Freyr - 01.09.2003, Qupperneq 24
Nýjar markaskrár 2004
ú líður að undirbúningi
útgáfu markaskráa um
land allt en þær eru gefn-
ar út á átta ára fresti, síðast 1996.
I kjölfarið fylgdi Landsmarka-
skrá 1997 sem nýtur vaxandi vin-
sælda og er uppseld íyrir nokkru.
Við útgáfu markaskráa fer eftir
lögum um afréttarmálefni,
fjallskil o.fl. nr. 6/1986, með síð-
ari breytingum, og reglugerð við
þau lög um búfjármörk, marka-
skrár og takmörkun á sammerk-
ingum búfjár nr. 200/1998, með
breytingum nr. 30/2000.
Einnig er að finna ákvæði um
þessi efni í fjallskilasamþykktum
sem birtar eru í markaskrám en
þær voru samtals 18 að tölu 1996
og er reiknað með að sú tala hald-
ist. I markaskrám 1996 voru rúm-
lega 20% færri mörk en í skránunt
1988 og má reikna með svipuðum
samdrætti í væntanlegum marka-
skrám 2004. Þó ber að geta þess
að farið var að skrá frostmörk
hrossa (eigendamerki) fyrir þrem-
ur árum og hafa þar bæst við á 3ja
hundrað mörk. I nýjasta viðauka
við landsmarkaskrá 1997 eru sam-
tals 962 mörk, að meðtöldum
frostmörkunum sem skráð hafa
verið síðan hún kom út.
SÖFNUN MARKA
Bændasamtök íslands hafa yfir-
umsjón með skráningu marka og
útgáfu markaskráa og sér sá sem
þetta ritar um öll samskipti við
markaverði en þeir gegna veiga-
miklu hlutverki í héraði og eigum
við mikið og ánægjulegt samstarf.
Töluverðar mannabreytingar hafa
orðið upp á síðkastið en ég reikna
með eftirtaldir markaverðir annist
undirbúning markaskráa 2004:
eftir
Ólaf R. Dýrmundsson,
landsráðunaut
lijá Bænda-
samtökum
íslands
Landnám Ingólfs Arnarsonar
- Gisli Ellertsson, Meðalfelli
Borgarfjarðarsýsla og Akranes
- Sigurður Jakobsson,Varmalæk
Mýrasýsla
- Þórir Finnsson, Hóli
Snæfellsness- og Hnappadals-
sýsla
- Jónas Jóhannesson, Jörfa
Dalasýsla
- Erla Ólafsdóttir, Ásgarði
Vestfjarðaskrá
- Amór Grímsson, Króksfjarðar-
nesi; Barði Sveinsson, Innri-
Múla; Hallgrímur Sveinsson,
Hrafnseyri og Aðalsteinn Valdi-
marsson, Strandseljum
Strandasýsla
- Guðfinnur Finnbogason, Mið-
húsum
Húnavatnssýslur
- Eggert Ó. Levý, Hvammstanga
og Þorvaldur G. Jónsson, Guðrún-
arstöðum
Skagafjarðarsýsla
- Lilja Ólafsdóttir, Kárastöðum
Eyjafjarðarsýsla, Akureyri,
Dalvík, Ólafsfjörður og Siglu-
fjörður
- Hörður Garðarsson, Akureyri
Suður-Þingeyjarsýsla, Húsavík
og Kelduneshreppur
- Hjörleifúr Sigurðsson, Græna-
vatni
Norður-Þingeyjarsýsla austan
Jökulsár
Allt sauðfé þarf að eyrnamarka. (Freysmynd).
| 24 - Freyr 7/2003