Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.2001, Síða 44

Freyr - 15.04.2001, Síða 44
Feðraáhrif Vanhöld 6. mynd. Áhrif feðra kálfanna á vanhöld. Samhengi milli vanhalda hjá afkomendum nauta, sem móðurfeður kálfa undan 1. kálfs kvígum og feður kálfa y = 0,3005x+ 14,107 7. mynd. Samhengi vanhalda hjá nautum sem feður kálfa og sem móðurfeður þeirra. í þessu tilfelli er gert ráð fyrir að nautin eigi a.m.k. 50 afkvæmi, þannig að sárafá heimanaut eru með hér. Fjöldi feðra er alls 263. Þá er 99999, en það er lykillinn yfir óskráð heimanaut, skoðaður sérstaklega. A hann eru skráð 25.751 afkvæmi, af þeim eru 3614 vanhalda kálfar, eða 14%, sem er nærri tvöfalt hærra hlutfall en gerist meðal afkvæma kynbótanautanna, þar sem meðaltalið er 7,8%. Þess ber þó að geta að 72,1% af skráðum afkvæmum óskráðra heimanauta eru undan 1. kálfs kvígum, þannig að það má telja fullvíst að þar sé um samspilsáhrif að ræða. Til þess að ganga úr skugga um hvort svo sé, eru afkvæmi 1. kálfs kvígnanna skoðuð sér, þau eru 49.181 talsins. Niðurstaðan úr þeirri athugun er að vanhöld eru 16,5% þar sem 99999 er skráður sem faðir kálfsins, fjöldi afkvæma heimanauta er 18.111. Vanhöld kálfa sem hafa engan skráðan föður (faðir í gagnasafni er 0) eru enn hærri eða 18,9%, hér er fjöldinn 12.425. Gert er ráð fyrir að hér sé einnig um heimanaut að ræða. Vanhöld meðal afkvæma 114 kynbótanauta sem eiga fleiri en 50 afkvæmi undan 1. kálfs kvígum eru 12,3%, fjöldi afkvæma er 8.518. Það má einnig nefna að holda- nautin koma ágætlega út í þessum samanburði, þar sem vanhöld und- an þeirn eru rétt rúmlega 7%, hjá Limousine blendingum eru þau um 8%. Á 7. mynd má sjá samhengi þess er nautin eru annars vegar feður kálfa og hins vegar er þau eru móðurfeður kálfa undan 1. kálfs kvígum. Alls er hér um að ræða 184 naut. Eins og sjá má er samhengið ekki mark- tækt, sem bendir til þess að hér sé um tvo eiginleika að ræða, ann- ars vegar sem lífsþróttur kálfsins og hins vegar sem burðareiginleiki móðurinnar. Þegar litið er á áhrif feðra kálfanna, sést að þar er verulegur breyti- leiki í vanhöldum á ferðinni. Því sýnist fullt tilefni til að fara í út- reikninga á erfðastuðlum hvað þennan eiginleika varðar og kanna kyn- bótagildi nauta m.t.t. þessa. Það hve veikt samband virðist vera á milli vanhalda hjá afkomendum nauta, þar sem þeir eru annars veg- ar feður kálfanna og hins vegar móðurfeður þeirra, er í fullu samræmi við það sem erlendar rann- sóknir hafa sýnt, að þetta sé sitt hvor eiginleikinn. Þá er það umhugsunarefni að vanhöld kálfa undan 1. kálfs kvíg- um, þar sem faðir kálfsins er heimanaut, eru mun hærri en þar sem um kynbótanaut er að ræða. Þá vekur það undrun að yfir 60% af afkvæmum 1. kálfs kvígna eru und- an óskráðum heimanautum, er sennilega leitun að jafn háu hlut- falli í hinum vestræna heimi. Á 8. mynd má sjá áhrif skyld- leikastuðuls á vanhöld, hér er sýnt samhengi skyldleikastuðuls 1. kálfs kvígna og vanhalda á kálfum undan þeim. Þróun skyldleikaræktarstuð- uls er sú að hann hækkar um rúmt hálft prósent hjá 1. kálfs kvígunum, fer úr 2,5 í tæp 3% og tæpt 1% hjá kálfum þeirra, fer úr rúmum 3% í tæp 4%, á tímabilinu 1993-2000. 44 - FR€YR 4-5/2001

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.