Freyr - 01.09.2003, Síða 27
Tímabil Tímabil Tímabil Tímabil Tímabil Tímabil Tímabil
1 2 3 4 5 6 7
Tímabil (Meóaltal u.þ.b. 15 daga)
2. mynd. FEm á lamb, munur milli Ijóslota. Eitt timabil meðaltal FEm á lamb
fyrir u.þ.b. 15 daga.
þar sem annar hópurinn hafði lýs-
ingu 16 tíma á sólahring en myrk-
ur í 8 tíma en hinn hafði einungis
eðlilega daglengd. í hvorri ljós-
lotu voru síðan tvær fóðurmeð-
ferðir, með og án fóðurblöndu.
Lömbin voru fóðruð að vild á há
og snemmslegnu heyi sem verkað
var í ferbagga og át þeirra mælt.
Heysýni voru tekin úr öllum fer-
böggunum og orku- og prótein-
innihald mælt. Lömbin voru vigt-
uð hálfsmánaðarlega og þykkt
bakvöðva og fitu á baki mæld með
ómsjá í upphafí og lok tilraunar.
Flokkun, fallþungi og skrokkmál
voru skráð eftir slátrun.
Niðurstöður
Lömbin í lýsingunni voru að
meðaltali 5,28 kg þyngri en lömb-
in í eðlilegu daglengdinni í lok til-
raunarinnar. Sauðir, sem aldir
voru við 16 tíma daglengd, bættu
við sig að meðaltali 16,1 kg í lif-
andi þunga, en gimbramar 13,6
kg. Við eðlilega daglengd þyngd-
ust sauðirnir um 11,1 kg og
gimbramar um 8,1 kg. Lömbin í
lýsingunni vom einnig að skila
meiri fallþunga eða 1,21 kg meira
en lömbin í eðlilegri daglengd. A
1. mynd eru sýndar þungabreyt-
ingar í tilraunahópunum.
Það sem vekur athygli er að
þyngdaraukning hópanna er svip-
uð þar til í lok desember. Þá taka
lömbin í lengri ljóslotunni veru-
lega við sér. Lömbin í eðlilegu
daglengdinni vaxa einnig en mun
hægar en lömbin í lýsingunni.
Það sést einnig að vaxtarmynstrið
er svipað hjá sauðum og gimbmm
í sömu ljóslotu.
Þegar horft er á þungaaukningu
lambanna á dag þá var mjög
greinilegur munur milli lýsingar-
hópsins og hópsins í eðlilegu dag-
lengdinni.
Á 2. mynd má sjá aukningu í áti
lambanna í FEm/lamb á dag milli
tímabila en meðaltölin em íyrir
u.þ.b. 15 daga tímabil. Lömbin í
eðlilegu daglengdinni éta meira í
upphafi tilraunar en í kringum ára-
mót fara lömbin í lengri ljóslotunni
að taka til sin meiri orku í auknu
áti. Aukning í grófföðuráti skilar
sér einnig í auknu próteináti lamb-
anna. Það fylgir svipuðum línum
og átið og því var próteinát hjá
ljósalömbunum mun meira en hjá
lömbunum í eðlilegu daglengdinni
í síðari hluta tilraunarinnar.
Tilraunameðferðir höfðu ekki
áhrif á þykkt bakvöðva sam-
kvæmt ómmælingum. Lömbin í
lýsingunni mældust með meiri
fítu á bakvöðva en lömb í eðlilegri
daglengd, sá munur reyndist ekki
marktækur. Enginn munur var á
vöðvaþykkt og bakfitu milli fóð-
urmeðferða en gimbrar voru að
jafnaði feitari en sauðir.
Tilraunameðferðir höfðu ekki
áhrif á flokkun skrokkanna sam-
kvæmt kjötmati. Hins vegar
fékkst marktækur munur á milli
kynja þar sem gimbramar vom að
flokkast betur en sauðimir.
Sauðimir vom heldur magrari
en gimbramar og fleiri gimbrar
féllu um verðflokk vegna fítu.
Ekki var munur á fítuflokkun eftir
meðferðum en kynjamunur var
hins vegar marktækur.
Umræður
Aukin daglengd skilaði meiri
lífþunga sem skilaði sér í auknum
fallþunga. Þungamunurinn milli
ljóslota var í samræmi við muninn
í gróffóðuráti lambanna og því
virðist sem ljósmeðferðin hafí
fyrst og fremst skilað sér í auknu
áti lambanna. Öllum lömbunum
var gefíð fiskimjöl en það ást illa.
Áætlað var að gefa 60 g af fiski-
mjöli á lamb á dag í tilrauninni en
eitthvað var dregið úr gjöfínni þar
sem það ást illa. Hugsanlega
hefði mátt ná eitthvað meiri þyng-
ingu hjá þessum lömbum ef þau
hefðu étið fiskimjölið.
Það sem kom nokkuð á óvart var
að lömbin, sem voru í eðlilegu
daglengdinni, höfðu marktækt
hærri kjötprósentu heldur en lömb-
in í lýsingunni. Lömbin í lýsing-
unni voru að meðaltal-
i 5,28 kg þyngri í lok tilraunarinn-
ar og sá munur skilaði 1,21 kg í
fallþunga, sem er minna en búist
var við. Það virðist því vera að
lömbin í lýsingunni hafi haft stærri
og meiri innyfli og mör heldur en
hin lömbin en það var ekki mælt.
Einnig má álykta að lömbin, sem
voru í lengri ljóslotu og átu meira,
hafi verið með meiri vambarfylli
en lömbin í eðlilegu daglengdinni.
Freyr 7/2003 - 271