Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.2004, Qupperneq 19

Freyr - 01.04.2004, Qupperneq 19
Afurðir eftir burðarmánuðum 2003 Mynd 4. Meðalafurðir fullmjólka kúa flokkaðar eftir burðarmánuðum árið 2003. uðum, í september, október og nóvember, hefur lækkað talsvert en hins vegar eykst hlutfallslega burður hjá kúm á þremur fyrstu mánuðum ársins og einnig í ágúst. Líklega er hér um að ræða áhrif tveggja aðskilinna þátta. Tilfærsla hefur orðið á burði hjá fullorðnu kúnum sem m.a. tengist slælegum árangri úr sæðingum í mörgum héruðum í árlok 2002 og ársbyrj- un 2003. Hins vegar eru einhverj- ar breytingar að eiga sér stað hjá hluta bænda í sambandi við burð hjá fyrsta kálfs kvígum. Burður hjá fyrsta kálfs kvígunum skiptist jafnara á mánuði á árinu 2003 en var árið 2002. Toppurinn, einkum í september, lækkar talsvert frá ár- inu áður en hlutfallið er líkt og áð- ur langsamlega hæst í október þegar 18,6% af öllum fyrsta kálfs kvígunum bera. Enn eru ekki nema tæp 7% af kvígunum sem bera í ágústmánuði. Mynd 4 sýnir meðalafurðir hjá fullmjólka kúm á skýrslu eftir burðarmánuðum, en hefð er fyrir því að birta þessar upplýsingar. Minnt er á að fullmjólka kýr eru þær kýr sem eru á skýrslu allt árið (365 daga). Um leið skal lögð áhersla á það, eins og margoft áð- ur hefur verið gert, að þessar nið- urstöður má alls ekki lesa sem áhrif burðartíma á afurðir hjá kún- um. Það sem hins vegar sést á þessari mynd er að meðalafurðir hjá kúnum sem bera í janúar og fá yfirleitt góða meðferð og fóðrun eru orðnar um 5900 kg mjólkur hjá þessum fullorðnu kúm. Þessar tölur gefa einnig ákaflega sterkar vísbendingar um að kýmar, sem bera að vori og um hásumarið, lendi alltof margar í einhverjum hremmingum á mjólkurskeiðinu þannig að verulega vanti enn á víða að afurðageta þeirra sé nýtt sem skyldi. Þegar niðurstöður úr frumutals- mælingum mjólkursýna úr ein- stökum kúm í félögunum eru skoðaðar kemur í ljós sú furðu- lega niðurstaða að meðaltalstöl- umar fyrir landið í heild úr þess- | um mælingum em nákvæmlega þær sömu og árið áður, þ.e. að beint meðaltal allra slíkra mæl- inga er 313 þús./ml og þegar reiknað er meðaltal af margfeld- ismeðaltali einstakra kúa reyndist meðaltalið 249 sem einnig er ná- kvæmlega hið sama og árið áður. Mynd 5 sýnir meðaltal beinna mælinga hjá kúnum í einstökum hémðum. Þó að nokkur líkindi séu með þeirri mynd og árið áður koma þar samt fram ýmis frávik. Eins og svo oft áður er ástand mála að þessu leyti best í Dala- sýslu en það er einnig mjög gott á Snæfellsnesi, á Vestfjörðum, í Vestur-Húnavatnssýslu og í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Þetta em sömu hémð og hafa á síðustu ámm einnig sýnt jákvæða mynd fyrir þennan þátt framleiðslunnar. Bág- ust er staðan í þessum málum hins vegar í Eyjafirði og þar á eftir fylgja bæði stóm mjólkurfram- leiðslusvæðin á Suðurlandi. Það hlýtur að vera ákveðið umhugsun- arefni að það skuli vera stærstu mjólkurframleiðslusvæðin sem í þessum efnum liggja á eftir og sýna lakasta mynd. Þróun á þess- um þætti á síðustu ámm hefur hins vegar verið mjög eindregin og ákveðin í þessa átt. Frumutala 2003 Mynd 5. Frumutala hjá skýrslufærðum kúm eftir héröðum árið 2003. Freyr 3/2004 - 19 |

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.