Freyr - 01.04.2004, Qupperneq 9
Weelink fóðurgjafi sér um gróffóðurgjöfina.
stundum að kýmar blanda þetta
sjálfar. Svo hafa þær alltaf aðgang
að rúllunum.
Svo er einn punktur í þessu.
Fjósið var byggt þannig að við
gátum stýrt umferðinni í því, sem
þýddi það að kýmar komust ekki í
gróffóður öðmvísi en að fara í
gegnum mjaltaþjóninn. Þetta er
núna allt búið að opna, það er eng-
in þvingun á umferð kúnna um
fjósið.
Það sem gerðist var það að þeg-
ar settar voru inn nýjar rúllur þá
vildu kýmar komast strax í þær og
það myndaðist óþarfa spenna við
mjaltaþjóninn sem þær þurftu að
komast í gegnum. Nú er þetta
frjálst og kýrnar verða heldur
aldrei svangar, sem er mikilvægt.
Maður heyrir t.d. aldrei kú öskra í
fjósinu, nema bara ef nýfæddur
kálfur er tekinn frá henni.
Mér finnst mikilvægt að koma í
veg fyrir að það myndist þama
spenna. Ég man í gamla fjósinu að
það vom fastir gjafatímar og ef
manni seinkaði einhvem morgun-
inn, t.d. eftirþorrablót, þá heyrðist
ekki mannsins mál fýrir öskri í
kúnum, þær vom alveg stilltar
inni að fá sitt fóður á sama tíma.
Núna stjóma þær þessu sjálfar.
Kjamfóðurgjöfin ?
Kjarnfóðrið er annars vegar
gefíð í mjaltaranum þar sem hver-
ri kú er skammtað ákveðið magn í
einu. Síðan erum við með svokall-
aðan súrkomsbás þar sem við gef-
um heimaræktað valsað bygg. Þar
éta kýrnar upp úr keri og fá
ákveðinn tíma til þess í hvert skip-
ti. Hve mikið hver kýr fær stjóm-
um við í tölvunni. Tölvan lærir
inn á hverja kú og gerir sér mynd
af því hve oft hún mætir í mjaltir
og skiptir magninu eftir því. í
mjaltaranum fá kýmar kögglaða
fóðurblöndu. Reyndar er þessi
gjafatækni á kjamfóðri til bóta
vegna þess að þama er hægt að
dreifa henni meira en með gamla
laginu.
Nýting beitarinnar?
Beit kúnna breyttist ekkert með
nýja fjósinu. Kúnum er mest rand-
beitt á grænfóður og tún og þar
með talda há. Beitinni þarf að vera
þannig fyrir komið að kýmar þurfi
ekki að fara yfír umferðarveg.
Þær geta þó þurft að fara býsna
langt, eða hátt í kílómetra, en auð-
vitað er æskilegt að hafa stykkin
sem næst fjósinu. Mest stjóma
kýmar sér sjálfar.
Fjósið er opið og þær ráða hve-
nær þær fara og hvenær þær koma
aftur. Við höfum verið með græn-
fóðurstykki í landi Egilsstaða II
og þá þurfa kýmar að fara yfír
heimreiðina og þá höfum við
húrrað þeim yfir í einu lagi og
lokað á eftir þeim og tekið þær
eins til baka.
En kýrnar sækja alveg jafnt í
mjaltirnar þó að þœr séu á beit?
Já, það finnst mér. En það er
gaman að sjá að þær mynda klíkur
sem fara á beit saman og koma
heim saman. Svo höfum við það
þannig að við hleypum þeim á ann-
að beitarhólf eftir hefðbundinn
kvöldmjaltatíma og lokum og opn-
um þá bara hlið. Gárungamir kalla
þetta mislæg gatnamót hjá okkur.
Þær eiga alltaf aðgang að bæði
grasi og grænfóðri, mér fínnst ekki
gott að þær eigi bara aðgang að
káli. Þær rífa fyrst í sig grænfóðrið
en fara alltaf í tún á eftir.
Við reyndum á tímabili að nota
bygg til beitar, en mér fannst það
ekki borga sig, þetta var svo stutt-
ur tími sem það nýttist, en um Icið
og byggið skreið þá fóru kýrnar
að fúlsa við því, auk þess sem það
er dýrt í sáningu.
Rýgresið, einært eða ijölært, er
alveg ótrúleg jurt, það vex nánast
upp í kýmar. Fóðurkálið er aftur
allt vetrarrepja.
Arleg grænfóðurrækt hjá okkur,
til að beita og rúlla, er um 15 ha.
Burðartími?
Það er alit sem mælir með því
að burðartíma sé vel dreift yfír
árið í því kerfí sem við notum og
heldur ekkert því til fyrirstöðu.
Freyr 3/2004 - 9 |