Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.2005, Side 6

Freyr - 01.06.2005, Side 6
MATVÆLI Nýjar reglur ESB um matvælaframleiðslu í lok síðasta áratugar var ákveðið að endurskoða reglur um matvæla- framleiðslu innan ESB í kjölfar ýmissa vandamála sem fram komu í Evrópu á þessum tíma. Heilbrigðis- og neytendadeild Framkvæmda- stjórnarinnar, sem ber ábyrgð á þessum málaflokki, birti áætlun sem kölluð hefur verið „hvítbók um matvælaöryggi" snemma á árinu 2000. Rekjanleiki matvæla er m.a. mikilvægur til þess að geta innkallað vörur ef á þarf að halda. Almenna reglan kveður á um að öllum matvælaframleiðendum beri að skrá upplýsingar um hvaðan þeir kaupa hráefni og hverjum þeir selja fullunnar vörur. I áætluninni er fjallað um vegvísi að betra framboði á matvælum, eflingu vísindarannsókna, end- urskoðun löggjafar og í fram- haldi af því bætt matvælaeftirlit. Þar er gert ráð fyrir samhæfingu aðgerða í allri fæðukeðjunni, hugmynd sem hefur gengið undir ýmsum nöfnum, eins og t.d. á íslandi „frá haga til maga" eða „frá bónda til borðs" en á ensku „farm to fork" eða „field to fork". Hér er ekki einungis verið að ræða um heildstætt matvælaeftirlit, held- ur frekar um allar þær aðgerðir sem stuðla að betri og heil- næmari matvælum. HELSTU BREYTINGAR Gert er ráð fyrir að ná til sem flestra sem að þessum mála- flokki koma og stuðla þannig að gagnkvæmu trausti. Lögð er áhersla á að verja umhverfið sem kostur er og endurskoða og samhæfa lög og reglur um matvælaframleiðslu innan ESB. Þetta er m.a. ástæðan fyrir því að nýútkomnar reglur voru gefnar út sem reglugerðir, en þær gilda beint á ESB-svæðinu. Þetta er breyting frá núverandi reglum (sem gilda til 1.1.2006) sem eru tilskipanir, en aðildar- ríkin hafa nokkurt frjálsræði um hvernig þær eru færðar í þjóð- arrétt. Nýju reglurnar eiga því að tryggja að þeir sem vinna að matvælaframleiðslu séu sem best meðvitaðir um þær kröfur sem gilda á hverjum tíma og að sömu reglur gildi í öllum aðild- arríkjum ESB. Mikilvægasta kerfisbreytingin er stofnun Matvælaöryggis- stofnunar Evrópu sem hefur það verkefni helst að fram- kvæma áhættumat sem er óháð og byggt á vísindalegum rökum og athugunum. Einnig er stofnuninni falið að sjá um áhættukynningu, þ.e.a.s. að tryggja að almenningur jafnt sem yfirvöld hafi aðgang að sömu grundvallarupplýsingun- um. Með þessari breytingu á að tryggja að áhættumat og áhættustjórnun séu aðskilin, en það er talin vera ein af grunn- stoðum matvælaeftirlits í dag. Áhættustjórnun, svo sem stjórnvaldsaðgerðir á borð við nýja löggjöf eða sérstakar varn- araðgerðir, sem teknar eru á grundvelli áhættumats, eru aft- ur á móti í höndum Fram- kvæmdastjórnar ESB. Einnig má nefna breytingar á stofnunum Framkvæmdastjórn- arinnar, t.d. voru verkefni færð til heilbrigðis- og neytenda- deildar frá deildum sem fara með landbúnað, félagsmál og iðnað. Deild sem hefur haft með höndum eftirlit með mat- vælum úr dýraríkinu, dýraheil- brigði og viðskipti með lifandi dýr innan landbúnaðardeildar- innar var gerð að sjálfstæðri stofnun og flutt til (rlands. Á sama tíma var tekin ákvörðun um að endurbæta og efla viðvörunar- og samskipta- kerfi milli yfirvalda aðildarríkj- anna og Framkvæmdastjórnar- innar sem á að stuðla enn frek- ar að því að öllum berist sömu upplýsingar á sama tíma og geti því brugðist við án tafar ef upp koma vandamál eins og farsóttir, matareitranir og/eða sýkingar. Aðrar breytingar er að finna í nýrri löggjöf um matvælafram- leiðslu sem í eru fimm reglu- gerðir og tvær tilskipanir. Þessi „pakki" samanstendur annars vegar af rammalöggjöf, auk löggjafar um opinbert mat- væla- og fóðureftirlit og sér- stökum reglum um eftirlit með framleiðslu matvæla úr dýrarík- inu, og hins vegar af almennum IEftir dr. Ólaf Oddgeirsson, dýralækni, Food Control Consultants, Skotlandi stöðlum um útbúnað og rekst- ur matvælafyrirtækja og sér- hæfðum stöðlum fyrir fyrirtæki sem framleiða matvæli úr dýra- afurðum. Þá eru einnig í þess- um pakka reglur um dýraheil- brigði vegna framleiðslu og dreifingar matvæla úr dýrarík- inu, þ.e.a.s. vegna sjúkdóma sem borist geta með matvæl- um. Að lokum er ný reglugerð frá því í janúar sl. sem tengist þessum reglum og fjallar um fóðurframleiðslu. Þar með er búið að gefa út nýjar reglur um alla fæðukeðjuna allt frá dýra- fóðri til neytenda. Reglur um frekari útfærslu og notkun þessarar löggjafar eru væntanlegar innan skamms og eru í mörgum tilfellum eru end- urbætt útgáfa af eldri reglum. Það er skoðun höfundar að breytingar sem felast í þessum nýju reglum snúi fyrst og fremst að hinu opinbera og reglum sem gilda um matvælaeftirlit en þeir staðlar sem gilda um út- búnað fyrirtækja séu áfram svipaðir og verið hefur, ef eitt- hvað er þá séu þeir auðveldari í framkvæmd en þeir sem nú gilda. T.d. hefur beinum fyrir- mælum um útbúnað matvæla- fyrirtækja fækkað verulega en frekar er stefnt að því að ná fram sama tilgangi með því að efla innra eftirlit. Þetta er þó ekki gert án þess að eitthvað komi í staðinn, því að í þessum nýju reglum eru mjög skýr ákvæði um ábyrgð matvælaframleiðenda, bæði al- mennt varðandi hollustu og ör- yggi matvæla sem þeir setja á markað, og einnig sérstaklega með tilliti til innra eftirlits í mat- vælafyrirtækjum, uppsetningu þess, skráningu á niðurstöðum og skráningu á kaupum á hrá- efni og sölu á fullunninni vöru. 6 FREYR 06 2005

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.