Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.2003, Side 28

Freyr - 01.09.2003, Side 28
í þessari tilraun flokkuðust gimbramar betur fyrir holdfyll- ingu en þær féllu aflur mun meira fyrir fitu en sauðimir. Þeir voru minna þroskaðir og magrari. Þeir komu því betur út í verðflokkun þar sem þeir féllu ekki um verð- flokk né misstu álagsgreiðslurnar vegna fitufalls. Þarna virðist sem gimbrunum hafa verið lógað of seint en þær vom orðnar þroskað- ar og famar að safna fitu. Því virðist ekki henta sami sláturtími fyrir gimbrar og sauði. Einnig má álykta að gimbrar henta síður í vetrareldi lamba þar sem þær safna frekar á sig fítu en sauðir, en niðurstöður athugananna á vetrar- eldi lamba hafa leitt þetta í ljós. Athugunin, sem gerð var síðast- liðinn vetur í Skaftártungu, skilaði of feitum gimbmm í janúar, nema helst þeim minnstu sem voru minna þroskaðar við upphaf at- hugunarinnar. Þama fór kjamfóð- urgjöfm ekki í aukinn vöxt heldur í meiri fitusöfnun (5). I tilraun Braga Líndal Ólafssonar og Emmu Eyþórsdóttur (1996) með mismunandi próteinfóðrun gim- bra voru lömbin einnig orðin helst til stór og feit þegar þeim var lóg- að í apríl. Aukinn vöxtur lamba á styttri tíma leiðir af sér minni fram- leiðslukostnað á hverja fram- leidda einingu. Hvort vetrarslátr- un með aukinni lýsingu sé fram- leiðslukerfi, sem skilar auknum hagnaði, er hins vegar ekki ljóst. Það fer að hluta til eftir þeim vaxt- arauka sem næst en ekki síður eft- ir flokkun lambanna og þar með því verði sem fæst fyrir þau. Hafa ber í huga að lömb í aukinni ljós- lotu ná hraðari vexti en lömb í eðlilegri daglengd. Með lengri ljóslotu er því hægt að ná fram sláturhæfum lömbum fyrr en ella og þannig stytta framleiðsluferil á lambakjöti sem gefur hagkvæmari framleiðslu. Þetta er því ein leið sem bænd- ur geta notfært sér til að hafa áhrif á þá umhverfisþætti sem skipta máli fyrir vaxtarhraða lamba. Það sem þetta hefur einkum áhrif á er át lambanna sem skilar sér í aukn- um lífþunga og fallþunga. Markmið með bötun slátur- lamba er að nýta fóðurorkuna sem við höfiim til að bæta holdfýllingu lambanna og auka þyngd þeirra og þar með verðgildi skrokksins. Betri holdfylling skilar hins vegar engum arði ef fitusöfnunin er of mikil því að þá lækkar verðið. Þarna þarf að finna hinn gullna meðalveg í bötun sláturlamba til að hagkvænt útkoma náist. Lömbin þarf að velja sérstaklega með það í huga að hægt sé að bæta holdfyllinguna án þess að auka fitumagn skrokksins til skaða. Heimildir Bragi Líndal Ólafsson & Emma Eyþórsdóttir 1996. Haust- og vetrar- fóðrun sláturlamba. Ráðunautafund- ur 1996. Bændasamtök íslands og Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins: 168-173. Eisemann, J.H., Bauman, D.E., Hogue, D.E. & Travis H.F. 1984. Ev- aluation of a role for prolactin in growth and the photoperiod-induced growth response in sheep. Joumal of animal science, 59:86-94. Hliðarafurðir í sauðfjár- rækt... Frh. afbls. 57 bæði fyrir innlendan og erlendan markað. Gífurlegu magni af kirtl- um og líffærum er fargað árlega sem unnt væri að breyta í afurð sem skapaði virðisauka. Á íslandi er fyrir hendi fyrirtæki sem fram- leiða ensím í ýmiss konar iðnað og aðrar afúrðir. Til er þekking og tækni, sem er innan fyrirtækja, á rannsóknarstofum, og í háskólum, þekking sem nýta mætti við þróun Forbes, M.J., E1 Shahat, A.A. Jones, R. , Duncal, J.GS. & Boaz, T.G 1979. The effect of daylength on the growth of lambs. 1. Comparisons of sex, level of feeding, shearing and breed of sire. Animal production, 29:33-42. Gordon, I. (ritstj.) 1997. Advanc- ing the sheep breeding season. í Controlled reproduction in sheep & goats (146-176). Wallingford,Uk: C A B Intemational. Jóhannes Sveinbjömsson og Fann- ey Ólöf Lárusdóttir 2002. Athugun á vetrareldi lamba á þremur bæjum í Skaftártungu. Freyr, 8:29-32. Schanbacher, B.D. & Crouse, J.D. 1980. Growth and performance of growing-fmishing lambs exposed to long or short photoperiods. Joumal of animal science, 51:943-947. Schanbacher, B.D., Hahn, GL. & Nienaber, J.A. 1982. Effects of contr- asting photoperiods and temperatures on performance traits of confinement- reared ewe lambs. Joumal of animal science, 55:620-626. Stefán Sch. Thorsteinsson og Sig- valdi Jónsson 2000. Má auka vöxt lamba í skammdeginu með lýsingu? Bændablaðið, 6(8): 9. Tucker, H.A., Petitclerc, D. & Zinn, S. A. 1984. The influence of photo- period on body weight gain, body composition, nutrient intake and hormone secretion. Joumal of animal science, 59:1610-1620. vinnsluferla og framleiðsluvara í fínefnaiðnaði og öðrum iðnaði. Brottkast hliðarafúrða og slátur- úrgangs frá sláturhúsum er um- hverfismengun og sóun á matvæl- um sem hægt væri að nýta með öflugri markaðsstarfsemi og rann- sóknar- og þróunarvinnu í sam- starfi við bændur, sláturleyfishafa og ekki sist íslensk stjómvöld. (Unnt er að fá skýrsluna í heild hjá Matra-Matvœlarannsóknum, Iðntœknistofnun, Keldnáholti, sími 570 7100). 128 - Freyr 7/2003

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.