Freyr - 01.06.2005, Page 39
FERÐAÞJÓNUSTA
Ferskt grænmeti - ódýrara en út úr búð og þú veist hvað þú ert að láta ofan í þig! Ljósm. Elín Berglind Viktorsdóttir.
Umhverfisstjórnunarkerfi
Dæmi um verkaröð
Heimild: Stefán Gíslason, 2002
unni. Umhverfisstefna og
stöðumat eru þeir þættir sem
skoðaðir eru í upphafi ferilsins
en síðan þarf að útfæra um-
hverfisstefnuna með markmiðs-
setningu og framkvæmdaáætl-
un. Þá þarf að hefja mælingar
og skrá niður þætti eins og
vatnsnotkun, orkunotkun, inn-
kaup á umhverfisvottuðum vör-
ur, sorp sem fellur til o.fl. Þessar
mælingar eru ósjaldan þrösk-
uldur f umhverfisvinnunni en
jafnframt einn mikilvægasti
þátturinn í ferlinu því að það er
hér sem upplýsingar fást um
hinn raunverulega sparnað sem
þessi vinna hefur í för með sér.
Regluleg endurskoðun á um-
hverfisstefnunni, ný markmiðs-
setning og eftirfylgni er nauð-
synleg til að viðhalda vinnunni.
Markmið með umhverfisvottun
er að tryggja þessa eftirfylgni
auk þess sem hún er staðfesting
á því starfi sem fram fer í fyrir-
tækinu. Auk ofangreindra þátta
þá skiptir uppfræðsla starfsfólks
og upplýsingagjöf til almenn-
ings miklu máli.
SVEITARFÉLÖG/SAMFÉLÖG
Ferðaþjónusta er vaxandi at-
vinnugrein og sjá mörg sveitar-
félög hag í frekari uppbyggingu
í ferðaþjónustu. Sem dæmi má
taka sveitarfélagið Skagafjörð,
en nýlega var ákveðið að vinna
þar stefnumótun fyrir ferða-
þjónustu í Skagafirði fyrir árin
2006-2010 [ samvinnu við
Ferðamáladeild Hólaskóla. Á
fyrsta opna fundinum, sem
haldinn var 7. júní síðastliðinn
fyrir íbúa Skagafjarðar, kom ein-
mitt skýrt fram nauðsyn þess að
mismunandi atvinnugreinar
ynnu saman. Einnig að samstarf
á milli fyrirtækja og á milli fyrir-
tækja og íbúa er nauðsynlegt til
að leggja sterkan grunn að allri
stoðþjónustu við ferðaþjónustu.
Hér komum við aftur að því
að ferðaþjónusta er engum
óviðkomandi og því mikilvægt
að almenn sátt ríki um upp-
byggingu á svæðinu. Vinna að
Staðardagskrá 21 getur komið
sér vel í slíkri stefnumótunar-
vinnu þar sem lögð er áhersla á
skýra stefnu, lágmörkun nei-
kvæðra áhrifa á samfélagið og
stefna að sem mestum jákvæð-
um áhrifum. Skoða þarf vel þær
auðlindir sem hægt er að nýta
til ferðaþjónustu og þá umgjörð
sem þarf að þróa samhliða. Hér
geta margar atvinnugreinar
komið að máli, t.d. ferðaþjón-
usta, frumframleiðendur í kjöt-,
mjólkur- og fiskvinnslu, banka-
og þjónustustofnanir, hand-
verksiðnaður og samgöngugeir-
inn. Allt getur þetta stutt við
bakið á hvert öðru og því öfl-
ugri sem samvinnan er því lík-
legra er að svæðið skapi sér sér-
stöðu og sterka ímynd - ekki
aðeins fyrir ferðaþjónustugrein-
ina.
FREYR 06 2005
39