Freyr - 15.04.2001, Síða 47
Tafla 1
Bú Nyt, kg Fjöldi kúa Heilsufar Frjósemi Endurnýjunar- Kálfavanh. hlutfall Ald. kv. v. 1. burð
B 8200 132 Gott Góð 40% 6% 26 mánuðir
M 8000 140 Meðalgott Góð 46% 12% 30 mánuðir
Kostnaður við uppeldi á nýjum
gripum er verulegur og endingar-
tíminn stuttur, 2,5-3 mjaltaskeið að
jafnaði. Þetta þýðir endumýjunar-
hlutfall upp á 35-40%, en almennt
er talið æskilegt að það sé lægra en
30%. Einnig hefur einkunn fyrir
endingu jákvæð tengsl við aðra
mikilvæga eiginleika, s.s. nyt, júg-
urheilbrigði, frjósemi og júgurdýpt.
Lítil sem engin tengsl eru milli
annarra byggingareiginleika og
endingar, boldýpt hefur t.a.m. nei-
kvætt samhengi við endingu.
Tækninýjungar í
mjólkurframleiðslunni
Á þriðjudeginum var fundurinn
einnig deildaskiptur, þá var fjallað
um fóðmn og hirðingu geldkúa,
tækninýjungar í mjólkurframleiðsl-
unni, almennt um fóður handa
nautgripum og rekstrarstjómun á
stórbúum. Valdi ég að fylgjast með
tækninýjungum og stórbúum.
Óeinangruð legubásafjós með
náttúrulegri loftræstingu eru nær
allsráðandi í þeim 2.700 íjósum sem
byggð hafa verið undanfarinn ára-
tug. Mjaltaaðstaða, mjólkurhús og
þjónusturými em hins vegar ein-
angmð, upphituð og með viftum fýr-
ir loftræstingu. í langflestum ijósum
er hefðbundinn mjaltabás, algengt er
að hann sé með hreyfanlegu gólfi,
þar sem slíkt bætir mjög vinnu-
aðstöðu mjaltamannsins. Tiltölulega
fáir hafa hagnýtt sér sjálfvirka
mjaltatækni enn sem komið er. I
flestum nýjum íjósum er fóðrað með
heilfóðri, á sl. áratug seldust um
3000 heilfóðurvagnar í Danmörku.
Flestir þeirra em með innbyggðri
vog, þannig að unnt er að blanda
fóðrið af talsverðri nákvæmni.
Framangreind fjósgerð mun
áfram verða ráðandi, byggingin
sjálf mun þó taka nokkmm breyt-
ingum, verða einfaldari og í aukn-
um mæli gerð úr stöðluðum eining-
um, t.d. gólf og sökkull. Aukin
áhersla verður lögð á að nýta nær-
ingarefni sem best, því verður að
draga úr uppgufun á t.d. köfnunar-
efni, það kallar á nýjar leiðir í
hönnun á gólfumyrimlum og með-
höndlun mykjunnar. Þá er góð
skipulagning framkvæmda í heiðri
höfð, ef ætlunin er að tvöfalda bú-
stærðina verður ekki einungis að
huga að aðstöðu fyrir mjólkurkým-
ar, heldur líka fyrir kálfana, kvíg-
urnar og geldkýmar. Á þessu sviði
er mikinn fróðleik að sækja á síð-
umar: www.lr.dk., heimasíða Land-
brugets Rádgivningscenter og
www.lr.dk/FarmTest, prófun á
tækninýjungum hjá bændum.
Eitt erindið fjallaði um notkun á
sjálfvirkum kálfafóstrum, kosti
þeirra og galla. Um 250 slík tæki
eru í notkun í Danmörku. Flest
þeirra eru miðuð við að anna 25 til
30 kálfum, athuganir benda til þess
að svo stórir hópar séu ekki æski-
legir, hætta er á að þeir minnstu
verði útundan sem skapar streitu
og óróleika í flokknum. Því er
ráðlagt að hafa að hámarki 15-20
kálfa um hverja fóstru og æskilegt
er að þeir séu sem svipaðastir að
stærð. Talsverð vinna er fólgin í að
kenna kálfunum að drekka, en á
móti kemur minna líkamlegt erfiði
og ca. 30-40% styttri vinnutími við
mjólkurfóðrunina í heild. Einnig
er verulegur kostur við þetta kerfi
að kálfamir hafa meira rými til að
hreyfa sig og hafa „samskipti" við
aðra kálfa. Helstu ókostimir eru
að smithætta eykst, örðugra er að
viðhafa einstaklingseftirlit og
hætta er á að kálfarnir sjúgi hver
annan.
Rekstur stórbúa
Fyrsta erindið í þessari deild hélt
Arne Munk, ráðunautur hjá Lands-
kontoret for Kvæg. Hann fjallaði
um þann mikla breytileika sem er í
framlegð milli búa af svipaðri
stærð, og tók dæmi af tveimur jafn
Tafla 2.
Ár 1996 1997 1998 1999*
Fjöldi kúa 83 125 141 142
Fjöldi hektara 92 126 132 135
Framleiðsla, kg mjólkur 630.000 940.000 1.020.000 1.070.000
Hagnaður, öll bú, íkr. 1.820.000 2.810.000 3.150.000 2.220.000
Hagnaður, 5 bestu, íkr. 2.070.000 2.980.000 5.440.000 4.870.000
*) Árið 1999 varð verðlækkun á mjólk í Danmörku, vegna harðrar samkeppni milli MD Foods og Klpver mælk.
Fyrirtækin sameinuðust í lok árs 1999.
FR€VR 4-5/2001 - 47