Freyr - 15.04.2001, Page 45
1,25
E 3 TJ
:0 I , I O £ C (O > 1 1
k_ 3 3 1,05
Samhengi skyldleikastuðuls og kálfadauða
6 8 10
Skyldleikastuðull, %
12
14
16
8. mynd. Áhrif skyldleikastuðuls 1. kálfs kvígna á vanhöld.
Samhengi skyldleikastuóuls og kálfadauöa
9. mynd. Áhrif skyldleikastuðuls á vanhöld.
Þó ber að geta þess hér
að verulega stór hluti
kálfanna er ófeðraður,
þannig að ekki er hægt
að reikna skyldleika-
stuðul nema fyrir hluta
kálfa undan 1. kálfs
kvígum.
Af myndinni má ráða
að líkur á því að 1. kálfs
kvíga eignist dautt af-
kvæmi aukast eftir því
sem skyldleikastuðull
hennar er hærri, t.d. má
segja ef líkur á vanhöld-
um við skyldleikastuðul
= 0 eru 1, þá eru líkur á
vanhöldum 1,11 ef
skyldleikastuðull hennar
er 7%, líkumar á van-
höldum aukast um 11 af
hundraði.
Á 9. mynd má sjá
hliðstæðar niðurstöður
fyrir kálfana.
Eins og áður er getið
eru skyldleikaáhrifin
mun sterkari hér en hjá
kvígunum. Ef skyld-
leikastuðull kálfs er 6%,
eru 14% meiri líkur á
vanhöldum en ef skyld-
leikastuðullinn er 0.
Hliðstæð tala hjá kvíg-
unum var 10%.
Áhrif skyldleikastuðuls á van-
höldin eru mjög skýr, þó heldur
sterkari hjá kálfunum heldur en hjá
kvígunum, það er í fullu samræmi
við það sem haldið hefur verið
fram, að skyldleikarækt hafi nei-
kvæð áhrif á eiginleika eins og lífs-
þrótt, að skyldleikahnignun komi
einna helst fram í eiginleikum eins
og þeim sem tengdir eru frjósemi
og hæfileikans að eignast lifandi
afkvæmi.
Það hversu holdanaut koma vel
út í samanburði við íslensk naut,
gefur tilefni til að ætla að þar sé um
blendingsþrótt að ræða gagnvart
þessum eiginleika. Helstu rök sem
færa má fyrir því eru að í athugun ,
m.t.t. burðarerfiðleika hjá
íslenskum kúm, kemur fram að
mun meira var um burðarerfðleika
hjá kúm sem báru blendingskálfum
heldur en þeim sem báru al-
íslenskum kálfum. Sérstaklega átti
það við hjá þeim kúm sem báru
kálfum undan Limousine nautum.
Einnig var meðgöngutími Lim-
ousine blendinganna um viku
lengri, sem hefur sýnt sig að hefur
neikvæð áhrif í sjálfu sér. Þrátt
fyrir þetta eru vanhöld hjá blend-
ingskálfunum ekki meiri en raun
ber vitni, hjá Limousine nautunum
mælast þau að jafnaði um 8% eins
og áður segir, á móti 10,4% meðal
alíslenska kálfa.
Ályktanir
Það er niðurstaða verkefnisins að
vanhöld kálfa eru mjög mikil í ís-
lenska kúastofninum. Um flest
haga þau sér eins hér á landi og
þekkist erlendis. Þó að ekki hafi
sést marktæk aukning í vanhöldum
á sl. árum, þá er það umhugsunar-
efni þegar meira en 9. hver kálfur
kemst ekki lifandi í heiminn, eins
og gerist á sl. ári. Það sem sýnist
helst vera til ráða hvað þetta varðar
er:
Að kvígur séu fullra tveggja ára
við I. burð, þó er engin ástæða til
að þær séu mikið eldri en það.
Hinn mikli munur milli búa
bendir til þess að víða þurfí að bæta
fóðrun, hirðingu og aðbúnað, hjá 1.
kálfs kvígunum sérstaklega.
Sérstök aðgát skal viðhöfð ef kýr
fá kálfssótt löngu fyrir eða eftir tal.
Munur milli nauta bendir til
Frh. á bls. 48
pR€VR 4-5/2001 - 45