Freyr - 01.04.2004, Side 47
í 150 fyrstu sæðingum eða fleiri á
árinu 2003. Á mynd 2 kemur
fram árangur þessara nauta. Svo
sem sjá má hélt nokkuð misjafn-
lega vel við þeim en þó er aðeins
eitt sem ekki nær 60% árangri
sem telst slakur árangur en meðal-
árangur þessara nauta var 68,7%
(á móti 69,7 og 31 naut 2002). Við
smásjárskoðun er allt sæðið flokk-
að í fjóra gæðaflokka, úrvalssæði,
miðlungssæði, frekar slakt sæði
en þó nothæft og síðan í sæði sem
telst ónothæft og er hent strax. Úr
ungnautunum fer helst aldrei út
annað sæði en úr besta gæðaflokki
ef það á annað borð næst úr við-
komandi einstaklingi. Ljóst er nú
að nokkur naut úr árgangi 2002
geta orðið okkur erfið og sæðis-
gæðin ekki eins og best verður á
kosið. Vonandi verður það ekki til
að lækka fanghlutfall að ráði.
Á árinu voru notuð 20 reynd
naut í 150 eða fleiri fyrstu sæðing-
um. Árangur þeirra sést á mynd
3. Þama em tvö naut sem ekki ná
60% sem er auðvitað afleitt. Með-
alárangur þessara nauta var 65,4%
(á móti 65,8% og 20 naut 2002).
Á árinu 2003 munar því 3,3% á
óreyndum og reyndum nautum
þeim óreyndu í vil (á móti 3,9%
þeim óreyndu í vil 2002). Ár-
gangur nauta frá 1996 var sá síð-
asti þar sem sæðið var þynnt og ef
það er áhrifavaldur á árangur þá er
þeim kafla sæðingasögunnar lok-
ið.
Hins vegar er athyglisvert að
skoða þau þrjú naut af árgangi
1996 sem vom mest notuð eða
Hóf 96027, Fróða 96028 og Hvít-
ing 96032. Af þessum nautum
hefur Hvítingur lægst fanghlutfall
eða rúm 60 af hundraði. Fróði og
Hófur liggja rétt um 66 af hundr-
aði. Af þessum nautum var Hvít-
ingur með flestar sæðisfmmur í
hverjum skammti, auk þess sem
sæði úr honum var yfirleitt metið
af bestum gæðum. Fróði var með
mesta þynningu en Hófúr var oft-
ast greindur með lélegt sæði.
Þessar niðurstöður em umhugsun-
arverðar.
Mynd 3. Árangur, reynd naut 2003, 150 eða fleiri fyrstu sæðingar.
Freyr 3/2004 - 47 |