Freyr - 01.09.2003, Page 36
Mynd 8. Kindur í óeinagraðri hálmstíu á Hesti.
Hálmstía
Eins og áður hefur verið vikið
að gengu 30 ær á hálmi í óein-
angraðri hlöðu. Þessar ær voru
hreinni en ær á öðrum gólfgerð-
um, klaufaslit var í meðallagi og
heilbrigði gott. Við fóðurganginn
var upphækkaður pallur með
timburrimlum, hugsaður til að
minnka hálmnotkun. Mikið
slæddist af hálmi og heyi á riml-
ana og sópa þurfti pallinn dag-
lega. Næsta vetur er ætlunin að
klæða pallinn plastrimlum sem
vonandi þarf ekki að sópa eins oft.
Dagleg hálmnotkun reyndist um
0,2 kg/kind, sem við 200 inni-
stöðudaga gefur 40 kg á kindina.
Ætla má að hálmur kosti 7-8 kr./kg
sem þýðir að hálmkostnaður á kind
er um kr. 300. Kostnaðartölur fyrir
hinar gólfgerðimar liggja enn ekki
fyrir, en þar þarf að sjálfsögðu að
taka tillit til kostnaðar við efni,
vinnu, viðhald og hvort gerður er
djúpur eða grunnur haugkjallari.
Nœstu skref
Síðasta vor fékk Sigurður Þ.
Guðmundsson styrk frá Nýsköp-
unarsjóði námsmanna til að
heimsækja 40 sauðtjárbændur
vítt og breitt um landið og skoða
gerðir og ástand gólfa og ræða
við sauðíjárbændur um reynsluna
af mismunandi gólfgerðum. Nið-
urstöður heimsóknanna munu
liggja fyrir undir lok september. í
vetur verða teknar til prófunar
nokkrar nýjar gólfgerðir á Hesti,
en einnig verður haldið áfram
þróunarvinnu á hálmstíum fyrir
sauðfé.
Molar
Afleiðingar HITA-
BYLGJUNNAR í FRAKK-
LANDI
Upplýst er að hitabylgjan i
Frakklandi á liðnu sumri varð
þúsundum manna í Frakklandi
að fjörtjóni. Minna hefur verið
sagt frá því tjóni sem franskur
landbúnaður var fyrir en það
varð gifurlega mikið.
Þar má nefna að 1,5 milljón
kjötfugla og kalkúna drápust og
um ein milljón varpfugla. Þegar
hitinn komst í 35°C köfnuðu
fuglarnir þrátt fyrir viðbótar loft-
ræstingu og að sprautað var
vatni á húsin. Þá urðu svínabú
fyrir stórtjóni og skortur er á
fóðri fyrir nautgripi. Nautgripa-
bændur áætla að þeir verði að
kaupa um helming af þvi hey-
fóðri sem þeir þarfnast á háu
verði.
Áætlað er að hitabylgjan hafi
fram að þessu kostað franska
bændur um einn milljarð evra,
eða hvern bónda að jafnaði 22
þúsund evrur. Bændur vonast
nú til þess að fá bætur úr ham-
farasjóði sem stofnaður var inn-
an ESB eftir flóðin í Mið-Evrópu
á sl. ári. Sjóðurinn er fjármagn-
aður að hálfu af framlögum frá
sambandinu en að hálfu frá
samtökum landbúnaðarins. Á
þessu ári er talið að sjóðurinn
ráði ekki við að bæta þann
skaða sem honum ber. Því hef-
ur aukist þrýstingur á ríkissjóð
Frakklands að hlaupa undir
bakka og hefur hið opinbera
þegar veitt framlög til flutninga
á fóðri til þeirra svæða sem
verst hafa orðið úti í þurrkun-
um.
(Landsbygdens Folk
22. ágúst 2003).
Bændum fækkar í
Hollandi
Fækkun bænda í Hollandi
nemur um 13 bændum á dag
um þessar mundir. Fjöldi
bænda í Hollandi er nú kominn
niður í 90 þúsund, garðyrkju-
bændur meðtaldir. Meðalbújörð-
in er 37 ha að stærð. í Hollandi
eru aldir upp um 40 milljón grís-
ir á ári og 60% af svínakjötinu
er flutt út. Þrettándi hver svína-
bóndi í Hollandi hættir búskap á
ári.
(Bondebladet nr. 31-32/2003).
| 36 - Freyr 7/2003