Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2004, Síða 17

Freyr - 01.04.2004, Síða 17
eins á annan veg en verið hefur síðustu ár. Þau ár einkenndust af tiltölulega jafnri afurðaaukningu um allt land en að þessu sinni er afurðaþróunin talsvert breytileg á milli landshluta. I öllum héruðum á Vesturlandi er umtalsverð afurðaaukning á milli ára. Snæfellingar ná að þessu sinni því að vera með mest- ar meðalafiirðir kúnna í einu hér- aði, mælt í magni mjólkur, eða 5249 kg mjólkur að jafnaði eftir hverja árskú. A Vestfjörðum er aftur á móti talsverð afurðalækk- un hjá kúnum árið 2003 saman- borið við árið áður. Sömu þróun má einnig sjá í Vestur-Húnavatns- sýslu. Þegar kemur í Austursýsl- una er aftur á móti talsverð aukn- ing í afúrðum á milli ára og er nú komið að kýmar í Húnavatnssýsl- unum standa nánast jafnfætis um afurðir. Áreiðanlega þarf að leita alllangt aftur í tímann til að finna þá stöðu í afurðum kúnna í þess- um tveimur sýslum. Kýrnar í Skagafirði em að skila nánast ná- kvæmlega sömu meðalafurðum bæði árin, 2002 og 2003. Kýmar í Eyjafirði fylgja nánast landsmeð- altalinu í afúrðaaukningu á milli ára, en þegar kemur í Suður-Þing- eyjarsýslu er nokkur lækkun með- alafurða. I héruðunum norðan- lands mun víða gæta áhrifa frem- ur óhagstæðrar haustveðráttu og þess að fóðurbreytingar urðu sums staðar mjög snöggar þegar kýr fóm af beit á gjöf á síðastliðnu hausti. I sumum hémðum bættist við að gróffóðurgæði voru snöggtum minni haustið 2003 en árið áður. Afúrðaaukning er nokk- ur á Austurlandi en meðalafurðir kúnna þar em enn líkt og verið hefur um nokkuð árabil talsvert minni en í flestum öðmm héruð- um. Austur-Skaftfellingar fylgja landsþróun í afurðum á milli ára og þó að kýmar þar mjólki mikið dugar afúrðaaukningin ekki til að endurheimta efsta sætið yfir land- ið sem þeir náðu fyrir þremur ár- um. Á Suðurlandi er aukning af- urða ívið meiri hjá kúnum á aust- ursvæðinu þó að ekki nægi það til að slá við kúnum í Ámessýslu. Eins og fram hefur komið þá tapa Árnesingar landstoppnum sem þeir höfðu á síðasta ári til Snæfell- inga árið 2003. Þegar horft er á meðalafúrðir kúnna í einstökum nautgriparækt- arfélögum voru þær mestar árið 2003 í Nf. Grýtubakkahrepps þar sem vom 196,4 árskýr á skýrslum árið 2003 og vom meðalafurðir þeirra 5854 kg af mjólk. Kýmar þar í sveit hafa um áratuga skeið ætíð verið í hópi þeirra afurða- mestu á landinu þó að þetta sé þeirra glæsilegasti árangur nokkru sinni. I Nf. Austur-Landeyja em 526,2 árskýr sem vora að meðal- tali að mjólka 5823 kg af mjólk árið 2003. Mjólkurframleiðsla þar í sveit hefur tekið hraðstígum framfömm á síðustu ámm, jafn- hliða aukinni komrækt, og þar er í dag að finna toppbú í framleiðslu fyrir allt landið eins og fram kem- ur hér á eftir. I nokkmm öðmm félögum eru meðalafurðir yfir 5500 kg af mjólk. Það á við um toppfélög síðustu ára, Nf. Auð- humlu í Hjaltadal með 5583 kg eftir kúna og Nf. Skútustaða- hrepps með 5549 kg að jafnaði. Þá koma félögin í vestanverðri Rang- árvallasýslu; Nf. Landmanna með 5553 kg, Nf. Búbót í Ásahreppi með 5572 kg og Nf. Djúpárhrepps með 5803 kg. Síðast en ekki síst í þessari upptalningu kemur síðan Nf. Hrunamanna en kýmar þar Tafla 2. Bú með fleiri en 10 árskýr á skýrslu árið 2003 og meðalafurðir yfir 6500 kg af mjólk Eigandi Heimili Árskýr Kq mjólk Kjarnfóður, kq Jóhann og Hildur Stóru-Hildisey, A-Landeyjum 34,4 7.450 Eggert og Páll Kirkjulæk II, Fljótshlíð 31,0 7.176 996 Ragnheiður og Klemenz Dýrastöðum, Norðurárdal 16,7 7.079 1.146 Ari Laxdal Nesi, Grýtubakkahreppi 49,4 6.912 1.841 Félagsbúið Baldursheimi I, Mývatnssveit 17,1 6.907 1.175 Vogabú I Vogum I, Skútustaðahreppi 16,4 6.802 1.259 Ragnar Guðlaugsson Guðnastöðum, A-Landeyjahreppi 38,9 6.770 Egill Sigurðsson Berustöðum, Ásahreppi 29,0 6.766 Guðmundur og Svanborg Miðdal, Kjósarhreppi 23,1 6.738 1.307 Bertha og Jón Miðhjáleigu, Austur-Landeyjum 32,1 6.726 Ragnar og Magnús Birtingaholti I, Hrunamannahreppi 39,8 6.674 1.109 Gunnar Kr. Eiríksson Túnsbergi, Hrunamannahreppi 29,9 6.671 1.445 Hjálmar Guðjónsson Tunguhálsi, Lýtingsstaðahreppi 28,0 6.643 1.308 Ásvaldur Þormóðsson Stóru-Tjörnum, Ljósavatnshreppi 29,4 6.602 1.352 Viðar og Elínrós Brakanda, Skriðuhreppi 26,1 6.562 857 Björgvin Guðmundsson Vorsabæ, Austur-Landeyjum 29,9 6.554 1.253 Jóhann og Esther Sólheimum, Hrunamannahreppi 17,0 6.546 1.022 Hlynur Snær og Guðlaug Björk Voðmúlastöðum, A-Landeyjum 31,6 6.507 Freyr 3/2004- 171

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.