Freyr - 01.04.2004, Qupperneq 34
Nautaárgangur Nautastöðvar
BÍ sem fædd voru árið 1997
- Niðurstöður afkvæmarannsóknar á þeim
essi grein gefur yfirlit um
ýmsar niðurstöður úr af-
kvæmarannsókn á naut-
um Nautastöðvar BÍ sem fædd
voru árið 1997. Endanlegur
dómur í afkvæmarannsókninni
er í höndum ræktunarhóps
Fagráðs í nautgriparækt og var
gengið frá dómunum á fundi
hópsins snemma í mars á sama
tíma árs og áður. Rétt er að
benda á það að nánast allar
grunntölur að baki afkvæma-
dóminum fyrir einstaka af-
kvæmahópa má finna í miklum
fjölda af töflum sem eru á vef
BÍ, bondi.is.
Byrjum aðeins á að gera okkur
grein fyrir uppruna þessa nauta-
hóps. Þetta er að íjölda einn
stærsti hópur frá stöðinni, sem
nokkru sinni hefur komið til
dóms, samtals 25 naut. Þegar
horft er á faðemi þessara nauta þá
er í þeim efnum meiri breidd en
oftast áður. Þama vom nokkrir
eldri nautsfeður; Þráður 86013,
Andvari 87014 og Holti 88017,
sem áttu hver sinn son í þessum
hópi, nautsfeður frá fyrra ári var
ákveðið að nota áfram og vom
þannig fimm synir Ola 88002 og
tveir synir Sporðs 88022 í hópn-
um, hinir “eðlilegu” nautsfeður
eiga flesta syni; Þymir 89001 sex,
Búi 89017 fimm og Hvanni 89022
tvo og að síðustu náði fyrsti sonur
Almars 90019 að skjótast í þenn-
an árgang.
Þeir dætrahópar, sem koma til
dóms úr þessum hópi, eru vem-
lega fjölbreytilegir. Mesti styrkur
þeirra er tvímælalaust sá að af-
kastageta hjá kúm í mörgum af
þessum hópum er gífurlega mikil
og miklu meiri en dæmi eru um
nokkru sinni áður. Með tilliti til
annarra eiginleika er breytileiki á
Teinn 97001. Dætur hans erfa margar hryggjóttan lit föðurins, grannbyggðar
kýr, spenar mjög nettir og vel iagaðir.
milli hópanna verulega mikill og
yfirleitt ekki hægt að benda á
neina eiginleika, aðra en afurða-
semi, þar sem fram koma áber-
andi kostir hjá þessum kúahópi að
baki rannsókninni sem heild. Um
leið er rétt að fram komi að ekki
er heldur mögulegt að benda þar á
ákveðna galla sem em lýsandi íyr-
ir hópinn. Hér er það munurinn á
milli hópanna sem er hins vega
víða mikill.
Afkvæmarannsóknin byggir,
eins og lesendur þekkja, á gögnum
sem eiga sér mismunandi uppruna.
Upplýsingar skýrsluhaldsins um
afurðir, efnainnihald mjólkur,
frumutölu og fijósemi kúnna vega
vafalítið þyngst. Miklar upplýsing-
ar fást við reglubundna skoðun á
þessum kúm sem að meginhluta
dreifðist á tvö ár 2002 og 2003.
Umfang kvíguskoðunar hefur ver-
ið stóraukið á allra síðustu ámm og
er þetta annar nautaárgangurinn
sem kemur til dóms þar sem segja
má að náðst hafi að meta útlitseig-
inleika meginþorra dætra viðkom-
andi nauta. Þetta kemur fram í því
að úr nokkmm hópum em skoðað-
ar fleiri en 100 kýr, flestar 139
undan Fanna 97018, en þess ber að
geta að það naut var við afkvæma-
| 34 - Freyr 3/2004