áram benda til þess að þau geti verið milli 9 og 10 af hundraði. Með vanhöldum er hér átt við þann hluta kálfanna sem skráður er með afdrif 4 (fæddist dauður), 5 (kýrin lét eftir < 250 daga meðgöngu) eða 8 (drapst inn- an 3ja vikna frá burði) í skýrslu- haldsgögnum Bændasamtaka Is- lands. Vanhöld hér á landi í rannsókn sem gerð var hér á landi á árunum 1997-1998, þar sem bornir voru saman burðir hjá kúm, sem gengu með alíslenska kálfa, og burðir hjá kúm, sem gengu með blendingskálfa, undan Aberdeen Angus og Limousine nautum. Skráð var hvemig burður kúnna gekk og eru niðurstöðumar í 1. töflu. Það kemur fram að burðarerfið- leikar eru hlutfallslega miklu al- gengari hjá kúm sem bera blend- ingskálfum, sérstaklega Limousine kálfum, þar sem í 19,5% tilfella þurfti að draga kálfinn frá kúnni, samanborið við 7,8% hjá þeim ís- lensku og 12,2% Angus blending- anna. Einnig var leitað eftir upplýsing- um um afdrif kálfanna, fjöldi kálfa er sýndur í 2. töflu. Þessar niðurstöður sýna að kálfa- dauði er lang hæstur hjá kúnum, sem bera alíslenskum kálfum, 10,2%, þar sem burðarerfiðleikar eru minnstir. Lægstur er hann með- al Limousine blendinganna, 2,6%, þar sem burðarerfiðleikar eru mest- ir. Meðal Angus blendinganna er kálfadauðinn 9,4%. Á Tilraunastöðinni á Keldum hafa verið krufnir nokkrir kálfar ár- Baldur H. Benjamínsson, búfræði- kandidat lega, sem komið hafa dauðir í heiminn eða drepist innan skamms tíma frá fæðingu. Dánarorsakir, sem þar hafa komið, fram em: Doði í móður, súrefnisleysi, köfnun í burði, of stór kálfur, lemstrun í fæðingu, sótthiti í móður vegna ígerðar, bakteríusýking (Action- myces, Listeria), sveppasýking (Aspergillosis, Mucor sp., Absidia eða Rhizopus sp.) og auk þess hef- ur í einhverjum tilfellum verið gmnur um að um selenskort hafi verið að ræða, sá grunur er þó óstaðfestur. Þá hafa kunnir fóstur- látsvaldar, eins og Parainfluenza 3, Mycoplasma og Salmonella sp, fundist hérlendis, auk þess hefur fundist veik mótefnasvörun fyrir einfrumungnum Neospora á tveim- ur bæjum. Umfang og áhrif þess- ara þátta hafa ekki verið rannsökuð sérstaklega. Þá em áhrif eitrana vel þekkt, s.s. af völdum mycotoxina, sem geta myndast í illa verkuðu votheyi og rúlluheyi. Hversu mikil áhrif þau hafa á kálfadauða hér- lendis, hefur ekki verið rannsakað sérstaklega, líklegt verður þó að telja að þau séu einhver. Þeir sjúkdómar sem em þekktir erlendis af því að valda fósturláti og kálfadauða, en hafa ekki fundist hér á landi eru m.a.: BVD (smit- andi slímhúðarpest), IBR (smit- andi nasa- og barkabólga), Camphylobacter foetus, Lepto- spirosis, Bmcellosis, Trichomonia- sis, Chlamidiosis, Epizootic Bov- ine Abortion og Haemophilus somnus. Hið háa hlutfall kálfadauða, sem vísbendingar em um að sé í íslenska kúastofninum, hlýtur að teljast óviðunandi og liggja til þess ýmsar ástæður. í fýrsta lagi er um beint 1. tafla. Burður hjá íslenskum kálfum og blendingskálfum. Hópur/Lykill* 1 2 3 4 íslenskir 129 24 13 0 Aberdeen Angus blendingar 45 20 9 0 Limousine blendingar 40 22 15 0 * 1 = án aðstoðar, 2 = smávegis hjálp, 3 = kálfurinn dreginn frá kúnni, 4 = keisaraskurður. 2. tafla. Afdrif kálfa. Hópur/Afdrif* 2 3 4 5 Islenskir 13 4 0 149 Aberdeen Angus blendingar 4 3 0 67 Limousine blendingar 1 0 1 76 *2 = kálfurinn fæddist dauður, 3 = kálfurinn drapst við burð, 4 = kálfurinn drapst innan 14 daga frá burði, 5 = kálfurinn lifði. 40 - pR€VR 4-5/2001

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.