Freyr - 01.04.2004, Page 26
Afurðahæstu kýrnar árið
2003 og kýr á nauts-
mæðraskrá árið 2004
Fyrir því er löng hefð hér
á landi, líkt og í öllum
nálægum löndum þar
sem mjólkurframleiðsla er
stunduð, að gera grein fyrir
þeim gripum sem hverju sinni
skara fram úr með miklar af-
urðir. Þar hefur lengi verið
stuðst við ákveðna afurðavið-
miðun og er enn gert, sem aug-
Ijóslega hefur að mörgu leyti
orðið úrelt með mikilli afurða-
aukningu kúnna á allra síðustu
árum. Hér á eftir verður gerð
grein fyrir þróun í þessum hópi
afreksgripa, uppruni þeirra ra-
kinn og gerð grein fyrir topp-
kúnum, en í síðari hluta verður
gefið stutt yfirlit um grunn að
nautsmæðraskránni árið 2004.
Árið 2003 voru 7972 (7926) kýr
sem mjólkuðu yfir 5000 kg af
mjólk en kýmar sem náðu 200 kg
viðmiðun í magni mjólkurfitu
voru samtals 8171 (8018) og þær
sem rufu 200 kg múrinn fyrir
magn mjólkurfitu voru 3699
(3631). I sviga eru hliðstæðar töl-
ur fyrir árið áður (2002) og em
breytingar litlar á fjölda þeirra og
raunar alveg í hlutfalli við meðal-
aukningu afurða hjá kúm í
skýrsluhaldinu og tjallað er um á
öðmm stað í blaðinu.
Lítum aðeins á stærstu dætra-
hópana á meðal þessara kúa. Tafla
1 gefur yfirlit þar um en nú em
mörk í henni aðeins hækkuð
þannig að þar er nú gefið yfirlit
um alla dætrahópa þar sem em 30
kýr eða fleiri sem ná 5000 kg
mörkunum fyrir mjólkurmagn.
Eins og eðlilegt er þá ber þama
mest á dætmm öflugustu nauts-
feðranna ffá undangengnum ár-
um, en einnig vekur athygli hve
margir stórir dætrahópar em þama
undan nautunum sem voru að
koma úr afkvæmarannsókn, þ.e.
nautum sem fædd voru árið 1997.
Það er að sjálfsögðu í fullu sam-
ræmi við hið feikilega háa mat
sem mörg af þessum nautum hafa
fengið fyrir afurðahæfni dætr-
anna. Sterkar vísbendingar feng-
ust um þetta strax á síðasta ári
þegar nokkur af þessum nautum
birtust þá strax í samsvarandi
töflu. Ástæða er til að benda á það
að engin nautanna í komandi af-
kvæmarannsóknarárgangi ná hins
vegar þessum mörkum að þessu
sinni og vantar þar mikið á að
nokkurt þeirra nálgist það.
Dætur Almars 90019 em um
fjölda í miklum sérflokki og yfir-
burðir hans í þessum samanburði
meiri en hefur verið að sjá í þess-
um samanburði milli stærstu hóp-
anna á síðustu árum. Hann á þama
272 dætur, sem em að mjólka yfir
5000 kg af mjólk, og 300 af dætr-
um hans skila yfir 200 kg af
mjólkurfitu og 200 kg markinu
um mjólkurprótein ná 148 af
þeim. Dætur Almars vom einnig
árið 2002 flestar í þessum saman-
burði og er fjöldi þeirra bæði árin
ákaflega líkur í öllum þessum
flokkum. Dætrahóparnir, sem
næstir koma um fjölda, em ákaf-
lega líkir að stærð og skiptast á
um röð eftir því hvaða afúrðavið-
miðun er notuð en þar fara dætur
þeirra Þymis 89001, Búa 89017,
Sorta 90007 og Stúfs 90035 en
undan öllum þessum nautum em
hópar sem telja 170-180 dætur
þegar miðað er við 5000 kg
mjólkur eða 200 kg mjólkurfitu.
Þessum nautum, sem hér em talin,
er það að sjálfsögðu öllum sam-
merkt að þetta em þau naut sem
nú eiga langflestar dætur í fram-
leiðslu á meðal mjólkurkúnna í
landinu og em á góðum aldri.
Rétt er að benda á að Tjakkur
92022 og Smellur 92028 rjúfa
báðir 100 dætra mörkin í töflunni
en feikilega margar dætur þeirra
vom að koma í framleiðslu á árinu
2003 og vafalítið að á næstu
tveimur ámm verða þær kýr mjög
áberandi í hliðstæðum saman-
burði þó að þær muni að vísu
fljótt fá samkeppni frá dætmm úr-
valsnautanna frá 1994, sem brátt
fara að fylla fjós vítt um land. Þá
vekur það einnig góðar vonir að
sjá jafn stóra hópa undan mörgum
nautanna frá 1997, eins og raun
| 26 - Freyr 3/2004