Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.2005, Side 19

Freyr - 01.06.2005, Side 19
SVÍNARÆKT Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss: „Það er stór partur af sjálfstæði okkar sem þjóðar að framleiða eigin matvæli og vera sjálfum okkur næg." FÓÐURSTÖÐIN í upphafi var ákveðið að byggja myndarlega fóðurstöð á Melum en fyrir því voru ýmsar ástæður að sögn Geirs Gunnars. Helstu kostir við heimablöndun felast í ódýrara fóðri og því öryggi að vita nákvæmlega hvers konar fóður er verið að gefa hverju sinni. „Fóðurstöðin er hjarta búsins og það eru gömul sannindi og ný að grísirnir eru það sem þeir éta. Búnaðurinn gerir okkur kleift að blanda okkar eigið fóður eftir eig- in uppskriftum. Við erum með mörg síló undir hráefni og nokkrar gerðir af vítamín- um sem við notum eftir þörfum. Þetta gef- ur okkur mikinn sveigjanleika, við breytum blöndum með skömmum fyrirvara, aukum við vítamín ef þarf eða bætum við nýjum hráefnum. Fóðurgerðin fer líka eftir hag- kvæmni í innkaupum að hluta til en gott er að geta víxlað sambærilegum korntegund- um við verðbreytingar á tegundum. Einnig getum við tekið inn í fóðurstöðina stóra farma sem eykur hagkvæmni í innkaupum. Öryggi við eigin fóðurstöð felst svo ekki síst í því að hér getum við verið með birgðir af fóðri ef eitthvað kemur upp á hjá innflytj- endum. Helsti ókosturinn er sá að bygging- arkostnaður er hár en ég tel það hafa verið rétta ákvörðun að spara ekki um of rými til fóðurgerðar. Búnaðurinn sjálfur er ekki svo dýr og við teljum að þetta borgi sig þegar til lengdar lætur. Við tökum um 400 tonn af hráefnum í stöðina en ráðum við mun meira." Stór hluti af rekstri Stjörnugríss er sláturhúsið í Saltvík á Kjalarnesi sem sérhæfir sig í svínaslátrun. Þar er slátrað fyrir búið á Melum, Bjarnastaði og Sléttusvín. Húsið þjónustar einnig svínabúið í Braut- arholti og Vatnsleysubúið. í Saltvík er slátrað um 40 þúsund grísum á ári en húsið var byggt árið 1999 og hefur verið stækkað og betr- umbætt síðan. Þar fer fram úrbein- ing og grófpartasala. Stjörnugrís hefur nýlega dregið sig út úr full- vinnslu með því að selja hlut sinn í Ferskum kjötvörum. Að sögn Geirs Gunnars framkvæmdastjóra vildi fyrirtækið með því einbeita sér að því sem það teldi sig best í, þ.e. uppeldi og slátrun. Hann bendir á að það sé einnig kostur að vera hlutlaus gagnvart öðrum kjöt- vinnslu en afurðirnar séu nú seldar á opnum markaði. GETA SVÍNABÆNDUR RÆKTAÐ EIGIÐ KORN? I umræðu um kornrækt á Islandi hefur ver- ið minnst á mikla kornnotkun á svínabúum og hvort í því felist möguleikar fyrir íslenska kornbændur. Geir Gunnar segir að það fari tvennum sögum af gæðum íslenska korns- ins og hvort það sé heppilegt í svínafóður- blöndur en það sem þeir hafi reynt gefi góða raun. „Þetta þurfum við að skoða bet- ur en ef íslenskt korn er á sambærilegu verði við erlent þá er ekki spurning að við eigum að rækta það sjálfir. Það hefur lengi blundað í okkur að fara út ( byggrækt, ekki síst til að nýta allt það land sem við eigum ásamt því að nýta búfjáráburðinn sem til fellur. Margir horfa á skítinn sem óþægilega mengun en ég vil fremur ííta á hann sem verðmæti. Hann er vel samsettur næringar- lega séð fyrir gróður. Ef við getum nýtt skít- inn sem áburð í kornrækt myndum við ná þessum verðmætum fram. í dag erum við að dreifa skít reglulega en hann er plægður niður í móa og mela. Þannig nýtum við ekki beinlínis þá orku og næringu sem er í skítn- um." Það má taka fram í þessu samhengi að á Melum er skítnum safnað saman í 6 þúsund tonna tank sem stendur nokkru fyrir neðan svínabúið. Tankurinn rúmar u.þ.b. hálfs árs úrgang af svínabúinu en hann er tæmdur á vissum árstímum. Þá er skítnum dreift eða hann plægður niður í jarðveg eins og áður sagði. FREYR 06 2005 19

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.