Freyr - 01.06.2005, Page 31
SAUÐFJÁRRÆKT
niðurstöðurnar frá árunum
2002 og 2003. Með tölulegum
niðurstöðum um hverja rann-
sókn frá haustinu 2004 er auk
þess að finna þar örstutta um-
fjöllun í texta um hverja rann-
sókn.
Til að gefa hugmyndir um
allra áhugaverðustu hópana,
sem fram komu í rannsóknun-
um, er í töflu 2 gefið yfirlit um
þá afkvæmahópa sem fengu
þar 135 eða meira í heildarein-
kunn. Rifjað skal upp að heildar-
einkunnin er mynduð sem ein-
falt meðaltal einkunnar hvors
þáttar rannsóknarinnar, annars
vegar einkunn frá lifandi lömb-
um, byggt á ómmælingum og
stigagjöf lamba, og hins vegar
einkunn úr sláturhluta sem
byggir á kjötmatsniðurstöðum
þar sem fitumatið vegur 60%
og mat fyrir gerð 40%.
Það eru samtals 44 hrútar
sem ná þessum mörkum fyrir
afkvæmahópa sfna. Taflan sýnir
að þessa hrúta er að finna vítt
og dreift um allt land. Þarna
blasa glögglega við þær miklu
framfarir sem eru í stofninum
gagnvart kjötgæðaeiginleikun-
um vegna þess að 27 af þessum
hrútum eru veturgamlir hrútar,
12 þeirra tvævetra og aðeins 5
eldri hrútar. Þetta er allt önnur
aldurskipting og jafnyngri hrút-
ar en í rannsóknunum í heild.
Þarna er að finna topphrúta
bæði af hyrndum og kollóttum
en af hrútunum 44 eru 12 koll-
óttir en hinir hyrndir. Áhrif sæð-
inganna eru einnig feikilega
mikil í þessum hrútahópi vegna
þess að 31 af þessum hrútum er
sonur stöðvarhrúts. Flesta syni
þarna á Leki 00-880 eða sex
samtals. Garpslfnan kemur
þarna sterkt fram vegna þess að
Lækur 97-843, faðir Leka, á
þarna fimm syni og Garpssyn-
irnir, Túli 98-858 og Víðir 98-
887, eiga tvo syni hvor. Áll 0-
868, sem er Lækjarsonur eins
og Leki, á tvo syni og það á
einnig Álssonurinn Hylur 01-
883. Lóði 00-871 er eini hyrndi
stöðvarhrúturinn, sem er ekki af
Garpsllnunni, sem á fleiri en
einn son, en Lóðasynir eru tveir.
Af kollóttu stöðvarhrútunum er
það aðeins Þokki 01-878 sem
þarna á fleiri en einn son en þeir
eru tveir. Ástæða er einnig til að
benda á það að Hnöttur01-178
á Melum 2 í Árneshreppi á
þarna tvo syni, en nokkrir hrút-
ar undan honum hafa undan-
farin tvö haust vakið mikla at-
hygli fyrir ótrúlega mikil læra-
hold afkvæma sinna.
EFSTU HRÚTARNIR
Víkjum örfáum orðum að hrút-
unum sem standa allra efstir í
töflunni. Efstur stendur Leki 03-
620 í Kjarna í Arnarneshreppi
með 160 í heildareinkunn en
sláturlambahlutinn gefur hon-
um 190 í heildareinkunn. Yfir-
burði sína sækir þessi hrútur
fyrst og fremst I ótrúlega mikið
frávik í fitumati lambanna, sem
virðast hafa verið nær fitulaus
samkvæmt því mati. Þessir yfir-
burðir koma ekki á óvart með
tilliti til ætternis hans en hann á
samnefndan föður nr 00-880 og
móðurfaðir hans er Ljóri 95-828.
Lömbin undan honum voru
heldur léttari en undan hrútum,
sem stóðu með honum i rann-
sókninni, og einnig er rétt að
nefna að hann er í samanburði
við kollótta hrúta og meginhluti
lambanna undan honum því
blendingslömb milli hyrnds og
kollótts fjár. Þessi yfirburðakind
mun því miðurfallin. Næsti hrút-
ur, Bósi 02-499 á Stakkanesi I
Steingrímsfirði, er með 157 í
heildareinkunn og 185 fyrir slát-
urlambahlutann. Þessi hrútur er
að gefa feikilega mikið jákvætt
útslag fyrir báða þætti kjötmats-
ins, en lömbin undan honum
eru ívið léttari en undan öðrum
hrútum sem eru með honum (
rannsókninni. Þetta er kollóttur
hrútur og er faðir hans, Nettur
98-445, fenginn frá Bassastöð-
um.
Fikrum okkur aðeins niður list-
ann og kemur þá Stubbur 03-
415 hjá Baldri á Hauksstöðum í
Vopnafirði í þriðja sæti. Þessi
hrútur er með 156 I heildarein-
kunn og 180 úr kjötmatsþætti
rannsóknarinnar. Hér fer saman
góð gerð sláturlambanna og
ótrúlega mikið jákvætt frávik
hans i fitumati sem tæpast kem-