Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.2004, Síða 38

Freyr - 01.04.2004, Síða 38
leg niðurstaða og 5 það lakasta sem mundi segja það að dætur viðkomandi nauts væru af öllum settar í neðsta sætið í samanburði á þeim fimm kúm sem um er spurt. Bestu niðurstöðuna fá dæt- ur Kubbs 97030, 2,31 að jafnaði, enda miklum meirihluta þeirra skipað í fyrsta eða annað sætið við röðun. Næstar koma dætur Stígs 97010 með 2,50 að meðaltali, en áberandi hátt hlutfall þeirra hafnar í fyrsta sæti, hinar dreifast talsvert í röð. Dætur Stöpuls 97021 koma þama næstar með 2,55 að meðal- tali og er mjög áberandi hve hátt hlutfall af dætmm hans hafnar í öðru sæti við röðun. Þá koma dæt- ur Þverteins 97032 og Kóra einn- ig með mjög góðan dóm en með- altölin fyrir þessa hópa em 82,59 og 2,60. Þegar horft er til gölluð- ustu hópanna fyrir þennan eigin- leika þá sker Homfirðingur 97031 sig verulega úr með meðaltalið 3,72, en útkoma er einnig fremur slök fyrir dætur Brúsa 97035 sem fá að jafnaði 3,25. Rétt er einnig að benda á slaka útkomu fyrir dætur Brimils 97016, sem fá 3,34 að jafnaði, og er sú útkoma veru- lega á skjön við þá mynd sem fékkst fyrir þennan eiginleika af dætrum hans við kvíguskoðun, en áberandi er að við röðun er stómm hluta dætra hans skipað í 4. sætið. Auk röðunar er spurt um ýrnsa mjaltagalla og eru það ekki síður mikilvægar vísbendingar sem þar má sjá. Fátítt er að rekast á kýr sem em mjög lekar, en hjá þremur dætrahópum kemur fram nokkuð af slíkum kúm. Af dætmm Pósts 97028 er merkt við þennan þátt hjá 14% þeirra og í dætrahópun- um hjá Kóra 97023 og Þverteini 97032 em 10% kúnna sem fá þessa athugasemd. Öllum þessum nautum er að sjálfsögðu sammerkt að fá góðan heildardóm fyrir mjaltir eins og taflan sýnir. Þegar spurt er um kýr, sem mjólkast seint, kemur tæpast að óvart að þær fínnast vart í dætra- hópum þeirra nauta sem að fram- an eru nefnd. Dekkst er myndin að þessu leyti að sjálfsögðu hjá naut- unum sem em nefnd hér á undan með slakan mjaltadóm, merkt er við þennan galla hjá 27% af dætr- um Homfirðings 97031 og 22% af dætrum Brúsa 97035 fá slíka at- hugasemd. Talsvert ber einnig á slíkum kúm á meðal dætra þeirra Fanna 97018, Guma 97003 og Brimils 97016. Mismjaltir er mest áberandi galli í mjöltum hjá ís- lenskum kúm. Astæður þeirra eru vafalítið feikilega breytilegar ekki síður en mat bænda á því hvað þeir meta mismjaltir. Samt er áreiðanlegt að erfðaþættir skipta þarna einnig máli sem kemur ætíð fram i talsverðum mun á milli dætrahópa. I þessu tilliti er mynd- in lang jákvæðust fyrir dætur þeir- ra Pósts 97028 og Kubbs 97030. Þá eru niðurstöður fyrir dætur Stöpuls 97021 og Tíguls 97036 einnig jákvæðar fyrir þennan eig- inleika. Verst verður myndin aftur á móti hjá dætrum Nára 97026 þar sem 27% kúnna fá athugasemdir vegna þessa. I talsvert mörgum dætrahópum er hlutfall þessarar athugasemdar 20% eða hærra og eru það dætur þessara nauta: Teinn 97001, Bylur 97002, Sekk- ur 97004, Stígur 97010, Fanni 97018, Hornfirðingur 97031, Brúsi 97035, Tumi 97039 og Sóp- ur 97040. Gæðaröð kúnna er mjög óljóst skilgreindur eiginleiki. Áreiðan- lega er mjög breytilegt hvað hver og einn metur mest þegar hann raðar kúnum eftir gæðum. Hins vegar er ekkert vafamál að þetta eru ákaflega gagnleg loftvog við endanlegt mat á nautunum. Komi þar fram eitthvað, sem er alveg úr takti við það sem aðrar niðurstöð- ur fyrir kýrnar í viðkomandi dætrahópi sýna, gefur það tilefni til að skoða hluti ögn betur og leita mögulegra skýringa. Að þessu sinni er eitt naut, sem sker sig með ólíkindum mikið úr og fær þannig betri dóm en dæmi munu um áður, en þetta eru dætur Stígs 97010 sem fá að meðaltal- i 2,26 fyrir þennan þátt enda er um helmingi þeirra skipað í fyrsta sætið við gæðaröð. Þá eru mjög jákvæðar niðurstöður hjá dætrum Teins 97001, sem fá 2,52 að jafn- aði úr röðuninni. Dætur Kubbs 97030 koma síðan í þriðja sæti með 2,63 að meðaltali. Tæpast kemur nokkrum að óvart, í ljósi þess sem fram hefur komið í greininni, að dætur Homfirðings 97031 fái lakastan dóm en meðal- tal þeirra er 3,40. Meðaltalið fyrir dætur Brúsa 97035 er 3,23. Þá eru þrír dætrahópar með meðaltalið 3,21, en það eru dætur Fáks 97009, Pósts 97028 og Þverteins 97032. Fyrir Þvertein virka þessar niðurstöður sem veruleg þversögn því að eins og fram hefur komið þá hafa þessar kýr fengið af- bragðsdóma fyrir þætti sem ætla má að séu mikils metnir eins og júgur- og spenagerð og mjaltir, auk þess að vera miklar afúrðakýr. Eina vísbendingin sem finnst í upplýsingum er að nokkuð hátt hlutfall kúnna fær athugasemdir um skap í mjaltaathuginni þar sem spurt er um skapgalla. Eins og fram hefur komið er spurst fyrir um skapgalla kúnna í mjaltaathuguninni en auk þess þá er skap metið í kvíguskoðun og það eru þeir dómar sem kynbóta- mat fyrir þennan eiginleika bygg- ir á. Þeir dætrahópar þar sem mest verður vart skapgalla í mjaltaat- huguninni eru dætur Nagla 97005 með 20%, Þverteins 97032 með 19% og Tuma 97039 með 18%. Þetta hlutfall er með hliðsjón af dómsniðurstöðum fyrir kýmar nokkuð hátt fyrir dætur Þverteins. Við dóma kúnna virtist hins vegar | 38 - Freyr 3/2004

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.