Freyr - 01.06.2005, Síða 41
Rjómabúið á
Baugsstöðum 100
Um þessar mundir eru liðin 100
ár frá stofnun og starfrækslu
Rjómabúsins á Baugsstöðum í
Stokkseyrarhreppi (nú í Árborg).
Stofnendur voru 29 bændur úr
Stokkseyrar- og Gaulverjabæj-
arhreppum og var stofnfundur
að Baugsstöðum 8. október
1904. Um haustið og veturinn
fóru ýmsar undirbúningsfram-
kvæmdir af stað en sjálfan
rjómabússkálann reisti Jón
Gestsson smiður í Villingaholti í
maí-júní 1905. Er búið tók til
starfa, 21. júnt 1905, voru þátt-
takendur orðnir 48. Við bættust
bændur úr neðanverðum Vill-
ingaholtshreppi. Fyrsta rjóma-
bússtýran var Margrét Jónsdótt-
ir frá Sandlækjarkoti ( Gnúp-
verjahreppi og fyrsti stjórnarfor-
maðurinn var Ólafur Árnason,
kaupmaður á Stokkseyri.
Rjómabúið á Baugsstöðum
vann smjör og osta úr rjóma fé-
lagsmanna í tæp 50 ár, 1905-
1952, en þá voru aðeins tveir
félagsmenn eftir. ( þessu starfi
munaði mest um rjómabústýr-
una og forystukonuna Margréti
Júníusdóttur frá Syðra-Seli. Er
hún kom að búinu 1928 var
það á fallanda fæti en nær öll
önnur rjómabú landsins höfðu
þá hætt störfum. Ný hreyfing
var komin upp, mjólkurbúin og
mjólkursamlögin. Eitt hið fyrsta
þeirra, Mjólkurfélag Reykjavíkur,
bauð í mjólk bændanna á þess-
um slóðum og sendi eftir henni.
Því fór svo að rjómabú var ekki
starfrækt á Baugsstöðum 1925
og 1927. Þá voru og fráfærur
hættar, sauðamjólkina vantaði
sem hafði verið gott búsílag.
Svar Margrétar Júníusdóttur og
sveitunga hennar við stofnun
Mjólkurbús Flóamanna 1929
var að taka á móti rjóma til
smjörvinnslu allt árið. Þrátt fyrir
það þokuðust félagsmenn
rjómabúsins smátt og smátt yfir
til Mjólkurbús Flóamanna uns
starfrækslu lauk 1952.
Þá hafði Margrét Júníusdóttir
fyrir nokkru hafið pöntunarfé-
lagsverslun í rjómabúinu. Hún
var slyngur verslunarmaður og
naut frábærrar aðstoðarkonu
Guðrúnar Andrésdóttur frá
Hellukoti á Stokkseyri. Margrét
spáði því að Mjólkurbú Flóa-
manna færi á hausinn. Því vildi
hún varðveita öll tæki búsins og
vera til reiðu er við þurfti.
Verslun sína rak Margrét fram
undir andlát sitt 1969 en þá
voru glöggir menn búnir að sjá
út varðveislu þessa eina rjóma-
bús sem eftir stóð með tækjum
sínum og húsakosti. Þeir Jóhann
Briem listmálari og Baldur Teits-
son riðu þá á vaðið, og hug-
myndum þeirra var vel tekið af
þeim Kristjáni Eldjárn og Þór
Magnússyni þjóðminjavörðum.
Það voru þó heimamenn sem
hrundu af stað endurbótum á
rjómabúinu með stofnun Varð-
veislufélags rjómabúsins á
Baugsstöðum 1971. Rjómabúið
var endurvígt sem safn 25. júní
1975 og hefur síðan verið til
sýnis 10 helgar sumarmánuðina
Hnoðunarborðið fremst á myndinni. Strokkurinn aftar í horninu.-
Ljósm. Gunnar Sigurgeirsson.
ára
júní, júlí og ágúst. Og reyndar
oftar með samkomulagi við
húsvörðinn alla safnatíðina, Sig-
urð Pálsson, bónda á Baugs-
stöðum.
Stefán Jasonarson var for-
maður endurreisnarfélagsins frá
stofnun þess 1971-1992. Stjórn
Rjómabúsins á Baugsstöðum
skipa nú Sveinn Sigurmunds-
IPáll Lýðsson,
bóndi í Litlu-Sandvík
son, framkvæmdastjóri Búnað-
arsambands Suðurlands, for-
maður, Helgi (varsson frá Hól-
um, ritari, og Páll Lýðsson í Litlu-
Sandvík, gjaldkeri.
Rjómabúið á Baugsstöðum og vatnshjólið sem knýr
vélbúnaðinn áfram. Ljósm. Gunnar Sigurgeirsson.
Sigurður Pálsson, bóndi á Baugsstöðum og húsvörður,
fyrir framan strokkinn. Ljósm. Gunnar Sigurgeirsson.
FREYR 06 2005
41