Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.2004, Qupperneq 8

Freyr - 01.04.2004, Qupperneq 8
Gunnar við fjóstölvuna. í tölvunni er þeim skipt niður í hámjólka, lágmjólka, stritlur, geldaðlögun og geldar. Við röðum þessu sjálf og nýbomar kýr eru settar í flokk hámjólka og þá fá þær að fara oftar í mjaltarann. Lágmjólka kýr koma aftur ekki upp á tékklistann þó að það líði lengri tími rnilli þess að þær mæti í mjaltir. Svo er nokkuð sem heit- ir geldaðlögun og þá em leyfðar aðeins einar mjaltir á sólarhringi. Það fer svo eftir leiðni í mjólkinni og fleim hvort við setjum hana á aðskilnað. Mjólkin úr sumum kúm er alveg í lagi út mjaltaskeið- ið en mjólk úr öðmm þarf að leiða fram hjá. Þetta gerist ekki sjálf- krafa, heldur fáum við viðvörun og jafnvel upphringingu og þurf- um þá að gefa tölvunni þessi fyr- irmæli. Þetta er mikill tœknibúnaður, hvernig er jylgst með honum? Við erum með svokallaðan þjónustusamning við fyrirtækið Vélar- og þjónustu sem seldi okk- ur tækið, sem er af gerðinni Lely. Við fáum nokkrar heimsóknir á ári frá þjónustufulltrúa þeirra. Þess utan höfum við alltaf aðgang að honum, nánast allan sólarhringinn. Ef eitthvað ber út af, sem við ráð- um ekki við sjálfír, þá kemur hann svo fljótt sem auðið er. Ég skal viðurkenna að í fyrst- unni fannst mér þetta afar fram- andi og ég var smeykur við að gera það við tækið sem mér var sagt að gera, svo sem að opna hlíf- ar og skrúfa eitthvað, en reyndin hefúr orðið sú að maður hefúr gert heilmikið með leiðbeiningum gegnum síma, ef eitthvað hefur komið upp á. Hitt er svo annað mál að það er bara sáralítið að koma upp á. Hálfu öðru ári eftir að við feng- um tækið þá birtist þjónustufull- trúinn, en hann heitir Bergur Ket- ilsson, og kvaðst ætla að skipta um heila í mjaltaranum. Þetta var svolítið spjald á stærð við eld- spýtustokk, hann kippti hinu út og stakk þessu inn og tækið gjör- breyttist við það, vinnur öðruvísi, leitar öðruvísi að spenunum og hefur meiri vídd til að grípa spena á stálmuðum júgrum. Ég segi það alveg hiklaust að eins og þessi tæki eru í dag, með uppfærslu á fyrri hugbúnaði, að þá mjólkar tækið allar kýr, svo fremi að það komist undir júgrið, en þar þarf að vera ákveðin lág- markshæð. Sú hæð er þó ekki lægri en það að það eru leiðinda- kýr að öðru leyti ef það sleppur ekki til. Fóðrunin Fyrirkomulag fóðrunar? Varðandi grófifóðurfóðrunina þá er í íjósinu svokallað Weelink kerfi sem er hollenskt að uppruna og flutt inn af Landstólpa. Við setjum í það fímm rúllur sem eru um 1,70 m í þvermál og þessi skammtur nægir í þrjá til þrjá og hálfan dag fyrir um 75 gripi. Kýmar éta beint úr rúllunum í gegnum grindur sem maður færir svo saman eftir því sem étið er. Þama komast 24 kýr að í einu. Reyndar höfúm við þama fyrir framan pláss fyrir kálrúllu sem kýmar hafa líka aðgang að. Mín skoðun á þessu er í stuttu máli sú að þetta sé afar einfalt fyr- irkomulag og einstaklega vinnu- sparandi. Maður veit ekkert af gróffóðurgjöfínni. Síðan má ræða um það hvort eitthvað annað, t.d. heilfóður, sé betri fóðrunaraðferð, en ég tel að þarna fáist fullnægjandi fjöl- breytni í fóðrinu. Best væri auð- vitað ef fóðurgildi í öllum rúllun- um væri hið sama, en það verður aldrei, þurrkstigið er breytilegt og sumt er af gömlum túnum en ann- að með hreinu vallarfoxgrasi og til að bregðast við þessu þá blönd- um við rúllunum. Við merkjum hvaðan hver rúlla er og látum efnagreina heyið þannig að það er hægt að stjóma þessu. Ég hef margoft séð hvemig kýr étur fyrst af hálfblautu vallarfox- grasi en fær sér svo á eftir af þuiru heyi af gömlu túni. Ég segi því | 8 - Freyr 3/2004

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.