Freyr - 01.04.2004, Síða 49
vömbinni sem er nauðsynleg fyr-
ir eðlilega meltingu. Vambarm-
ottan örvar jórtrun og fram-
leiðslu munnvatns sem dregur úr
lækkun sýrustigs í vömb. Helsti
trénisgjafínn í fóðri mjólkurkúa
er gróffóðrið. Korn er aftur á
móti mjög auðugt af auðgerjan-
legum kolvetnum. Vegna mis-
munandi gerjunareiginleika
korntegunda er mikilvægt að
ekki sé treyst eingöngu á eina
korntegund í fóðri hámjólka kúa.
Bygg er í flokki auðgerjanlegra
korntegunda ásamt höfrum og
hveiti. Maís gerjast aftur á móti
hægar og þess vegna er gott að
gefa þessar korntegundir saman
til að draga úr hættu á meltingar-
truflunum þegar kjarnfóðurhlut-
fall er hátt. Einnig má benda á
að afurðir, sem innihalda pektín
(sykurrófumjöl og ýmsar belg-
Moli
„Kínafyrirbærið“,
EINNIG í MATVÆLAFRAM-
LEIÐSLU
Sú aðferð fyrirtækja í iðnríkjum
Vesturlanda að flytja framleiðslu
sína til fátækra landa þar sem
launakostnaður er lágur hefur
verið nefnd “Kínafyrirbærið", þó
að mörg fleiri lönd komi þar við
sögu.
Framan af voru það einkum al-
menn iðnaðar- og þjónustufyrir-
tæki sem fluttu hluta af starfsemi
sinni til láglaunalanda en á síðari
árum eiga þar sífellt fleiri mat-
vælaframleiðslufyrirtæki einnig
hlut að máli.
Jafnframt á sér nú stað mikil
aukning á matvælaframleiðslu í
mörgum löndum, þar sem laun
eru lág, svo sem í Suður-Amer-
íku og Asíu. Þessi lönd stefna á
útflutning matvæla og þar eru
lönd ESB girnilegir viðskiptavinir.
jurtir), hafa annað gerjunar-
mynstur og valda síður súrnun í
vömb.
A grunni gerjunareiginleika
byggs er hámarks hlutfall byggs í
fóðri mjólkurkúa almennt talið
vera 25-30% á þurrefnisgrundvelli
meðan samsvarandi tala fyrir maís
er hærri. Heildarát liggur yfírleitt
á bilinu 16-20 kg þurrefnis og
þannig má áætla að öruggt sé að
gefa kúm 4-6 kg af þurrefni byggs
á dag. I raun eru margir bændur
að gefa meira en sem þessu nemur
án augljósra vandamála og líklegt
að skýringuna sé að fínna í trénis-
eiginleikum gróffóðursins.
Fóðrunartækni hefur einnig
veruleg áhrif á hversu mikið er
hægt að gefa af auðgerjanlegum
kolvetnum. Mikilvægt er að gefa
kornið í mörgum en smáum
skömmtum til að tryggja jafna
Nautakjöt frá Brasilíu er mjög
samkeppnishæft á markaði og
sama má segja um kjöt frá Arg-
entínu ef þar tekst að ná stjórn á
verðbólgunni.
Thailand var, áður en fugla-
flensan kom upp, stórútflytjandi á
kjúklingakjöti til Evrópu, sem og
fleiri lönd í Asíu og Suður-Amer-
íku.
Siðferðilega er erfiðara að
leggjast gegn innflutningi frá
þessum löndum en t.d. frá
Bandaríkjunum eða Ástralíu, þar
sem lífskjör í útflutningslöndum
Asíu eða Suður-Ameríku eru lak-
ari en í löndum ESB, (a.m.k. fyrir
stækkun ESB). Hömlur á við-
skiptum gefa þessum löndum því
tilefni til að ásaka ESB fyrir ein-
angrunarstefnu. Þessi lönd og
sér í lagi bændur í þessum lönd-
um ættu að eiga þess kost að
byggja upp framleiðslu sína og
bæta sinn hag.
gerjun í vömb. Búnaður, sem
uppfyllir þessi skilyrði, er því
ákjósanlegur. Auðvelt er að
tæknivæða gjafír á þurrkuðu
komi en þegar kemur að súrsuðu
byggi vandast málið þar sem vot-
verkað bygg vill stífla færibönd
og snigla. I lausagöngu fjósum
hafa svonefndir súrkornsbásar
gefíst nokkuð vel. Þar hafa kým-
ar tölvustýrðan aðgang að súr-
suðu byggi í ákveðinn tíma og í
ákveðinn fjölda skipta á sólar-
hring. Heilfóðmn er auðveldasta
aðferðin til að tryggja almennt
jafnvægi næringarefna í fóðrinu
út frá þörfum kýrinnar á hverju
stigi framleiðsluferilisins. Hægt
er að stilla af hvem efnaþátt fóð-
ursins og þar með nálgast mark-
mið um t.d. lágmarks trénisinni-
hald og rétt hlutfall próteins og
kolvetna í fóðri hámjólka kúa.
Hins vegar stenst það ekki að
frjáls heimsviðskipti leiði sjálf-
krafa til bættra kjara bænda í
þróunarlöndum. Oft eru það stór
fyrirtæki og stórir landeigendur
sem standa á bak við búvöru-
framleiðslu þessara landa sem
boðin er fram á alþjóðamarkaði.
Auk þess fer þessi framleiðsla
iðulega fram með óviðunandi
hætti, bæði hvað varðar um-
gengni við náttúruna og kjör og
aðbúnað sem verkafólkið býr við.
Indverskur embættismaður
orðaði þetta þannig á fundi hjá
WTO að “maður getur ekki verið
upptekinn af því hvernig farið er
með búféð, meðan fólk sveltur”.
Það gildir því enn frekar um
matvæli en iðnvarning að neyt-
endur á Vesturlöndum leggja
upp úr því að geta treyst því
að þeir séu að neyta hollra
vara.
(Landsbygdens Folk nr. 8/2004).
Freyr 3/2004 - 49 |