Freyr

Volume

Freyr - 01.06.2005, Page 23

Freyr - 01.06.2005, Page 23
NAUTGRIPIR talsvert breytilegum tíma. Það leiðir til þess að þessar kýr eru misgamlar þegar samanburður er gerður á milli þeirra. Á ein- stökum afkvæmahópum getur þessi munur í aldri numið 8-10 mánuðum og flestir bændur þekkja að það getur haft um- talsverð áhrif á áhættu kúnna til förgunar og förgunarhlut- föll verður að skoða með hlið- sjón af því. ( þessum saman- burði þá á Punktur 94032 nokkru yngri dætur en hin nautin úr 1994 árgangnum sem þarna eru. Hjá 1995 naut- unum eru dætur þeirra Seifs 95001 og Soldáns 95010 tals- vert eldri en hinna nautanna og dætur Túna 95024 yngstar að meðaltali. Hjá 1996 naut- unum eru dætur Hófs 96027 og Fróða 96028 nokkru yngri en hinna nautanna tveggja. Þegar þessar tölur eru skoð- aðar þá koma ekki fram vís- bendingar um óeðlileg afföll dætra neinna af þessum naut- um. Það er að vísu greinilegt að dætur nautanna sem fædd eru 1995 koma í þessum sam- anburði slakast út, en margar skýringar kunnu að vera á ára- mun til viðbótar þvf að tilfinn- ing okkar sem að skoðum höf- um staðið er að dætur þessara nauta standi í þessu tilliti eitt- hvað að baki dætrum naut- anna frá 1994 og 1996. Rétt er samt að hafa hugfast í þess- um samanburði að hópunum undan Seifi og Sprota eru svo fáar kýr að gæta ber varfærni við að draga vfðtækar ályktan- ir. Eins og vænta má er lítil förgun hjá dætrum þessara nauta vegna lélegra afurða og einnig hefur ófrjósemi kúnna ekki enn náð að setja nein telj- andi skörð í hópinn. Júgur- mein ýmiss konar eru yfir- gnæfandi sem förgunarþáttur og vegur þar júgurbólga hvað þyngst en aðeins ber einnig á spenastigi sem aldurtila, eink- um hjá dætrum Soldáns 95010 og Hófs 96027, en það eru einmitt þau naut úr þess- um hópi sem gefa einna lág- fættastar kýr. Rétt er að benda á að afföll eru eitthvað ofmet- in vegna þess að undir liðnum „annað" er að finna nokkuð af kúm sem horfið hafa af skýrsluhaldi á viðkomandi bú- um vegna sölu, í flestum tilvik- um við það að mjólkurfram- leiðsla leggst af á viðkomandi búi. Kýrnar, sem eftir lifa og hafa borið fyrir augu okkar við end- urskoðun, hafa verið flokkað- ar í þrjá hópa, sem góðar kýr, meðalkýr og gallagripir. Hlut- fallsskipting úr þessu mati fyr- ir einstaka dætrahópa er sýnd í töflu 2. Sú mynd sem þessar kýr gefa um feður sína er í heildina glæsileg þó að hún sé um leið talsvert breytileg. VIÐBÓTARUPPLÝSINGAR STAÐFESTA MYNDINA Öll nautin frá 1994 sýna góða mynd fyrir dætur sínar. Nú er til viðbótar fyrir öll þessi naut kom- in feikileg viðbótareynsla um dætur þeirra vegna þess að gríðarlega stórir dætrahópar undan þessum nautum öllum hafa komið fram við skoðun á kúm árið 2004 og nú á vordög- um 2005. Þar hefur sú mynd, sem endurskoðunin sýnir, verið rækilega staðfest. Dætur Kaðals 94017 eru ögn breytilegri en dætur hinna nautanna og eru það aðallega gallar í mjöltum og skapi hjá sumum þeirra sem spilla þar fyrir. Sllka galla er mjög fátítt að rekast á hjá dætr- um hinna nautanna þriggja. Nautin frá 1995 sýna eins og áður segir slakasta heildarmynd þessara þriggja nautaárganga. Samt er myndin fyrir dætur Seifs 95001 um margt mjög glæsileg en þá er minnt á hinn takmark- aða fjölda dætra hans sem hvetur til varkárni í ályktunum. Stóru dætrahóparnir undan þessum nautum eru núna í upp- eldi og fyrstu kýrnar að koma fram við skoðun nú í vor og þær kýr renna stoðum undir að mikl- ar glæsikýr sé að finna á meðal dætra Seifs og einnig er Ijóst að Soldán er að skila mörgum glæsikúm í framleiðsluna í hópi hinna ungu dætra hans núna. Myndin fyrir nautin frá 1996 er í heildina feikilega jákvæð. Ákaflega margar einstakar glæsikýr undan þessum nautum bar fyrir augu við endurskoðun- ina, sérstaklega á meðal dætra þeirra Hófs 96027 og Hvítings 96032, en einnig eru dætur Fróða 98028 ákaflega öflugar kýr en sumar kaldlyndar í skapi sem spillir fyrir einhverjum þeirra við mat eigenda. Ljóst er að endurskoðun, eins og hér hefur verið gerð grein fyrir, er nauðsynlegt að hafa sem fastan þátt í framkvæmd ræktunarstarfsins. Komi fram alvarlegir gallar hjá dætrum ein- hverra nauta þegar þær eldast, sem góðu heilli virðist ekki eiga við um neitt af þessum nautum sem hér er fjallað um, er nauð- synlegt að geta tekið tillit til slíkra upplýsinga við val á son- um þeirra til notkunar. Heildar- mynd þeirra nauta, sem hér er fjallað um, er jákvæð. Á þessu ári eru til endurskoð- unar dætur nautanna úr ár- gangi frá 1997 en þar er um að ræða fleiri naut en áður vegna þess að sex naut úr þeim hópi hafa verið valin sem mögulegir nautsfeður. Ljóst er á grunni þeirrar vinnu sem þegar hefur verið framkvæmd, að þar mun að vænta meiri munar á milli hópanna en við höfum séð til þessa hjá þeim hópum sem hér voru til umfjöllunar. FREYR 06 2005 23

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.