Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.2005, Qupperneq 11

Freyr - 01.06.2005, Qupperneq 11
I hverri sæðistöku en þeir þeir get verið á bil- inu 100-500. Svo eru gæði sæðisins líka misjöfn." FERÐALÖG MEÐ KÁLFA OG KÖFNUN- AREFNISKÚTA Nautasæðið er í eðli sínu viðkvæmt og með- ferð köfnunarefniskúta er vandasöm. Það er því mikilvægt að dreifingin gangi snurðulaust fyrir sig en svo hefur ekki alltaf verið. „Þegar ég byrjaði var allt aðflutt frá Reykjavík en all- ar sendingar til frjótækna og viðskipti fóru í gegnum höfuðstaðinn. Ég var einu sinni í viku fyrir sunnan að sinna störfum þar. Sæð- ið var sent frá Nautastöðinni á brúsa og fært á milli kúta í Reykjavík til réttra sæðingar- manna. Fyrst var aðstaðan i Áburðarverk- smiðjunni en síðar hjá ísaga. Þetta var mikið stúss, maður fór að heiman klukkan sjö á morgnana og var oft ekki kominn heim fyrr en klukkan níu á kvöldin. Vegirnir voru slæmir en ég man að þegar ég byrjaði var ekki malbikað nema upp í Árbæjarhverfi. Við vorum á ýmsum bílum eins og gengur. Fyrst var ég á Bens 406 með 65 hestafla vél en hann hafði það í 60 km hraða. Síðan man ég eftir höstum Chevrolet og Mözdu sem fauk nú út af og valt á Grjóteyrarhæðinni í for- áttuveðri. Ég var einnig mikið i kálfaflutning- um og var oft frá (tvo daga í viku. I dag er ekki hægt að líkja samgöngunum saman við það sem var hér áður fyrr. Bílarnir eru líka miklu betri núna með öflugri vélum. Núna sjá Landflutningar um að sækja alla brúsa hing- að á hlaðið. Það er mikil breyting og auðveld- ar okkur starfið." Það hefur ýmislegt á daga Ingimars drifið í gegnum tíðina og ekki úr vegi að fá eina ferðasögu i lokin. „Eitt sinn stóð til að sækja kálf vestur á Snæfellsnes á bæinn Neðra- Hól. Það var um miðjan vetur en veðrið var skap- legt þegar ég lagði í hann frá Hvanneyri. Ég komst að Neðra- Hóli, sem er skammt frá Staðarstað, en þá skall á blindhríð og hann fyllti hjólförin eins og skot. Þarna sat ég fast- ur og gat mig hvergi hrært. Þá komu starfs- menn frá Símanum á Ford Bronco jeppa og ég fékk far með þeim. Ekki vildi betur til en svo að við sátum fastir 100 metrum neðar. Um kvöldið fór að rigna og þá gekk ég heim að Furubrekku og gisti þar um nóttina. Morg- uninn eftir fórum við af stað og það tók mest- allan daginn að komast frá Furubrekku og inn í Kolbeinsstaðahrepp. Þegar ég kom að bíln- um þá var bóndinn á Neðra- Hóli búinn að gefa kálfinum. Trúlega hefur hann brotist að bílnum fótgangandi. Kálfinum varð ekki meint af og var hinn brattasti." /TB fólk. „Diðrik Jóhannsson var sá fyrsti, síðan Sigurborg Daðadóttir og þá Sveinbjörn Eyj- ólfsson. Guðlaugur Antonsson leysti Svein- björn af í fjögur ár þegar hann var aðstoð- armaður landbúnaðarráðherra. Það hafa alltaf verið tveir starfsmenn á stöðinni en í seinni tíð höfum við bætt við okkur sumar- manni til þess að leysa okkur af. í aðalatrið- um felst starf mitt við hirðingu á nautunum, sæðistöku, dreifingu á sæði, eftirlit með rekstrarvörum og afgreiðslu fyrir sæðingar- menn. Svo fellur ýmislegt til sem þarf að gera á vinnustaðnum. Ég legg mikla áherslu á að halda fjósinu hreinu og sjá til þess að allt sé í lagi. Ég vil helst hafa fjósið það hreint að hægt sé að ganga á inniskónum þarna inni. Góð umgengni og eftirfylgni sóttvarnarreglna er algjört skilyrði." HVERT NAUT GEFUR 6.600 SKAMMTA Á rúmum þrjátíu árum hefurýmislegt breyst hvað vinnulag og aðferðir varðar á Nauta- stöðinni. „Stöðin hefur stækkað með árun- um. Nú er kerfið þannig að kálfarnir fara í uppeldisstöðina í Þorleifskoti og eru þar þangaðtil þeireru orðnir 12-14 mánaða. Þá koma þeir hingað til sæðistöku. Við tökum 6.600 skammta úr hverjum tudda og send- um út eina 1.000 skammta strax. Síðan er ekkert meira sent út til frjótækna fyrr en reynsla kemur á kvígurnar. Ef sæðið reynist vel er afganginum dreift en ef nautið stenst ekki kröfur er sæðinu hent. Nautin verða yf- irleitt ekki eldri en tveggja ára ef sæðistak- an gengur þokkalega. Mjög misjafnt er hvað við náum mörgum skömmtum úr FREYR 06 2005

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.