Freyr - 01.04.2004, Blaðsíða 16
Afurðaþróun 2002-2003
# cf <ý # <$* Co* v/ ^
□ 2002 «2003
Mynd 2. Samanburður afurða milli áranna 2002 og 2003.
félag hefur nú í heila öld staðið í
forystu nautgriparæktarstarfsemi í
landinu og fagnaði á árinu 2003
hundrað ára afmælis félagsins
með miklum glæsibrag. Önnur
mjög kúamörg félög eru Nf. Snæ-
fellinga þar sem 934 kýr voru
skýrslufærðar og Nf. Skeiða-
hrepps þar sem kýr á skýrslu árið
2003 voru 915.
Búin halda áfram að stækka
Búin halda áfram að stækka.
Skýrslufærðar kýr á hverju búi eru
að jafnaði 39,8 (38,8) eða einni
fleiri en árið áður og reiknaðar ár-
skýr 28,4 (28,2) en í sambandi við
þá tölu er minnt á það sem áður er
sagt að verulegur hluti búanna,
sem hóf skýrsluhald á árinu, gerði
það ekki fýrr en á haustdögum
þegar skyldumerkingar hófust.
Jafnstærstu búin eru í sömu fé-
lögum og árum. Sérstaða Nf.
Skarðshrepps er mikil en þar er
aðeins orðið eitt bú í mjólkur-
framleiðslu með 167 kýr á skýrslu
og 115,6 árskýr. í Nf. Svalbarðs-
strandar er meðalbústærð 70,8 kýr
skýrslufærðar og 51,4 reiknaðar
árskýr.
Árið 2002 voru meðalafurðir í
nautgriparæktarfélögunum í fyrs-
ta skipti yfír 5000 kg af mjólk eft-
ir hverja kú, en árið 2003 voru af-
urðir íslensku mjólkurkúnna enn
meiri. Meðalafúrðir eftir hverja
árskú voru 5063 kg (5006) og eft-
ir hverja fullmjólka kú fengust að
jafnaði 5079 kg af mjólk (5032).
Efnahlutföll mjólkurinnar taka
nánast engum breytingum frá ár-
inu áður, fítuhlutfall reiknast að
meðaltali 4,03% (4,01) og pró-
teinhlutfallið 3,36% (3,38). Á
allra síðustu árum hefur prótein-
hlutfall mjólkurinnar aftur farið
heldur hækkandi, jafnhliða umtal-
sverri aukningu á mjólkurmagni.
Vegna hins sterka neikvæða sam-
bands, sem er á milli magns
mjólkur og hlutfalla efna í henni,
er þetta þróun sem ekki er algengt
að sjá í þessum efnum. Það er hins
vegar staðfesting á því að mark-
mið ræktunarstarfsins um að ná að
halda óbreyttum efnahlutföllum,
jafnhliða aukningu próteinmagns-
ins, hefur gengið eftir. Þetta er
þróun sem ekki var möguleg á
meðan ræktunarstarfíð með tilliti
til afurða miðaði eingöngu að því
að auka mjólkurmagnið.
Eitt af þeim atriðum í tengslum
við skýrsluhaldið í nautgriparækt
og ræktunarstarfíð, sem mögulegt
er að færa til betri vegar en er í
dag, er að auka mælingar á mjólk-
ursýnum úr kúm í skýrsluhaldinu.
Það eru því miður alltof mörg bú
sem færa mjólkurskýrslur, sem
senda ekki reglulega sýni úr kún-
um til efnamælinga hjá RM. Ljóst
er að þær upplýsingar, sem hver
og einn bóndi fær um einstakar
kýr í hjörðinni um efnahlutföll
mjólkur og frumutölu, eru veru-
lega mikilvægar fyrir rétta
ákvarðanatöku í búrekstrinum. Til
viðbótar eru þessar niðurstöður
ómetanlegur þáttur fyrir hið sam-
eiginlega ræktunarstarf. Bæði
efnamagn mjólkurinnar og júgur-
hreysti kúnna, þar sem frumutala
mjólkurinnar er langmikilvægasta
mælingin, hafa fengið verulega
aukið vægi í ræktunarstarfínu á
síðustu árum. Til þess að tryggja
eins mikinn árangur og mögulegt
er í þessum efnum eru hins vegar
almennar og reglulegar efnamæl-
ingar mjólkurinnar alger undir-
staða. Sé þar slegið við slöku
verður árangurinn til lengri tíma
litið áreiðanlega í samræmi við
það.
Um það hefur oft verið fjallað
að sú skráning á kjamfóðurgjöf,
sem gerð er í skýrsluhaldinu, segi
minna og minna um fóðmn kúnna
með aukinni fjölbreytni í fóðmn
þeirra. Það, sem þær tölur em
samt öðm fremur nothæfar til að
meta em þær breytingar sem eiga
sér stað frá ári til árs á landsvísu í
fóðrun kúnna. Þar sem þessar
upplýsingar eru skráðar var kjam-
fóðurgjöf fyrir hverja kú á árinu
2003 881 kg (911) að jafnaði. Af
því er áreiðanlega hægt að draga
þá ályktun að nýting gróffóðurs
vegna mikilla gróffóðurgæða hef-
ur verið ákaflega góð árið 2003 í
mjólkurframleiðslunni vegna þess
að afurðaaukning samhliða minni
kjarnfóðurnotkun er trauðla
möguleg nema gæði gróffóðursins
séu í hámarki.
Afurðaþróun breytileg
MILLl LANDSHLUTA
Á mynd 2 er borin saman þróun
afurða milli áranna 2002 og 2003
eftir hémðum. Þessi mynd er að-
116 - Freyr 3/2004