Freyr - 01.09.2003, Síða 55
Hliðarafurðir í sauðfjárrækt
r
t er komin skýrsla um
aukna nýtingu hliðaraf-
urða í sauðfjárrækt.
Skýrsluna vann Matra - Mat-
vælarannsóknir Keldnaholti, en
höfundur hennar er Asbjörn
Jónsson, matvælafræðingur hjá
stofnuninni. Skýrslan er fyrsti
áfangi í því verkefni hennar að
auka verðmæti og nýtingu
sauðfjárafurða. Verkefnið var
styrkt af Framleiðnisjóði land-
búnaðarins og Landbúnaðar-
ráðuneytinu.
Safnað var upplýsingum víða
og m.a. var fylgst með sauðijár-
slátrun í Borgamesi sl. haust og
vegin þar líffæri og kirtlar úr slát-
urlömbum til að reikna út hve
mikið fellur til af hliðarafurðum
sauðkindarinnar; til manneldis, í
skepnufóður og í úrgang.
Tafla 1 sýnir sauðíjárslátrun ár-
ið 2002
Tafla 2 sýnir magn algengra af-
urða úr dilkaslátrun árið 2002
með samanburði við hliðstæða
rannsókn sem fór ffam í Borgar-
nesi og á Blönduósi árið 1990
Heildarmagn hliðarafúrða árið
2002, sem fáanleg em úr slátmn,
er rúmlega 5.500 tonn. Af því fara
rúmlega 1.300 tonn til manneldis,
til bræðslu hjá Kjötmjöli ehf. í
Hraungerðishreppi um 660 tonn,
til loðdýrafóðurs 18 tonn en rúm-
lega 3.100 tonn em urðuð.
NÝTING HLIÐARAFURÐA FRÁ
SAUÐFJÁRRÆKT HÉR Á LANDI
Hliðarafurðir sauðljárslátmnar
nýtast í nokkrum greinum iðnað-
ar, bæði hér á landi og erlendis,
meðal annars til framleiðslu i mat-
vælaiðnaði, skinnaiðnaði, fram-
leiðslu á gæludýrafóðri og loð-
dýrafóðri. Erlendis em hliðaraf-
urðir nýttar í öðmm iðnaði, svo
sem í framleiðslu á snyrti- og
hreinlætisvörum, ensímfram-
leiðslu og framleiðslu á ýmsum
lyljum. Einnig er töluverð notkun
í plastiðnaði og leðuriðnaði.
Tegundir INNMATAR
Þessi hluti skýrslunar um nýt-
ingu hér á landi er að mestu
byggður á heimildum úr bókinni
íslensk matarhefð eftir Hallgerði
Gísladóttur, sagnfræðing, og Mat-
arást eftir Nönnu Rögnvaldsdótt-
ur, nema annað sé tekið fram.
Blóð
Lambablóð er fyrst og fremst
notað í blóðmör hér á landi. Blóð-
mörsgerð hefur lengi tíðkast á Is-
landi en fyrrum var notað miklu
minna af mjöli en nú er, jafnvel
ekki neitt, enda mjöl dýrt og lítið
flutt inn af því. Þess í stað voru
notuð ljallagrös. I blóðmör þann
sem nú er gerður er eingöngu haft
blóð úr lömbum, svo og mör og
rúgmjöl og oftast einnig hafra-
grjón og/eða heilhveiti. Stundum
eru ijallagrös, rúsínur eða ýmis-
legt krydd haft með í blóðjafn-
ingnum, en rúsínur eru þó yfírleitt
ekki notaðar ef súrsa á blóðmör-
inn. Þegar blóðmör og lifrapylsa
voru soðin var soðið stundum haft
í slátursúpu og var þá grænmeti
sett útí ásamt grjónum og súpan
svo borðuð með slátrinu, rétt eins
og kjötsúpa. Blóðmör er yfirleitt
borðaður heitur með kartöflum og
rófúm eða rófustöppu eða kaldur
t.d. með grautum.
Blóðmör má einnig súrsa í mysu
og þannig var hann ætíð geymdur
áður fyrr. Súrsun er einhver helsta
geymsluaðferð á mat á Islandi frá
fomu fari, þar sem saltskortur var
hér mikill, og var þá notuð gerjuð
mysa til súrsunar. Nú er algengt að
hann sé frystur ósoðinn og síðan
settur ffosinn í pottinn.
Freyr 7/2003 - 55 |