Freyr - 01.04.2004, Síða 18
fagna afmælisári með því að mjól-
ka að jafnaði 5534 kg af mjólk.
Þar í sveit hefur afurðaaukning
hjá kúnum á allra síðustu árum
verið ævintýri líkust.
Gamla afurðaviðmiðunin, sem
fyrir áratug var enn í fullu gildi,
að skoða bú með yfír 4000 kg
meðalafurðir þar sem eru 10 ár-
skýr eða fleiri er orðin úrelt.
Vegna samanburðar við fyrri ár og
til að meta þróun í þessum efnum
skal samt tekið fram að það voru
636 (642) bú sem náðu þessu við-
miði árið 2003. Líkt og árið áður
þá náðu þrjú bú því marki að
framleiða yfír 7000 kg af mjólk
eftir kúna að meðaltali. Fjölgun er
hins vegar veruleg þegar kemur
að búum sem ná 6000 kg markinu
en þau voru 75 (59) og 5000 kg
viðmiðun ná 349 (345) bú árið
2003.
Afurðahæstu búin
Tafla 2 gefur yfirlit um þau 18
bú sem höfðu skýrslufærðar 10
kýr eða fleiri árið 2003 og þar sem
meðalafurðir voru yfír 6500 kg af
mjólk eftir hverja árskú. Flest þau
bú, sem þar eru að sjá, eru vel
þekkt úr hliðstæðum yfirlitum frá
síðustu árum. Efsta sætið skipar að
þessu sinni bú þeirra Jóhanns og
Hildar í Stóru-Hildisey II í Austur-
Landeyjum en á síðasta ári var það
í öðru sæti í hliðstæðum saman-
burði. Arið 2003 voru á búinu 34,4
árskýr og þær mjólkuðu að jafnaði
7450 kg af mjólk. Þessi árangur er
glæsilegt Islandsmet og umtals-
vert meiri afúrðir en áður hafa
fengist á einu búi hér á landi en fé-
lagsbúið í Baldursheimi átti eldra
metið sem sett var á síðasta ári og
var 7175 kg af mjólk. Jóhann og
Hildur tóku við búinu í Stóm-
Hildisey II árið 2000 og hafa á
skömmum tíma náð ffábærum ár-
angri. Þau hafa nú innleitt nýja
fóðrunartækni, notkun heilfóðurs,
sem víða í nágrannalöndum hefúr
fengið mikla útbreiðslu á síðustu
ámm. Þessar breytingar virðast
strax hafa skilað umtalsverðum ár-
angri hjá þeim. Bent er á stórfróð-
legt viðtal við þau í 3. tbl. Bænda-
blaðsins í febrúar nú í vetur. Ann-
að sæti skipa þeir feðgar Eggert og
Páll á Kirkjulæk II í Fljótshlíð en
21 árskýr á búi þeirra mjólkaði að
jafnaði 7176 kg af mjólk árið
2003. I þriðja sæti koma síðan
Ragnheiður og Klemens á Dýra-
stöðum í Norðurárdal en hjá þeim
vom 16,7 árskýr að skila að með-
altali 7079 kg af mjólk. Bæði síð-
asttöldu búin em vel þekkt úr efstu
sætum á sambærilegum skrám nú
um alllangt árabil.
Þegar efstu búunum er raðað er
ekki síður eðlilegt að gera það á
grunni magns verðefna en á
gmndvelli mjólkurmagnsins. Þeg-
ar það er gert þá breytist röðun
talsvert. Þau bú sem ná að fram-
leiða yfir 500 kg af verðefnum að
jafnaði eftir kúna árið 2003 em
þessi;
Stóra-Hildisey II.....548 kg
Birtingaholt I .......523 kg
Kirkjulækur II.......519 kg
Baldursheimur ........518 kg
Nes ..................517kg
Stóra-Tjamir ........510 kg
Dýrastaðir...........508 kg
Miðdalur .............506 kg
Vogar I ..............505 kg
Miðhjáleiga..........503 kg
í þessum samanburði er búið í
Stóm-Hildisey II í efsta sætinu en
þar var hver kýr að skila að meðal-
tali 299 kg af mjólkurfitu og 249
kg af mjólkurpróteini árið 2003
eða samtals 548 kg af verefnum.
Þó að þetta sé fádæma glæsilegur
árangur nægir hann ekki til að
hnekkja Islandsmeti búsins í Birt-
ingaholti I frá árinu 2001, en
vegna hárra efnahlutfalla í mjólk
kúnna þar, líkt og oft áður, nær það
öðm sætinu í þessum samanburði
árið 2003 þrátt fyrir að mjólkur-
magn hjá kúnum Birtingaholti I sé
árið 2003 ívið minna en á sumum
hinna búanna sem íylgja þar á eft-
ir í samanburðinum.
Mynd 3 sýnir dreifingu á burð-
artíma kúnna eftir mánuðum. Að
þessu sinni er einnig sýnd á
myndinni burðartímadreifingin
undangengin tvö ár. Þegar þetta er
þannig skoðað í samhengi er al-
veg ljóst að nokkur tilfærsla á
burðartíma kúnna er að eiga sér
stað. Hún lýsir sér í því að toppur-
inn í burði hjá kúnum á haustmán-
18
16
14
12
10
8
6
4
2
0
Mynd 3. Dreifing burðartíma eftir mánuðum 2003. Til samanburðar hlið-
stæðar tölur fyrir árin 2001 og 2002 sem sýna greinilega tilfærslu á burðar-
tima kúnna.
Burðartimi
0 2001 «2002 D2003
118 - Freyr 3/2004