Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2004, Síða 6

Freyr - 01.04.2004, Síða 6
Nýja fjósið á Egilsstöðum. Við höfum verið með um 17-25 ha undir komi síðustu 10 árin og uppskeran hefur aldrei bmgðist. A Fljótsdalshéraði er rekið félag sem heitir Héraðsbygg og það á þreskivél sem kombændur taka á leigu. Ég get varla sagt að kom- rækt sé umfangsmikil á þessu svæði og nokkuð um að menn hafi byrjað og hætt. Ég hef stundum sagt að það verði enginn ríkur af komrækt en ávinningurinn felst ekki síst í þeir- ri bættu ræktunarmenningu sem fylgir henni. Það er reynsla mín að tún, sem ræktuð era þar sem komrækt hefur verið stunduð, þau eru mjög gjöful. Eftir nokkurra ára komrækt er yfirleitt búið að ganga frá snarrót og öðram óæski- legum gróðri. Hvernig verkar þú kornið? Fyrst voram við með stórsekki, svo fóram við að setja komið i gamla votheystuma og blanda í það própionsýra. Við fylltum og tæmdum tumana með snigli og það gekk vel. Sl. haust var komið mjög þurrt við skurð eða með 86% þurrefni á akrinum og uppskeran var um 100 tonn. Við settum þá komið í stíu í gömlu hlöðunni heima þar sem við gátum blásið undir það. Ég býst við að við stefnum að þvi að þurrka komið í framtíðinni. Við getum líka haft aðgang að hita- veitu til að ylja upp loftið. Hvað notið þið hálminn? Við höfúm saxað hann og notað í undirburð undir smákálfa, sem era á mjólk, og líka fyrir kýmar. Við fóðrum ekki með honum. A gamla flugvallarsvæðinu, sem er mjög sendið, hefur hann líka ver- ið plægður niður til jarðvegs- myndunar. Nýtt fjós Viltu nú rekja hvernig mjólkur- framleiðslan hefur verið að þróast hjá ykkur síðustu ár, með nýrri Jjósbyggingu og mjaltaþjóni? Við voram með gamalt ljós, sem þótti gott á sínum tíma og hafði skilað vel hlutverki sínu, elsti hluti þess var frá því um 1921-23. Það rúmaði 52 kýr, auk þess sem þar var pláss fyrir upp- eldisgripi. Nú er komin ný ljósbygging sem hefúr verið í notkun í þrjú ár. Þar era legubásar fyrir 73 kýr en uppeldið er áfram í garnla íjósinu sem var innréttað upp á nýtt með 140 legubása fyrir kálfa eftir að þeir skilja við mjólkina upp í eins árs aldur. I nýja fjósið var svo sett- ur mjaltaþjónn. Af hverju við fóram í þessar framkvæmdir? Að einhverju leyti er það fyrir það að ég geng ekki heill til skógar, ég hef verið slas- aður á fæti frá 14 ára aldri og það bagar mig við bústörfm. Ég held þetta hafi ekki verið flóknara en það að annað hvort var að fara út í þetta eða hætta þessu. Þar á ég einkum við það að taka í notkun þessa nýju mjaltatækni með mjaltaþjóni ásamt léttari gjafaað- stöðu fyrir gróffóður. Hins vegar fylgdi þessu ákveðið taugastríð. Þetta var ný tækni, sem maður þekkti ekki, og það hefði ekki verið neitt grín ef þetta hefði ekki gengið, en þetta er mikil ijár- festing, bæði byggingin og tækin. En það er líka í mér að hafa gaman af ffamkvæmdum og ef ekkert er endumýjað og maður situr bara á gamla klakknum og svo kemur að ættliðaskiptum, þá held ég að þau séu léttari ef það er að nýju að hverfa. Ég hef ekki trú á því að bömin komi frekar að þessu með manni ef ekkert hefði verið framkvæmt. Greiðslumarkið hefúr kannski líka verið að aukast hjá ykkur? Já, það hefur tvöfaldast síðan við fluttum í nýja fjósið og er núna 295 þús. lítrar. Framleiðslan hefur hins vegar verið nokkra meiri. Viltu lýsa aðlöguninni að þess- ari nýju mjaltatækni? Mér finnast breytingamar allar vera af hinu góða, ég sakna einsk- is frá fyrra fyrirkomulagi. Þar er | 6 - Freyr 3/2004

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.