Freyr - 01.04.2004, Síða 7
ég fyrst og fremst með í huga
kýmar sjálfar og líðan þeirra.
Þetta eru allt aðrir gripir á eftir,
þeim virðist líða þama mjög vel
og em rólegar, það er varla hægt
að ýta þeim frá sér og þær liggja
utan í manni. Heilsufarið er gjör-
breytt, svo sem varðandi júgur-
bólgu, frjósemi og súrdoða.
Svo varðandi sjálfar mjaltimar
þá var breytingin nokkurt átak.
Það var bara einn góðan veðurdag
að kýmar þær voru reknar úr
gamla Qósinu í það nýja. Það varð
geysileg breyting fyrir þær kýr,
sem við vomm með þá, og satt
best að segja þá vom þetta skelfí-
legir dagar, ekki bara að fá þær til
að fara inn í þetta nýja mjaltatæki,
heldur vom þær ekki vanar þessu
nýja húsi, þær vom lausar, þær
þekktu ekki básana, né átaðstöð-
una og náttúrlega alls ekki að
ganga í þessar mjaltir.
Það vom gripir innan um sem
lærðu þetta nánast á fyrsta degi,
en öðmm gekk það verr. En svo
var áframhaldið létt, með undan-
tekningum eins og við er að búast
eins og t.d. að venja kvígumar við
þetta. I heildina gekk þetta samt
langt framar mínum vonum.
Þurftir þú að farga kúm af því
að þœr aðlöguðu sig ekki að nýju
tœkninni?
Eg get varla sagt það, kannski
tveim eða þremur, en ég held að
þær hefðu farið hvort eð var. Ein
rólegasta kýrin úr gamla fjósinu
sætti sig aldrei við umskiptin,
skalf alltaf eins og hrísla eftir að
hún flutti en hún var líka orðin 11 -
12 vetra gömul.
Hvernig breytti þetta vinnudegi
ykkar?
Ég hef stundum sagt að eftir
flutninginn hafi maður sjaldan
svitnað í Qósi, en það er ekki síð-
ur fyrir það hvað fóðmnin varð
léttari.
Mjaltarinn að vinna sitt verk.
Vinnudagurinn hefst þannig að
maður fer inn á tölvuna og fær þar
allar upplýsingar, maður getur séð
þær á skjánum eða prentað út at-
hugasemdir, svo sem um það
hvort einhverjar kýr hafa ekki
mætt í mjaltarann innan eðlilegs
tíma, frávik í hitastigi mjólkurinn-
ar eða leiðni í mjólk. Þá er næst að
líta á þessa gripi, stundum em
þessar kýr inni á legubás og þarf
bara að reka þær upp, oft þarf ekki
að gera neitt, ég er búinn að læra
það að þær koma.
Ég vil meina að sá tími sem fór
í mjaltimar eða líkamlega vinnu
hann fer núna í eftirlit með grip-
unum.
Hve þétt fara kýrnar sjáljviljug-
ar í mjaltarann?
Hann er stilltur þannig að þær fá
ekki að fara að jafnaði oftar en
fjóram til fimm sinnum á sólar-
hringi. Kýmar eiga það til að full-
nýta sér það fljótlega eftir burð ef
þær fara mjög hátt í nyt. Svo eftir
því sem líður á mjaltaskeiðið þá
fara þær að mæta sjaldnar og þrisv-
ar á sólahring er mjög algengt.
Hvað annar mjaltarinn mörgum
kúm?
Það er talað um að mjaltarinn
geti annað 70 kúm mjólkandi á
hverjum tíma. Þá má líka lítið út
af bera. Þá geta gripir farið að
verða til vandræóa ef það tekur
t.d. 15 mínútur að mjólka þá.
Hvað ertu með margar kýr?
Fjöldi kúnna er breytilegur en
eitthvað á 8. tuginn en árskýr sam-
kvæmt skýrslum em 66.
Hvernig setur þú kýr í geld-
stöðu?
Ég hafði miklar áhyggjur af
þessu þegar við fluttum í nýja fjós-
ið, en það var óþarfi því að kýmar
sjá um þetta sjálfar. Ég kannski
hugsaði sem svo að þessi kýr ætl-
aði ekki að mæta til mjalta en þeg-
ar betur var að gáð þá átti hún stutt
í burð og var með allt sitt á hreinu.
Kýmar bara mæta sjaldnar og svo
kemur sá dagur að þær hætta að
koma nema maður nái í þær. Svo
einn daginn þá sláum við þær út af
tölvunni þannig að þó að þær mæti
þá mjólkast þær ekki.
Freyr 3/2004 - 7 |