Freyr

Årgang

Freyr - 01.04.2004, Side 33

Freyr - 01.04.2004, Side 33
ingi. Afleiðingin mælist sem slak- ari frjósemi hjá kúnum. Hvernig má bregðast við? Holdstigun hefur í auknum mæli verið tekin í notkun hjá mjólkurkúm á síðustu árum. Slík stigun hefúr reynst einhver hand- hægasti mælikvarði til að nota til að mæla breytingar í orkujafn- vægi hjá kúnum. Rannsóknir sýna m.ö.o. mjög skýrt samband lækk- andi frjósemi og hraðrar lækkunar í holdstigun hjá kúnni. Allir þess- ir höfúndar leggja samt ákaflega mikla áherslu á að til þess að stuðla að góðri frjósemi sé mikil- vægt að kýmar séu í réttum hold- um við burð. Þær þurfa að hafa náð að byggja upp nægan líkams- forða fýrir komandi mjólkurskeið. Hins vegar er hættan veruleg ef kýmar er of feitar um burð. Við þær aðstæður leiðir fitan til skertr- ar átgetu hjá kúnni og það leiðir á næsta þrepi til enn hraðara niður- brots á líkamsforða en ella og í framhaldinu leiðir slíkt oft til margvíslegra fóðrunarsjúkdóma og einnig skertrar frjósemi hjá kúnum. í umfjöllun hjá Pryce og sam- starfsmönnum hans, þar sem þeir beina sjónum að viðbrögðum við hinu neikvæða sambandi afkasta- getu og frjósemi, leggja þeir áherslu á að við þessu verði að bregðast með því að taka frjósemi með sem eiginleika í ræktunar- markmiði og þannig í kynbótaein- kunnir þær sem valið er eftir. Til þessa hefur kynbótaeinkunn Bret- anna (PIN) haft megináherslur á afkastagetu kúnna. Nú em þeir að byggja upp nýja einkunn þar sem frjósemi, júgurhreysti kúnna og ending þeirra hafa fengið vemlegt vægi. Þeir birta töflu um mat á væntanlegum ræktunarframföram í stofninum á gmnni úrvals sem byggir á þessum mismunandi ein- kunnum. Þegar valið er eftir gömlu einkunninni þá em væntan- legar framfarir í mjólkunnagni um 100 kg á ári, en val eftir nýrri einkunn er ætlað að skili framför- um sem nema um 50 kg af mjólk á ári. Þegar heildarhagkvæmni er metin þá er hún samkvæmt gömlu einkunninni um 5,4 sterlingspund á ári á hvem grip en eftir þeirri nýju hins vegar um 9,6 pund. Það sem tapast í auknum afurðum vinna þeir og gott betur með veru- legum viðsnúningi í þáttum eins og frjósemi, júgurhreysti og end- ingu, þar sem menn snúa frá því að ástandi að þessum þáttum sé að hraka í að ná framfömm í þeim efnum. í lokinn er rétt að benda á að gagnvart möguleikum okkar hér á landi þá getur myndin því miður aldrei orðið jafn jákvæð. Það er vegna þess að allir eiginleikar, sem tengjast frjósemi kúnna, hafa ákaflega lágt arfgengi. Þegar kemur að slíkum eiginleikum þá skilur á milli feigs og ófeigs í því hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að vinna með vemlega stóra dætrahópa við afkvæmarannsókn- ir á nautunum. Vegna þess hve ræktunarhópur okkar er örsmár í samanburði við það sem gerist í öllum löndum, sem við berum okkur saman við, þá eru mögu- leikar okkar í þessum efnum vem- lega takmarkaðir. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir þessu í sam- bandi við umræðu um þessi mál. Það sem hér á landi má best gera til vamar í þessum efnum er að byggja upp mat á fleiri frjó- semisþáttum hjá íslenskum kúm til notkunar í ræktunarstarfinu. Eins og flestir lesendur þekkja er það aðeins bil á milli burða sem þar er notað í dag. Hcimildir: Að lokum skulu hér taldar upp þær stórfróðlegu greinar sem þessi skrif em byggð á. í þær má sækja margfaldan fróðleik til við- bótar því sem hér kemur fram. W.R. Butler. Energy balance relati- onships with follicular devolopment, ovulation and fertility in postpartum dairy cows. Livestock Production Science, 83(2003)211-218. N.C. Friggens. Body lipid reserves and the reproductive cycle: towards a better understanding. Livestock Production Science 83(2003) 219-236. R.F. Veerkamp, B. Beerda, T. van der Lende. Effects of genetic selection for milk yield on energy balance, lev- els of hormones, and metabolites in lactating cattle, and possible links to reduced fertility. Livestock Production Science 83(2003) 257-275. J.E. Pryce, M.D. Royal, P.C. Gamsworhy, I.L. Mao. Fertility in the high-producing dairy cow. Livestock Production Science 86(2004) 125-135. Afurðahæstu kýrnar... Frh. af bls. 30 öfluga kynbótagripi meðal allra bestu kúnna undan þessum nautum. Dætur Smells 92028 koma nú mjög margar inn á skrána strax og þær fá reiknað mat. Margt em þetta miklar glæsikýr en grisjun verður mikil hjá þessum kúm vegna þess hve margar þeirra fá lágt mat fyrir próteinhlut- fall í mjólk. Allmargar kýr em enn í fram- leiðslu undan nautsfeðmnum úr 1994 árgangi nauta og fjölmargar dætur þeirra koma í framleiðslu á þessu ári. Þessar kýr eiga að öllu óbreyttu að verða gullnáma ræktun- arstarfsins á næstu misseram. Að síðustu er rétt að benda á að mjög mikil viðbót kom í þennan hóp kúa með dætrum 1997 nautanna, sem nú fengu sinn afkvæmadóm. Yfir- burðir hjá þessum kúm í afúrðagetu em feikilega miklir og margar af þessum kúm um leið gríðarlegir kostagripir um aðra eiginleika þannig að þaðan kemur stór hópur öflugra nautsmæðra á næstu ámm. Freyr 3/2004 - 33 |

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.