Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.04.2004, Qupperneq 44

Freyr - 01.04.2004, Qupperneq 44
II. dæmi - áhrif tækni á heyát og nyt: Tekið er dæmi úr tilraun meö heilfóður fyrir mjólkurkýr (5). Þrjár aðferðir voru bornar saman: a. Aðskilin fóðrun allra fóðurgerða. b. Saxað gróffóður án kjarnfóðurs. c. Saxað gróffóður með kjarnfóðri. Heyát og nyt mældist vera: Valkostur a b c Át mjólkurkúa, kg þe. alls 15,7 15,9 15,0 Át kelfdra kvígna, kg þe. alls 10,0 8,9 8,7 Dagsnyt, kg Ábati, borið saman við a-lið 20,2 20,4 20,1 Fóðurát, kg þe./dag - +0,2 -0,7 Dagsnyt, kg - +0,2 -0,1 Munur á milli tilraunarliða reyndist ekki marktækur hér. Önnur tilraun kynni að hafa sýnt aörar niðurstöður, en hve mikill hafði nytarmunur þurft að vera til þess að greiöa t.d. fyrir kostnaöinn af heilfóðurvagninum? Hvaða aðrir kostir gætu staðið undir kostnaðinum: Vinnusparnaður? Bætt nýting heysins? Heimakornsins? Betra heilsufar kúnna? ... Segjum svo að heilfóörunin heföi skilað 5% meiri nyt. Miöað við mjólkurverð (með og án beingreiðslna) á 150 þús.l. búi, 10 ára endingu vagnsins, 6,5% vexti og breytilegan kostnaö (rekstur + viðhald) upp á 8,5% af kaupverði vagnsins, ætti nytaukinn hins vegar að geta staðið undir 1.500-2.700 þús. kr. fjárfestingu! una 20,4 klst/1000 lítra en þá voru fóðuröflun, viðhaldsverk og fleiri störf utan fjóss ekki talin með (2). Meðfylgjandi mynd sýnir skipt- ingu vinnu á kúabúunum sjö árið 2003. Samkvæmt henni tók gripa- hirðingin sjálf 71% vinnutímans en fóðuröflunin liðlega 10%. Sé vinnu við gripahirðinguna skipt skv. niðurstöðum rannsókna Eiríks Blöndal fara 15-18% hennar til heyfóðmnar, auk 2-3% til kjam- fóðmnar. í heild fara því 22-23% af vinnu á kúabúum til fóðuröflun- ar og fóðmnar um ársins hring (að beit undanskilinni). Hlutföllin gefa visbendingu um hvar mest sé að vinna með frekari hagræðingu vinnunnar. Afköst við heyskap Afköst við heyskap hafa aukist mjög undanfarin ár. 1 könnun sem gerð var fyrir nokkrum árum, byggð á vinnudagbókum bænda, reyndist vinnumagn við heyöflun, vélavinna á hvert tonn þurrefnis, vera svipað hver sem heyskapar- aðferðin var (3). Meðaltölumar vom þessar (klst/tonn þe.): Smábaggar 2,4 ± 0,4 Laust þurrhey 2,8 ± 0,6 Vothey í flatgryíjum 2,6 ± 0,3 Hey í rúllum 2,4 ± 0,2 En fleim þarf að gefa gaurn: Með tilkomu rúllutækninnar tókst að nýta þurrkdagana enn betur en áður. Sérstaða þeirrar aðferðar miðað við flestar aðrar felst í því að ekki þarf að nota dýrmætan þurrk til heimaksturs á heyi held- ur má víkja því verki að nokkru marki til og nýta verðminni stund- ir til þess. Hirðing í þurrheys- hlöðu, tum eða flatgryQu er í flestum tilvikum samfelldur ferill frá því heyi er rakað saman á velli og þar til heyið er komið fullfrá- gengið á sinn endanlega geymslu- stað. Þegar horft er til stopulla þurrka hérlendis og sókn bænda eftir slætti á hæfilegu þroskastigi grasa má með nokkmm rétti segja að rúllutæknin falli vel að íslensk- um aðstæðum. I bændakönnun- inni reyndist 32% vélavinnutíma við rúllur vera heimakstur - þ. e. tími sem mátti hnika ögn til hag- ræðingar. Áhrif meðferðar Á FÓÐRUNARVIRÐl HEYSINS Alþekkt er að með ýmsu móti má hafa áhrif á það hvemig heyið nýtist gripunum. Þessi áhrif ná allt frá fóðurjurtavali og sláttutíma yf- ir í söxun og aðra meðhöndlun fóðursins við verkun, geymslu eða fóðmn. Til áhrifanna er stofn- að með tvennum hætti: stjórnun vélbúnaði sem keyptur er til verksins. Ábati af fyrri hættinum skilar sér sem vinnulaun og af hinum síðari einnig en þá að frádregnum vélakostnaði. Oftast snýst þó lausnin um það að beita háttunum saman; stjómun og tækni. Fjöl- margar rannsóknir hafa verið gerðar á viðbrögðum gripa við tæknimeðhöndlun heys. Hér er ein valin sem dæmi, fengin úr er- indi Irans Patreks O'Kiely á vot- heysráðstefnu NJF haustið 2001 (4). Tilraunin snerist um nautaeldi á votheyi, sem hafði ekki verið forþurrkað: 144 - Freyr 3/2004

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.