Freyr

Årgang

Freyr - 01.09.2003, Side 31

Freyr - 01.09.2003, Side 31
2. tafla. Fallþungi, flokkun, síðufita (J-mál), fallprósenta og einkunnir fyrir læri og frampart á sláturskrokkum á lömbum í tilrauninni11 HOPUR Fjöldi Fallbungi Gerð Fitufl. J-mál Fall% Læra stiq Framp.stiq A. viðmiðun 17 12,84a 6,76a 4,92a 6,39a 41,Oa 3,03a 3,07a B. kál 17 15,88b 8,83b 7,43b 8,96b 43,6c 3,77bc 4,03c C. hey-3 vikur 15 15,91 b 8,40b 9,31c 11,73c 41,7ab 3,47b 3,59b D.hey+kjarnf.-3 v. 17 16,34bc 9,23b 9,39c 12,16c 43,0bc 3,79bc 3,79bc E.hey- 6 vikur 17 17,37c 10,47c 9,57c 12,63cd 42,3abc 3,80bc 3,76bc F. hey+kjarnf.-6 v. 16 17,95c 10,41c 10,88d 14,58d 43,6c 3,86c 3,91bc 1) Gildi i hverjum dálki fyrir sig, sem hafa ekki sama bókstaf, eru marktækt frábrugðin tölfræðilega (p<0.05). er meiri, því minna eykst heildarát við aukna kjamfóðurgjöf. Sömu- leiðis er það þekkt að eftir því sem meira er gefið af kjamfóðri, því minna eykst heildarátið íyrir hvert gramm af kjamfóðri sem geftð er. Fóðurtilraunir á ám á Hesti, einkum eftir burð, hafa sýnt lítil áhrif á gróffóðurát af litlum kjamfóður- skömmtum (100-200 g/dag) en við stærri kjamfóðurskammta dró verulega úr gróífóðuráti (Stefán Sch. Thorsteinsson o.fl. 1993, Stef- án Sch. Thorsteinsson og Sigurgeir Þorgeirsson, 1989). Fallþungi, fiokkun og skrokk- mælingar I 2. töflu em helstu niðurstöður varðandi sláturskrokkana. Saman- burður á hópum A og B sýnir að fallþungaaukning lambanna á 5 vikna kálbeit er um 3 kg sem verð- ur að teljast prýðilegur vöxtur og í ágætu samræmi við fyrri tilrauna- niðurstöður (Emma Eyþórsdóttir og Jóhannes Sveinbjömsson, 2001). Með því að bera svo hópa C og D saman við hóp B sést að ekki er um að ræða marktæka fallþunga- aukningu á 3ja vikna innifóðrunar- tímabili, þó að kjamfóðurhópurinn virðist lítillega vera að byija að taka við sér. Hins vegar skilar sex vikna innieldi sér í um 1,5 kg fall- þungaaukningu hjá hóp E sem ein- göngu fékk gróffóður og um 2 kg hjá kjamfóðurhópnum (F). Eins og gjaman er þá skilar auk- inn fallþungi sér í bættri flokkun í sláturhúsi er varðar gerð. Þannig er gerðarflokkun kálhóps (B) og þeir- ra hópa sem vom á innieldi í þijár vikur (C, D) marktækt betri en við- miðunarhópsins (A) er var slátrað beint af úthaga. Gerðarflokkun lambahópanna, er fóðraðir vom inni í 6 vikur (E,F), var svo mark- tækt betri en allra hinna enda farin að nálgast U-flokk að meðaltali. Mismunandi gerðarflokkun endur- speglast að mestu í mun á læra-,og ffampartsstigum í sláturhúsi. Það er þó athyglisvert hvað lömbin, sem slátrað er beint af kálinu, koma vel út hvað þann þátt snertir. Fituflokkun versnar hins vegar með auknum fallþunga, í samræmi við aukna fituþykkt á síðu (J-mál). Fleira kemur þó til en aukinn fall- þungi að því er virðist. Þannig er fituflokkunin og J-málið marktækt óhagstæðara eftir 3ja vikna inni- fóðrun (hópar C og D) heldur en beint af kálbeitinni (hópur B) þrátt fyrir að fallþungamunur milli þess- ara hópa væri lítill og ekki mark- tækur. Er þetta í samræmi við aðr- ar niðurstöður (Jóhannes Svein- bjömsson og Fanney Ólöf Láms- dóttir, 2002) og reynslu margra bænda að fitusöfnun gimbrarlamba hefur tilhneigingu til að aukast mjög er líður á haustið. Að ein- hverju leyti getur þetta tengst árs- tíðabundnum lífeðlisfræðilegum sveiflum er geta verið fólgnar í því að aukin fitusöfhun tengist fengitíð hjá gimbrunum. I þessari tilraun voru eins og áður sagði bæði gimbrar og haustgeltir sauðir, í nokkuð ójöfn- um hlutfollum þó. Með fyrirvara um það hve fáir sauðimir voru, er fróðlegt að líta aðeins nánar á fítusöfnun hvors kyns um sig. í 3. töflu er samanburður á fall- þunga og síðufítu (J-máli) sauða og gimbra innan ólíkra meðferð- arhópa. Hjá viðmiðunarhóp (A) er fallþungi nánast sá sami hjá báðum kynjum og ekki verulegur munur á síðufítu. Sauðir í kálhóp (B) eru lítillega þyngri en gimbr- ar en J-mál tæpum 2 mm minna. í C og D hópum er fallþungi svip- aður hjá sauðum og gimbmm en síðufíta um 1,5 mm meiri hjá gimbrunum. Munurinn á kynjun- um er þó lang mestur í E og F hópum, þ.e. við 6 vikna innieldi, 3. tafla. Fallþungi og síóufita (J-mál) eftir kynjum og meðferðarhópum. Gelt hrútlömb Glmbrar Hópur Fjöldi Fallbunqi J-mál Fjöldi Fallþunqi J-mál A. viðmiðun 5 12,84 6,20 12 12,78 6,58 B. kál 4 16,05 8,00 13 15,77 9,93 C. hey-3 vikur 4 15,90 11,00 11 15,85 12,46 D. hey+kjarnf.-3 v. 5 16,36 11,40 12 16,28 12,92 E. hey- 6 vikur 5 17,34 10,00 12 17,33 15,25 F. hey+kjarnf.-6 v. 4 18,43 12,25 12 17,72 16,92 Freyr 7/2003 - 31 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.