Freyr - 01.06.2005, Síða 37
STEINSMÍÐI
Þegar vart verður við að steinninn sé að
því kominn að klofna skal slá með meiri
þunga á fleygana í miðjunni.
Eftir því sem fleygarnir ganga lengra nið-
ur eykst þenslan í steininum gríðarlega mik-
ið. Fari allt að vonum myndast sprunga milli
fleyganna og áfram niður skammhliðarnar
á steininum. Það vekur mikla gleði þegar í
Ijós kemur að sprungan fer beint niður.
En oft og kannski oftast fer sprungan sín-
ar eigin leiðir og brotfletirnir verða ójafnir.
Eitt ráð til að koma í veg fyrir það er að
steinninn hvíli á sléttu undirlagi.
Þegarsprungan milli holnanna kemurfram
er gott að slá aukalega á einn af fleygunum í
miðjunni. Við það losnar um flesta aðra
fleyga og unnt er að tína þá saman ásamt
stálþynnunum áður en steinninn dettur í
tvennt. Þetta eru verðmæti sem gæta þarf
vel. Stálþynnur, sem detta niður milli helming-
anna, er gott að tína upp með segulstáli.
Ef steinhlutarnir falla ekki hvor frá öðrum
af sjálfu sér er gott að reka járnkarl niður í
sprunguna. Við það losna litlar steinflísar og
falla enn lengra niður og auðvelda það að
kljúfa steininn. Að lokum er svo steinhlut-
unum komið fyrir til frekari vinnslu með
hjálp járnkarls eða traktors.
Gott er að höggva rauf milli borholnanna.
Það hjálpartil að beina sprungunni í rétt
átt.
Fleygar með stálhlífum. Það er til bóta að
gera vinkil á enda hlífanna. Þá er auðveld-
ara að koma þeim fyrir og þær falla ekki
eins langt niður þegar steininn klofnar.
Hlífarnar eru reknar niður að vinkli. Sjá aft-
ari fleyginn.
VARÚÐ
Hættulegasti hluti verksins er lokaáfangi
klofningsins. Steinninn getur þá sprungið
skyndilega og hlutarnir fallið hvor frá öðr-
um. Hér getur verið um mikinn þunga að
ræða og lífshættulegt getur verið að lenda
undir honum. Það er því öruggast að liggja
á hnjánum uppi á steininum þegar loka-
hnykkurinn er gerður. Þegar um minni
steina er að ræða er þó gott að standa við
aðra skammhlið steinsins.
Til að verja sig gegn steinflísum, sem geta
skotist frá fleygunum, er nauðsynlegt að
nota hjálm með andlitsvörn og helst hlífðar-
gleraugu. Skór eða stígvél eiga að vera með
stáltá og hanskar eru sjálfsagðir. Þá þarf að
gæta þess að loftþjappa og slöngur við
hana sé í lagi sem og lokinn á loftúttakinu.
ÚTBÚNAÐUR
Tækjakostur við að kljúfa grjót er í fyrsta
lagi fleygar og stálþynnur. í einu pari er
fleygur og tvær þynnur. Fleygarnir eru 12
sm langir, annað hvort steyptir eða sérsmíð-
aðir. Þynnurnar eru líka úr stáli, flatar og um
Þá er að slá niður fleygana. Lokahnykkur-
inn fer fram þannig að steinsmiðurinn er á
hnjánum uppi á steininum til öryggis.
Hér fór sprungan beint niður.
25 mm breiðar. Þeim er komið fyrir milli
fleygs og steins. Þegar fleygurinn er rekinn
niður strýkst hann við þynnurnar sem jafna
út þrýstingnum á steininn.
Fleygar og þynnur eru smurðar með
koppafeiti. Þannig má minnka viðnámið og
þau endast lengur.
Ekki er ástæða til að nota þunga sleggju
til að reka fleygana niður. Hamar, um 1,5 kg
á þyngd, dugar vel. Þegar líður á verkið má
nota þyngri hamar eða léttsleggjur.
Til að bora holur er best að nota loft-
pressu sem knúin er af meðalstórum trak-
tor, um 50 hestafla. Notaður er venjulegur
bor, 22 mm sver. Nýir borar bora svolítið
víðari holur en slitnir borar og það er kost-
ur.
Það má komast langt með að meðhöndla
grjótið með járnkarli og steingaffli aftan á
traktor. Þeir sem meira vilja við hafa nota þó
traktorsgröfu eða jafnvel vélgröfu.
Helmingarnir eru losaðir í sundur með járn-
karli. Litlar steinflísar niðri í sprungunni
hjálpa til.
Helmingunum er snúið þannig að brotsárið
snúi upp, og þannig tilbúnir til að verða
klofnir aftur.
FREYR 06 2005