Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.2004, Qupperneq 14

Freyr - 01.04.2004, Qupperneq 14
Um skýrsluhaldið í naut- griparækt árið 2003 Umfjöllun um nokkrar niðurstöðutölur Ur skýrsluhaldi í naut- griparækt árið 2003 má glöggt lesa ýmsar niður- stöður sem endurspegla þróun mjólkurframleiðslunnar og skýrsluhaldsins á síðustu ár- um: * Afurðir eftir hvem grip aukast * Búum í framleiðslu fækkar og þau stækka * Hlutfallsleg þátttaka í skýrslu- haldinu eykst * Fleiri skýrsluhaldara skila skýrslum á rafrænu formi með notkun á forritinu ÍSKÝR. Einnig má benda á eftirtalda þætti: * Afurðaþróun milli ára er breytilegri á milli héraða en verið hefur síðustu árin * Glæsilegt Islandmet í meðalaf- urðum eftir hverja kú á einu búi var sett á árinu * Dauðfæddum kálfum fjölgar enn og er hlutfall þeirra orðið með öllu óviðunandi. Hér á eftir verður fjallað nánar um þessi atriði og mörg önnur í texta, töflum og myndrænni um- fjöllun. Framkvæmd skýrsluhaldsins var með líkum hætti og verið hef- ur um nokkurt árabil. Tvær breyt- ingar er samt rétt að minnast á. Sí- fellt fleiri skýrsluhaldarar hafa farið að færa skýrsluhald sitt með rafrænum hætti með aðstoð skýrsluhaldsforritsins ÍSKÝR og mun nú láta nærri að um fjórðung- ur upplýsinga berist á þennan hátt til úrvinnslu og uppgjörs. Með forritinu fá notendur ýmsa mögu- leika til frekari upplýsingaöflunar fyrir búið en núverandi skýrslu- haldsform veitir. Haustið 2003 tók gildi reglu- gerð um einstaklingsmerkingar nautgripa. Með því fékk skýrslu- eftir Jón Viðar Jónmundsson haldið enn aukið hlutverk vegna þess að hjá skýrsluhöldurum fær mjólkurskýrslan hlutverk hjarð- bókar samkvæmt reglugerð. Rétt er að vekja athygli á því að með því færist sú skylda á skýrsluhald- ara að skila mjólkurskýrslu reglu- lega í hverjum mánuði eins og raunar meirihluti þeirra hefur ætíð gert. Örfáir þeirra hafa hins vegar ekki tamið sér slíka sjálfsagða reglusemi og þurfa því að gera bragarbót á sínum vinnubrögðum. Tafla 1. Nokkrar fjölda- oq meðaltalstölur úr skýrsluhaldinu árið 2003 Búnaðarsamband Fjöldi búa Fjöldi Árskýr Bústærð Nyt, kg Kjarn-fóður Kjalarnesþings 6 210 151,8 25,3 4.902 973 Borgarfjarðar 61 2.266 1618,9 26,5 4.924 816 Snæfellinga 28 934 645,1 23,0 5.249 858 Dalasýslu 16 523 362,7 22,7 4.729 878 Vestfjarða 26 758 574,0 22,1 4.706 782 Strandamanna 1 44 31,4 31,4 3.950 1.036 V-Húnavatnssýslu 20 672 467,1 23,4 4.847 805 A-Húnavatnssýslu 38 1.189 829,1 21,8 4.842 885 Skagfirðinga 61 2.602 1945,4 31,9 5.131 867 Eyjafjarðar 111 5.506 4061,6 36,6 5.053 880 S-Þingeyinga 70 1.957 1470,5 21,0 5.025 867 Austurlands 25 957 733,0 29,3 4.548 940 A-Skaftafellssýslu 12 433 309,4 25,8 5.223 1.034 V-Skaft., Rang. 116 4.716 3246,3 28,0 5.178 780 Árnessýslu 131 5.954 4057,1 31,0 5.235 986 Landið allt 722 28.721 20503,4 28,4 5.063 881 114 - Freyr 3/2004

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.